Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 23

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 23
Julian Waters skýrir út aöferö við að skrifa róm- Susan Skarsgard nær óskiptri athygli nemenda versku hástafina. sinna. Þátttakandi frá ítalíu hengir upp afrakstur námskeiðsins hjá John Stevens. Karlgeorg Hoefer áritar bók sína fyrir greinarhöfund. kennsluaðferðum gamla meistarans Karlgeorg Hoefers frá Offenbach í Þýskalandi. Andstætt Rudolf Koch, sem notaði mestmegnis breiðan penna við leturgerð sína, leitaði Hoefer nýrra leiða og verkfæra. Hinir nýju penslar Japana, sem unnir eru úr gerviefnum, lentu í höndum hins þýska meistara og má því telja Hoefer upphafsmann tilrauna með hin austur- lensku verkfæri hér á Vesturlöndum. Hoefer hefur haldið námskeið vítt og breitt m.a. sumarnámskeið í Banda- ríkjunum (allt frá árinu 1981). Hann er stofnandi og stjórnandi skriftarverk- stæðis við Klingspor-safnið í Offen- bach. Hoefer fjallaði um formgerð Unsíal letursins og byggði á hinu sögulega letri, sem notað var í kristi- legar bókmenntir. Hann sýndi fram á þýðingu letursins í nútímanum og kenndi hvernig skrifa má skásett (kursiv) unsíal letur. Það var einstak- lega ánægjulegt fyrir mig að mega fylgjast með aðferðum þessa áttræða snillings, sem hefur haft gagnger áhrif jafnt á eldri sem yngri skrifara. Fyrirlestrar á kvöldin um hin ýmsu efni skriflistarinnar voru einnig vel skipulagðir eins og allt mótið. í lokin stóðu menn upp og hylltu fram- kvæmdastjóra og starfslið og einnig kokkinn, sem lét ekki sitt eftir liggja að bera fram kræsilegan belgískan mat af sannri list. Vonandi finna íslenskir skrifarar hjá sér hvöt til að taka þátt í samskon- ar námsstefnu sem haldin verður í júlí á næsta ári. Ég veiti fúslega allar nán- ari upplýsingar um það. Torfi Jónsson. Kalligrafísk bók eftir Birgit Schumacher, unnin hjá Susan Skarsgard. PRENTARINN 3.12. '92 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.