Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 14

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 14
þetta svo tvær prentsmiðjur, Alþýðu- prentsmiðjan og Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. Fyrsta daginn okkar Guð- mundar í Alþýðuprentsmiðjunni var okkar fyrsta verk að prenta blaðið, en hvorugur prentarinn mætti þann dag- inn. Hvað ertu lengi í Alþýðuprentsmiðj- unni? Til ársins 1954, en þá fór ég að vinna í Prentsmiðjunni Odda á Grettisgöt- unni. Þar fór ég að vinna við vélsetn- ingu, en ég hafði byrjað á henni strax að loknu námi, en sú vinna var betur borguð. Á þessum tíma voru yfirborg- anir fátíðar, menn höfðu sömu laun fyrir sömu störf og ekkert pukur var með launin eins og nú tíðkast. Setningavélin „Typograph". Hvernig umskipti voru það að koma úr Alþýðuprentsmiðjunni í einkafyrir- tækið Odda? Það voru ágæt umskipti, vinnulagið var svipað og ég þekkti þá menn sem þar unnu. Baldur Eyþórsson var for- stjóri, en honum hafði ég kynnst þeg- ar ég var í ísafold, en hann lærði þar. Því sem Baldur lofaði stóð hann við og það var gott að leita til hans ef maður var í vanda staddur. Vinnutíminn var 8 tímar á dag, sex daga vikunnar, en á þessum tíma er þó laugardagsvinnan orðin styttri og ekki var unnið á laugardögum yfir sumarmánuðina. Orlofsrétturinn var ýmist 12 eða 18 dagar eftir starfsaldri og mig minnir að veikindarétturinn hafi verið 12 dagar á ári. Ég var í Odda til ársins 1974 að ég hóf störf hjá Lífeyrissjóði prentara. Á þeim árum sem ég var í Odda óx fyrirtækið mikið, þó það hafi vaxið enn meir eftir þann tíma. Litu prentarar stórt á sig á þessum tíma? Fyrir utan meistara minn Jón H. Guðmundsson var Hallbjörn Hall- dórsson fyrsti prentarinn, sem ég kynntist, í maí 1938, þegar hann tók að sér að taka í sundur og setja saman „Typograph" setningavél, sem meist- ari minn átti. Þótt mitt verk væri að- eins að þrífa vélina, upplýsti meistari H.H. mig mjög vel um gang vélarinn- ar. A fyrsta námsári mínu var ég svo heppinn að kynnast Magnúsi Ást- marssyni, en hann vann þá við setn- ingu í prentstofu JHG jafnframt því sem hann var kennari í Barnaskóla Reykjavíkur, en hann var einnig lærð- ur kennari. Á svipuðum tíma kynntist ég Magnúsi H. Jónssyni. Ég varð ekki var við að stéttin liti stórt á sig þó það þætti gott að vera prentari og komast í prentnám og stéttin naut virðingar sem forystustétt í þjóðfélaginu. Töluvert var um menn í stéttinni sem höfðu viljað ganga menntaveginn en ekki getað það vegna fátæktar. Þeir völdu þá prentið, það var nokkur sárabót, þeir voru þá í tengslum við bækur og hið prentaða mál. Allan þann tíma sem þú ert í Odda ertu á kafi í félagsmálum, hvernig gekk það heim og saman? Ég byrjaði reyndar í félagsmálunum fljótlega að loknu námi, en ég var lík- lega virkastur á þeim tíma sem ég var í Odda. Því var mætt með skilningi og auðvitað vann maður mest að þessum málum utan vinnutímans, í frítímun- um. A þessum tíma var oft mikil harka í kosningum til embætta í félaginu. Eitt sinn var t.d. kosið á milli Óðins Rögn- valdssonar til varaformanns í HÍP, það var afar hörð kosningabarátta, en ég vann kosninguna. Ég studdi Óðinn hins vegar til varaformanns þegar ég var kosinn formaður. Á sama tíma var kosið á milli Stefáns Ögmundssonar og Jóns Otta Jónssonar til ritara og vann Stefán kosninguna. Ég studdi Stefán í þessari kosningu gegn krötun- um, taldi hann hæfari til starfsins, enda alla tíð gerðar miklar kröfur til ritara HÍP og margir hæfileikamenn gegnt þeirri stöðu. Stéttabaráttan á þessum tíma. Jú, það var heilmikil harka, eins og í kringum Gerðardómslögin 1942. Hið íslenska prentarafélag var síðasta fé- lagið sem aflýsti verkfallinu þá. Verkalýðsfélögin neyddust til að af- lýsa verkföllum til að bjarga sjóðum sínum. í kjölfarið hófst svo heilmikill skæruhernaður. Menn „fóru ekki úr frökkunum" fyrr en einu og öðru hafði verið náð fram. Það voru m.a. mikil átök í Gutenberg. Pólitíkin innan félagsins. Kratarnir réðu félaginu, en það voru oft hörð átök. Á fundum deildu þeir oft ákaft og hart frændurnir Magnús H. Jónsson og Stefán Ög- mundsson, Magnús var krati og for- 14 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.