Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 3
LEIÐARI
SÆMUNDUR ARNASON
Iðnnámið og framtíðin
Tilraunanámi í bókiðngreinum var komið
á haustið 1993 með samkomulagi
menntamálaráðuneytis, Iðnskólans í
Reykjavík, Samtaka iðnaðarins, Prenttækni-
stofnunar og FBM. Skyldi tilraunin standa í
tvö ár og þá yrði gerð úttekt á náminu.
I framhaldi af úttekt Hagsýslu ríkisins var
tilraunin framlengd til 31. ágúst 1997. Yfir-
umsjón með tilrauninni hafði stýrihópur
bókiðngreina og á fundi hinn 23. október
lagði stýrihópurinn fram greinargerð um
árangur og lauk þar með störfum.
Tillögur Hagsýslu rikisins og stýrihópsins
eru þannig í megindráttum:
1. Skipulag og stjórnun núverandi vinnu-
staðanáms verði aðlöguð starfsnámskerfi
nýrra laga um framhaldsskóla. Reynsla
af tilraunanámi verði höfð til hliðsjónar
við tillögugerð starfsgreinaráðs við upp-
byggingu starfsnáms í bókiðngreinum.
Skoða þarf hvort nýta beri heimild í
framhaldsskólalögum um ráðgjafar-
nefndir við skóla.
2. Mótaðar verði hugmyndir um aðgerðir til
að bæta kennslu og kennsluhætti í skóla-
náminu og jafnframt auka námskröfur.
3. Athugaðir verði möguleikar á að semja
við Prenttæknistofnun um kennslu vissra
námsþátta.
4. Gert verði átak í námsefnisgerð. Upplýs-
ingaefni um námið verði endurnýjað.
5. Upplýsingakerfi v/námsferils verði þróað
frekar.
6. Athugað verði hvort skilyrða þurfi heim-
ild fyrirtækja til nematöku við að Ieiðbein-
endur á vinnustöðum kynni sér náms-
skipulag til hlítar og taki þátt í námskeiði.
7. Skoða þarf hvort fjölga þurfi samningum
milli fyrirtækja um þjálfun nema vegna
einhæfra verkefna í því fyrirtæki sem
nemandi er á námssamningi hjá.
Nú þegar tilraun í bókiðngreinum er lokið
leggur stýrihópur í bókiðngreinum til að
námsskipulag og stjórnun náms í bókiðn-
greinum verði í höndum nýs starfsgreinaráðs
upplýsinga og fjölmiðlagreina, sbr. 29. gr. 1.
nr. 80/1996 um framhaldsskóla. Reynslan af
tilrauninni verði höfð til hliðsjónar.
Sérstök ástæða er til að líta á síðustu
málsgrein í greinargerð stýrihóps, en þar er
lagt til að stjórn náms í bókiðngreinum
verði í höndum starfsgreinaráðs. En sam-
kvæmt lögum um framhaldsskóla ber að
skipa starfsgreinaráð í öllum iðngreinum.
Því hefur verið stofnað starfsgreinaráð í
upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og þar
höfum við tekið höndum saman við Blaða-
mannafélag Islands og Félag grafískra
teiknara, til að vinna að sameiginlegum
málurn og samþykkt svohljóðandi yfirlýs-
ingu: Starfsgreinaráð upplýsinga og fjöl-
miðlagreina verði 7 manna og starfi í
tengslum við Prenttæknistofnun. VSI til-
nefnir þrjá fulltrúa Samtaka iðnaðarins og
samband launþega í upplýsinga- og fjöl-
miðlagreinum tilnefnir þrjá fulltrúa. Fjórar
fagnefndir verði starfandi í tengslum við
starfsgreinaráðið fyrir undirflokka starfs-
greinaflokksins, þ.e. vinnslugreinar, fjöl-
miðlun, margmiðlun og upplýsingatækni.
Við tilnefningu í starfsgreinaráðið verði
leitast við að fulltrúar þessara fjögurra
starfssviða eigi fulltrúa í ráðinu.
Von mín er að þetta gefi okkur tækifæri til
að fylgja náminu eftir inn í næstu öld, þar
sem greinilega eru framundan miklar breyt-
ingar jafnvel meiri og stærri en við höfum
séð á þeirri er senn lýkur. Félagið þarf að
halda vöku sinni í menntamálum sem og
öðruni inálum í nýjum heimi fjölmiðlatækni.
Erum við þá ekki að koma að þeirri stað-
reynd að þau félög er falla undir þann flokk
er segir í nýjum lögum um upplýsinga- og
fjölmiðlatækni stofni með sér samband til
að hafa sameiginlegan vettvang inn í nýja
öld margmiðlunar. FBM er tilbúið að taka
þeirri áskorun að stofna samband með
þeim félöguin er starfa í upplýsinga- og
fjölmiðlaiðnaði. •
prentnrinn
! MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Stefán Ólafsson,
ritstjóri og ábyrgöarmaður.
Bjargey Gísladóttir
Margrét Friðriksdóttir
Ólafur Örn Jónsson
Pétur Ágústsson
Sævar Hólm Pétursson
Fréttaskot og annað efni er vel þegið
og eins óskir og ábendingar lesenda
til ritnefndar.
Leturgerðir
í Prentaranum eru:
Universe, Times o.fl.
Blaðið er prentað á mattan 135 g
Ikonofix.
Útlit og prentvinnsla:
Prentþjónustan ehf.
Prentun og frágangur:
Grafík ehf.
PÓSTUR OG SÍMI HF
Nye islandske frimærkcr • Ncw Stamps from lceland
Ný frímerki
Noue Briefmarken aus Island • Nouvcux timbres-poste islandais
No. 5 -1997
Forsíða Prentarans:
Þriðja september sl. komu út tvö ný,
íslensk frímerki sem helguð voru
félögum sem í hundrað ár hafa verið í
fararbroddi í íslensku menningarlífi og
saga þeirra í þessi hundrað ár er ná-
tengdari en margir gera sér grein fyrir.
Hinn ellefta janúar í vetur var
hundrað ára afmælis Leikfélags
Reykjavíkur minnst í Borgarleikhúsinu.
Fjölmargir bókagerðarmenn hafa
tengst Leikfélaginu
Það má því með sanni segja að það
sé hreint engin tilviljun að þessi frí-
merki eru gefin út samtímis.
PRENTARINN ■ 3