Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 24
DOMUR Gæta verður fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar Prentarinn hefur farið þess á leit við mig að ég geri stuttlega grein fyrir dómsniður- stöðu i máli Pét- urs Haukssonar gegn Vöru- merkingu hf. Ég vil íþví sambandi vísa í dóminn sjálfan og tel hann skýran. Mí í stuttu máli rálavextir voru í stuttu máli uþeir að starfsmaður í prent- smiðju var rekinn úr starfi eftir 18 ára starf. Kom þá í ljós að hann hafði hlotið heilaskaða, sem ýmis- legt benti til að orsakast hefði af vinnuumhverfi starfsmannsins á um- liðnum árum, einkum notkun hans á lífrænum leysiefnum við hreinsun prentvéla. Starfsmaður- inn höfðaði skaðabótamál á hendur atvinnurekandanum og krafðist bóta fyrir það tjón sem hann hafði orðið fyrir. Atvinnurekandinn var sýkn- aður af bótakröfunni í Héraðsdómi þar sem hann taldi ekki sýnt fram á sök atvinnurekandans. Héraðsdómur komst þó að þeirri niðurstöðu að heilaskaði starfsmannsins stafaði af óheilnæmu starfsumhverfi starfs- mannsins í prentsmiðjunni. I Hæsta- rétti varð niðurstaðan sú að atvinnu- rekandi var talinn bótaskyldur fyrir skaðanum, en sök var skipt og var starfsmaðurinn látinn bera 2A hluta sakar. Um örorkuna Fyrir Hæstarétti lá örokumat um að starfsmaðurinn væri 75% öryrki. Því mati var ekki hnekkt fyrir dómin- um og var það því stað- fest og lagt til grund- vallar útreikningi á bót- um. LARA V. JÚLÍUS- DÓTTIR Var örorkuna að rekja til leysiefna? Ennfremur lágu fyrir dóminum álitsgerðir sér- fræðinga í heila- og tauga- sjúkdómum, sérfræðings í atvinnulækningum, ör- orkumat og niðurstaða dómkvaddra matsmanna, eiturefnafræðings og læknis í heila- og taugasjúkdómum. Hæstiréttur sagði það efnislega samhljóða niður- stöðu þessara sérfræðinga að heila- mein starfsmannsins mætti rekja til notkunar lífrænna leysiefna en engar aðrar skýringar væru tiltækar. Þessari niðurstöðu var ekki hnekkt í málinu og var hún því lögð til grundvallar dómi Hæstaréttar. Hver bar ábyrgð á tjóninu? 1. Aðstœður á vinnustað Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að málið yrði að leiða til lykta með hliðsjón af því hvemig aðstæð- ur atvinnurekandinn skapaði starfs- mönnum sfnum eftir að vitneskja um skaðsemi lífrænna leysiefna lá almennt fyrir, en það er talið vera frá árinu 1980. 2. Skyldur atvinnurekanda skv. vinnuverndarlögum Hæstiréttur segir að gera verði ríkar kröfur til atvinnurekanda um það að hann sýni fram á að hann hafi gert það sem í hans valdi stóð til að gæta fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar í prentsmiðjunni, og vísar í því sam- bandi til skyldu atvinnurekanda í lögunum um aðbúðað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. I þessu sambandi dregur dómur- inn það fram að atvinnurekandi hafi hér: a) ekki orðið við ábendingu Vinnu- eftirlitsins um notkun öndunar- eða andlitsgríma b) ekki komið fyrir lokuðum ílátum fyrir notaða klúta eftir hreinsun prentvéla c) og ekki liggi fyrir hvort og hvenær atvinnurekandi varð við athugasemd Vinnueftirlits um nauðsyn á aflmeiri afsogsblásara á þurrkara við prentvélina sem starfsmaðurinn vann við. d) Auk ofangreinds hafi ítrekað ver- ið gerðar athugasemdir um úr- bætur á loftskiptakerfi í vinnusal. Með þessari vanrækslu hafi at- vinnurekandi ekki uppfyllt ýtrustu skyldur sínar í þessum efnum. 3. Almennt slœmar aðstœður annars staðar breyta engu Hæstiréttur tekur einnig fram að það leysi atvinnurekandann ekki undan ábyrgð þótt aðstæður hafi ef til vill ekki verið betri að þessu leyti á sam bærilegum vinnustöðum. 4. Aðgerðarleysi Vinnueftirlits leysir atvinnurekanda ekki undan ábyrgð. Það að Vinnueftirlit ríkisins hafi ekki gripið harkalegar í taumana en raun virðist hafa verið á leysir atvinnurekandann heldur ekki undan ábyrgð. Með vísan til ofangreindra atriða var atvinnurekandinn látinn bera fébótaábyrgð á heilsutjóni starfs- manns. Um eigin sök starfsmanns 1. Afengisneysla Því var haldið fram í málinu að áfengisneysla starfsmannsins hefði átt sinn þátt í heilsutjóni hans. Þetta var talið ósannað í málinu. 2. Eigin árvekni I dómi Hæstaréttar segir a) að staifsmanninum hafi á sama hátt og atvinnurekanda mátt vera ljóst að hann sýslaði með hættu- leg efni og full ástæða hafi verið til viðbragða af hans hálfu, eink- um eftir að fór að bera á drunga og sljóleika og einbeitingarskorti ásamt höfuðverk. b) Hann hafi einnig verið við störf erlendis og kynnst þar mun betri aðstæðum en voru á þessum vinnustað. Það sé þó ekki stutt neinum rök- um í málinu að hann hafði kvartað undan lélegri loftræstingu eða krafist úrbóta. Hann fullyrti sjálfur að svo hefði verið en samstarfsfólk hans kannaðist ekki við kvartanir 2 4« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.