Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 7
FÉLAGSSTARF ■ ■ ■
Fimmtudaginn
21. ágúst kl. 8
að morgni hófst
hin árlega
skemmtiferð
eldri prentara
og maka þeirra,
og að þessu sinni
vegna 100 ára
afmœlis Prent-
arafélagsins, var
farin löng og
glœsileg ferð í
Skóga Þórs í
Goðalandi
norðan Eyja-
fjallajökuls og
sunnan Krossár.
Ekið var austur á bóginn, en önn-
ur rútan (eða langferðabifreiðin
skv. skólaíslensku) lagði lykkju á
leið sína, ók um Þrengslin og
stefndi á vinnuhælið að Litla-
Hrauni. Gárungamir sögðu að sækja
ætti rannsóknarleyfi hjá dr. Steiner
eða sníkja gras í aðra nösina. Þessar
Við lónið var dvalist í dágóða stund.
menn teygðu úr sér, horfðu hug-
fangnir á hina stórkostlegu náttúm,
röbbuðu við gamla vinnufélaga og
tóku myndir.
A leiðinni inn í Bása var ekið yfir
Hvanná og Steinholtsá sem voru í
vexti en allt gekk áfallalaust. f Bás-
um var dvalið í 3-4 klukkustundir við
gönguferðir, náttúmskoðun og grasa-
tínslu. Þama em mörg dásamleg
sköpunarverk náttúmnnar. Skoðuð
vom m.a. ból sem smalar notuðu fyrr
á öldum, þegar setið var yfir kindum.
A leiðinni til baka fengum við
góða leiðsögn frá fulltrúa Utivistar
sem fræddi okkur um sögu staðar-
ins. Við Stóra-Dímon er nes sem
skagaði áður út í skaðræðisvatnið
Markarfljót, sem ruddist um allt og
eirði engu áður en vamargarðar voru
reistir. Nes þetta hét áður Kattamef
og þegar mönnum var bjargað þar
undan stórfljótinu í foráttuvexti, hét
það að „koma honum fyrir Kattar-
nef.” Nú hefur merkingin í þessu
orðtaki algerlega snúist við. Svona
getur íslenskan verið skemmtileg.
Lokahnykkurinn var glæsilegur
þríréttaður kvöldverður á Hvols-
velli. Þar fyrir utan sáum við einn af
þessum nýmóðins tröllajeppum með
44ra tomma dekkjum og öðru til-
heyrandi, en honum var ekið úr
Bárðardal suður yfir Sprengisand á
6 klst., en sú ferð tók forfeður og
formæður okkar marga daga eða
vikur ef þau á annað borð lifðu ferð-
ina af og vildu oft gefa aleiguna til
að sleppa undan álfadrottningunni
eins og sögur herma, en svona er nú
Island í dag.
Nú var ekki til setunnar boðið, en
slegið undir nárann á vélfákum og
ekki linnt ferðinni fyrr en við kom-
um til borgarinnar við sundin blá og
skemmtileg og eftirminnileg ferð
var á enda. •
& 'A & M . —*
m. .Ijé JV7 /
Y r ii i H |r_ w { /m
LfJíWW1t'MII
TEXTI
OG MYNDIR:
ÓLAFUR H.
HANNESSON
bollaleggingar urðu að engu þegar
bíllinn þaut framhjá fangelsinu og
upp Flóann, þar sem mesta mann-
virki þess tíma eða skemmdarverk á
náttúru Islands var unnið í krepp-
unni fyrir stríð með byggingu Flóa-
áveitunnar, sem gekk undir gælu-
nafninu Síbería hjá þeim sem þræl-
uðu þar í vetrargaddinum.
Á Hellu beið okkar léttur árbítur,
en síðan var ekið linnulaust að lón-
inu við Eyjafjallajökul, sem er hlið-
ið að Þórsmerkur-þjóðgarðinum.
PRENTARINN ■ 7