Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 25
DÓMUR ■■ ■
hans. Þetta virti Hæstiréttur svo að
starfsmaðurinn var látinn bera 2/5
hluta tjónsins sjálfur.
Ljóst er af þessum dómi að lög
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum leggja ríkar
skyldur á atvinnurekendur. Þeir
verða að sýna fram á að allt hafi
verið gert til að gæta fyllsta öryggis
og góðs aðbúnaðar á vinnustað.
Trassaskapur almennt í starfsgrein-
inni leysir þá ekki undan ábyrgð á
tjóni sem af kann að hljótast. Held-
ur ekki ófullkomnar skýrslur Vinnu-
eftirlits. Sönnunarbyrðinni er hér
snúið við. Atvinnurekandi þarf að
sanna að hann haft allt í lagi hjá sér.
Takist það ekki er hann látinn bera
sök á tjóni. Hér er Hæstiréttur að
fíkra sig inn á nýjar brautir í skaða-
bótamálum, í stað þess að beita svo-
kallaðri sakarreglu er hér beitt svo-
kallaðri sakarlíkindareglu. Almennt
hefur sú regla ekki verið talin gilda
hér á landi nema hún hafi sérstak-
lega verið lögákveðin. Þessu hefur
Hæstiréttur þó breytt í örfáum til-
vikum á undanfömum ámm svo
sem í máli vegna heyrnarskaða í
sorpeyðingarstöð fyrir nokkrum
mánuðum.
Að mínu mati er auk ofangreinds
helsti lærdómur sem draga má af
þessum dómi sá að nauðsynlegt er
að gera atvinnusjúkdóma jafnrétt-
háa og vinnuslys þegar kemur að
tryggingum. Tjón starfsmannsins er
ntikið en einnig er tjón viðkomandi
prentsmiðju mikið og þannig að
atvinnurekendur geta ekki við
núverandi reglur tryggt sig gegn
því. Eg heiti því á aðila vinnumark-
aðarins að gera hér bragarbót á,
annaðhvort með samningum sín í
milli við tryggingafélögin eða með
því að þrýsta á stjómvöld um laga-
setningu með líkum hætti og gert
hefur verið í nágrannalöndum okk-
ar. Einstakir starfsmenn eða stéttar-
félög eiga ekki að þurfa að liggja
undir ámæli fyrir það að hafa leitað
réttar síns í máli eins og þessu. •
Óvönduð vinnubrögð
formanns FBM
Einn furðulegasti dómur sem upp hefur verið kveðinn í hinum virðulega Hæstarétti
er dómur í máli Péturs Haukssonar og FBM gegn Vörumerkingu ehf. Allir þeir sem
málsatvik þekkja eru furðu lostnir, þá ekki eingöngu yfír framkomu Sæmundar Áma-
sonar, formanns FBM.
Of langt mál er að rekja allan málatilbúnaðinn hér í þessari grein en eftir stendur að
Vörumerking ehf. stendur frammi fyrir því að borga burt reknum starfsmanni yfir átta
milljónir vegna meints heilaskaða sem fyrirtækið ber enga ábyrgð á.
Eitt það alvarlegasta við allt þetta sorglega mál er framganga forystu FBM gegn
Vörumerkingu ehf. og er umhugsunarvert hvort forysta Félags íslenskra bókagerðar-
manna hafi lengur traust þorra félagsmanna til að gegna trúnaðarstörfum fyrir stéttina.
Skal þetta rökstutt nánar. Sæmundur Ámason hefur sagt í samtölum við okkur fyrr-
verandi vinnufélaga Péturs Haukssonar að afskipti FBM hafi einskorðast við að greiða
490.000 kr. vegna 31/2 mánaðar veikindalauna Péturs og er þetta staðfest með bréfi
undirrituðu af formanninum sjálfum dagsettu 14. febrúar 1995. Allar götur síðan höfum
við staðið í þeirri trú að FBM hafi ekki verið á bak við herför Péturs Haukssonar gegn
Vörumerkingu í Hæstarétti, en eftir síendurtekin viðtöl fjölmiðla við formann FBM þar
sem hann hefur úttalað sig um málið hefur komið í Ijós að formaðurinn hefur kosið að
bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar til að slá sig til riddara í ljósi dómsins. Nú er það hans
að útskýra framkomu sína fyrir okkur starfsmönnum og eigendum Vörumerkingar ehf.
og af hvaða hvötum hann kaus að segja okkur ósatt og vinna gegn atvinnuöryggi
okkar allra.
Það ógeðfelldasta við þetta mál eru þau langtíma áhrif og fordæmi sem það mun hafa
í för með sér. Héðan í frá munu atvinnurekendur krefjast nákvæmra upplýsinga um
persónulega hagi starfsmanna til að fyrirbyggja að ráðnir séu einstaklingar sem vegna
óreglu og óvandaðra vinnubragða skaða fyrirtækið og leggja á það ómældan kosnað í
skjóli stéttarfélags sem hundsar vitnisburð sinna eigin félagsmanna. Nú hefur verið
opnað fyrir þá ógeðfelldu leið að ef fyrirtæki rekur starfsmann þá geti hann með aðstoð
FBM stórskaðað fjárhagslega afkomu þess og atvinnuöryggi starfsbræðra sinna.
Þegar stéttarfélag líkt og FBM leggur svona vinnubrögðum lið er það á villigötum.
Það á ekki að ráðst á eitt fyrirtæki og gera það að blóraböggli til að skapa fordæmi fyrir
félagsmenn sína. I stað þess að ganga í lið með Pétri Haukssyni hefði FBM átt að ná
fram umbótum varðandi mengun á vinnustöðum með almennum aðgerðum en ekki að
nýta hæpinn málflutning Péturs til að skapa réttarfarslegt fordæmi. Það má aldrei
stofna atvinnuöryggi heildarinnar í hættu vegna hagsmuna eins aðila.
FBM hefur kosið að vinna gegn fyrirtæki sem hefur ágætis sögu hvað verðar
mengunarvarnir og allir starfsmenn þess eru við hestaheilsu. Vörumerking hefur fengið
viðurkenningu frá sveitarfélagi sínu fyrir snyrtilegt umhverfi en vegna brottreksturs
starfsmanns sem ekki sinnti skyldum sínum tók forysta FBM þátt í herför gegn
fyrirtækinu til að brjóta á bak aftur þann rétt atvinnurekandans að losa sig við óhæfan
starfsmann.
Forysta stéttarfélags sem notar óvönduð vinnubrögð sem vinna gegn einstökum
félögum sínum hefur ekki lengur það nauðsynlega traust sem þarf þegar fjallað er um
hagsmunamál stéttarinnar. Forysta stéttarfélags sem hlustar ekki á vitnisburð
félagsmanna sinna er ekki trúverðug til að vinna að heill allrar stéttarinnar. Forysta sem
rýfur samheldni félagsmanna sinna er slæm forysta sem verður að fara frá. •
ORRI KRISTINN JOHANNSSON
PRENTARINN ■ 2 5