Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 6
■ ■ ■ LESENDABREF Hafa skal það sem sannara reymsl Ágætu starfsbræður! / Eg hef aldrei talið mig afreksmann í einu eða neinu. Enn síður hef ég gert mikið að því að halda því litla á lofti sem ég hef þó tekið mér fyrir hendur á ævigöngunni. En þegar ég verð var við að litlir karlar gera slag í því að reyta af mér þær fáu skrautfjaðr- ir sem ég á, kannski af hugsunarleysi, snýst ég til varnar. Og það ákvað ég að gera þegar ég las kaflann um Akureyrarprentara í nýút- kominni bók, Samtök bókagerðar- manna í 100 ár. En þar gerir ungur fé- lagsfræðingur, með doktorsgráðu, þá Svavar Ottesen og Hörð Svanbergsson að helstum forystumönnum Akureyrar- prentara og hefur það eftir þeim sjálf- um. En nafni mínu er alveg sleppt í upptalningunni á trúnaðarmönnum (bls. 280). Auk þess eru birtar myndir af þeini „forystumönnunum" með afreka- skrá í einkabisness sem ekkert kemur félagsstarfi norðanmanna við. Hætt er við að margir starfsbræður mínir fyrir norðan taki urn magann af hlátri þegar þeir sjá þessa félagsfræðilegu úttekt á Herði Svanbergssyni. Einnig er hætt við að brosviprur fær- ist yfir andlit gamalla samstarfsmanna þegar þeir lesa um aðdáun Svabba Ott á landslaginu í Fnjóskadal. Þessi frásögn er nefnilega bull. Það var hvorki Svav- ar Ottesen né nokkur annar prentari sem var upphafsmaður að orlofshúsun- um í Fnjóskadal. Ég veit miklu meira um það mál en hann. Og kemur þessu bréfi ekkert við. Ingi Rúnar Eðvarðsson félagsfræð- ingur sagði mér í síma að Svavar og Hörður hefðu verið helstir heimildar- menn sínir um Akureyrarprentara eftir stríð. En ég saknaði þess að Svavar skyldi ekki segja félagsfræðingnum frá því hvernig hann (og látinn félagi hans) stóðu fyrir umfangsmestu verkfalls- brotum í sögu Akureyrarprentara, þegar þeir voru orðnir prentsmiðjueigendur, sem lyktaði með háum sektum til HÍP. Og fleira mætti tína til. Ég segi það hreinskilnislega að ég get alveg trúað því að Hörður og Svavar, hafi gert það af ásettu ráði að nefna mig ekki við söguritara. Því valda þverbrest- irnir í skapgerð þeirra. En hvað svo sem segja má um störf mín sem trúnaðar- manns er það söguleg staðreynd að því starfi gegndi ég í fjögur ár en þá varð ég að segja af mér vegna alvarlegra veik- inda. Og ég var meira en venjulegur trúnaðarmaður, skv. vinnulöggjöfinni frá 1938, ég var gerður að sérlegum trúnaðarmanni HIP gagnvart öllum prenturum og prentsmiðjum á Akureyri. Ástæðan fyrir þessum gjömingi var sú að mér var ætlað að sjá um innheimtu félags- og lífeyrirsjóðsgjalda meðlima HÍP sem safnast höfðu upp árum saman vaxtalausar hjá prentsmiðjum bæjarins sem vom fjórar á tímabili. Þessi gjöld höfðu hlaðist upp, m.a. í tíð Svavars og Harðar. Jón Kr. Ágústsson kom norður mér til halds og trausts í innheimtuað- gerðum, að minni beiðni, og var á heim- ili mínu í fjóra daga á meðan við kippt- um hlutunum í lag. Við urðum vinir eft- ir þessa heimsókn og ég tek heilshugar undir það sem um hann er sagt í nefndri bókagerðarmannasögu. Hann var ein- stakur maður og velviljaður. Samstarf mitt við hann og Pjetur Stefánsson var afburða gott. En ekki ætlast ég til að boðað verði til miðilsfundar til að láta þá bera vitni mér í hag. Þriðji formaður HÍP sem ég starfaði mikið með var Þórólfur Daníelsson. Og ég skil ekki hvers vegna hann gleymdi mér ef hann hefur lesið próförk að þessari bók. Hann fékk að vísu mörg bréf frá mér, ekki öll á guðsbamamáli, og við áttum í ritdeilum á opinberum vettvangi (Þjóðviljanum) um innri mál- efni HÍPog allrar verkalýsðhreyfingar- innar, en ég get ekki ímyndað mér að hann erfi þessa orrahríð við mig. Auðvitað kom ýmislegt upp á í minni trúnaðarmannstíð, en hreyknastur var ég þó af því að hafa eytt tortryggni þeirri út af innanhúss launamálum meðal starfsmanna. Einnig er ég afar hreykinn af því að hafa forðað félögum mínum frá skattyfirvöldum, vegna yfir- borgananna sem þá tíðkuðust. En ég kom því til leiðar að öll laun skyldu gefin upp til skatts. Ári seinna var ég prísaður mjög fyrir þetta framtak. En það er önnur saga. Ég hef ekki enn komist yfir að lesa alla sögu bókagerðarmanna. En ég hef hnotið um fleira en nafnamissinn! í kaflanum um samskiptin við erlenda bókagerðarmenn er hvergi minnst á það að í júní árið 1969 komu hingað í heim- sókn tveir austurrískir prentarar, Arnold Steiner og Franz Loidolt. Mig minnir að Steiner hafi verið formaður Alþjóða- sambands bókagerðarmanna (IGF), a.m.k. var hann formaður félags austur- rískra bókagerðarmanna og F. Loidolt var þar ritari. Þessir ágætu menn komu til Akureyrar og við Kristján Kristjáns- son tókum þar á móti þeim og fórum með þá í smáferðalag. Austurríkis- mennimir voru afar þakklátir okkur fyrir viðtökumar og sendu okkur smá- gjafir við heimkomuna, stílaðar á okkur prívat, m.a. sögu austurrískra bóka- gerðarmanna í 120 ár. Auk þess var Kristjáns getið í virðu- legu austurrísku prentmagasíni og birtar myndir af hönnun verka hans. Kristján er afar snjall grafískur hönnuður eins og þeir vita sem til þekkja. En hvers vegna gleymdi Þórólfur, þáv. formaður, þess- ari heimsókn? Var það vegna þess að þessi erlendu samskipti væm eitthvað ómerkilegri en önnur sem HIP átti á þessum ámm? Eða var það vegna þess að við Kristján vomm betur færir um að tala við og skilja þessa nienn en kolleg- ar okkar sunnan heiða? Háttemi manna er oft undarlegt hvort sem þeir eru að norðan eða sunnan. Um stund gældi ég við þá hugmynd að skrifa grein um sárindi mín í Mogg- ann, en vitur góðkunningi í prentarar- stétt hér í borg fékk mig ofan af þvf og benti mér á Prentarann í staðinn. Hann sagði mér frá því hugboði sínu að bók þessi yrði engin sölubók, og fáir starfs- bræður myndu kaupa hana, og grein í stærsta blaði þjóðarinnar myndi kannski spilla enn meir fyrir lítilli sölu. Og hann tryði því ekki að það væri vilji minn þrátt fyrir allt. Upphaflega ætlaði ég að skrifa Inga Rúnari bréf með ofangreindu efni en eft- ir símtalið við hann, og upplýsingar hans um heimildarmenn á Akureyri, hætti ég við það. Og lái mér hver sem vill. • Með vinarkveðju, EIRÍKUR EIRÍKSSOIM 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.