Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 8
■ ■■ BOKAGERÐARMENN Brot af sögu lítillar ^fÁí) sem langaði að verða VI Vll Þegar ég kom til starfa hjá Guð- jónO var Pálmi A. Arason eini fasti starfsmaður prentsmiðjunnar. Prentsmiðjan var þá til húsa að Hallveigarstíg 6b í bakhúsi og gengið í gegnum undirgang sem enn er þarna og húsið blasir við í gegnum undir- ganginn. Hásið var áður íbúð Guðjóns og konu lians, Mörtu Magnúsdóttur, og fyrsta prent- vélin var í horni í stofunni. Síðan flutti Guðjón á efri hœðina og loks úr húsinu, því alltaf stœkk- aði prentsmiðjan. ÓLAFUR H. HANNESSON Hjá GuðjónÓ unnu nokkrir í hlutastarfi. Sigríður Mathiesen vann mikið fyrir Guðjón við upp- töku á tékkum og fleiru. Einar Jóns- son, prentari úr Gutenberg, vann oft um helgar. Hálfdán bflstjóri keyrði allt út fyrir prentsmiðjuna og Guðjón sjálfan því hann hafði aldrei tekið bílpróf, mátti aldrei vera að því vegna ákafans við að sjá um prentsmiðjuna og ört vaxandi við- skiptavinahóp. Við hættum að nota ciceró-kerfið, sem hafði verið við lýði í 500 ár eða allt frá dögum Gutenbergs. Þetta gerðum við til að þjóna viðskiptavinum okkar, sem þurftu að aðlaga sig nýjum bók- haldsvélum og tölvum og fengum út á þetta mikil viðskipti, reyndar stundum töluvert meiri en við réðum við með góðu móti. Við hlustuðum á viðskiptavininn og gerðum óskir hans og þarfir að okkar kröfu. Guðjón var kröfuharður húsbóndi en sanngjam þegar á allt er litið, mikill persónuleiki. Fyrsti lærlingur prentsmiðjunnar var Þorsteinn Veturliðason, hugmyndaríkur og efnilegur prent- í lofti fúlu lífið deyr. Lærlingar og sveinar tveir, í svartri mengun sitja þeir sofna og vakna aldrei meir. Stakan svínvirkaði og innan skamms tíma var prentsmiðjan með þeim hreinustu í faginu. Prent- smiðjan fluttist fljótlega að Lang- holtsvegi 111 í stórt og glæsilegt húsnæði. Einn minnisverður atburð- ur kemur í hugann þaðan. I harð- indakafla gaf góðhjörtuð kona sæg af snjótittlingum fuglakorn á bíl- skúrsþaki rétt hjá okkur. A slaginu klukkan tólf á hverjum degi kom smyrill og fékk sér fuglasteik. Húsnæði þetta var tekið á leigu, leigan varð fljótlega mjög há og þess vegna keypti Guðjón Þverholt 13 og þangað fluttum við. Þarna var áður aðsetur Kexverksmiðjunnar Esju til margra ára og í skúr við hliðina voru geymdir hrútar og enn finnast menjar eftir kexið og hrútana. Guðjón keypti alla lóðina nema smáskúr á horninu sem DV náði í og þar hófst fyrir alvöru veldi þeirra Dagblaðsmanna. Þeir hafa sveinn. Hann vildi ýmsar lagfær- ingar í vinnusal, sem fóru stundum fyrir brjóstið á stjómendum. Loft var oft þungt og mikið notað af rokgjörnum hreinsiefnum og engin loftræsting. Þessi vísa var búin til af setjaranum til að hjálpa prenturum í baráttu þeirra fyrir betri loftræst- ingu. alltaf verið góðir grannar, nema þegar þeir byggðu nýja húsið sitt fyrir gluggana hjá okkur, en hvað er smásteypa milli vina. Ferðalög Ferðalög voru stunduð á þessum tímum. Þeir hraustustu fóru í fjalla- og óbyggðagönguferðir, svo sem frá Þingvöllum til Laugarvatns að fjallabaki fyrir ofan Hrafnabjörg og fram hjá Kálfstindum; frá Svartagili í Þingvallasveit til Botnsdals í Hval- firði með viðkomu á Botnssúlum sem eru yfir 1100 m háar. Einnig klifum við Esjuna áður en hún komst í tísku. Við lentum þar í svaðilförum við að koma mann- skapnum niður aftur og var það fyrir snarræði Sigurðar Þorlákssonar að við misstum ekki einn úr hópnum niður í svellbarið hamrabelti. Við renndum okkur niður snjóskafl á bakinu og áttum síðan að nota hæiana á skónum til að hemla. Einn lokaði augunum á leiðinni niður, setti fætuma upp í loft og stefndi í voðann. Sigurður sá hvað verða vildi, gróf sig niður með fætuma og náði taki á félaga okkar í þann veginn sem hann var að hverfa niður í bjargið stóra. Nestið í fjallgöng- unni, sem við neyttum á tindinum, var rúnnstykki rifið í miðju og hvolft í slatta af sardínum úr dós og sturtað niður með smáslurk af rússnesku vodka. Eftirrétturinn var rúsínur. Við skildum eftir beina- kerlingarvísu í jámhólk sem er þar í vörðunni til vitnis um ferð okkar: Prentaramir príla tindinn, pissa kátir upp í vindinn. Diddi, Steini, Stebbi og Óli standa hér á hæsta hóli. A sjötugsafmæli Guðjóns var farin í Þórsmörk ógleymanleg ferð. Pantaðir vom kassar af léttvíni og líka sterku og urðu margir skraut- legir eins og skiljanlegt er. Stöðvað vár á Selfossi og þegar starfsfólkið kom til baka inn í rútuna stóð Guðjón í dyrunum og lét alla fá sér einn sterkan, kvenfókið varð auk þess að kyssa höfðingjan rembings- kossi. Þetta var upphafið og ferðin eftir því. Stúlkur sem voru með, sögðu mér seinna að þama hefðu þær í fyrsta skipti bragðað á veigum Bakkusar. Mikið var sungið á leið- inni og meðal annars þessi vísa eftir Óla H. með lagi eftir Þorstein Veturliðason: 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.