Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 9
LESE N DABRÉF ■■■ Er Prenttæknistofnun að líða undir lok? Starfsfólk syngur hæ og hó, húrrar fyrir GuðjónO. veiddu lax í ám og sjó, aldrei samt þú fáir nóg. Einnig var farið í Landmannalaugar og aftur í Þórsmörk og þóttu þessar ferðir frábærar og hróður þeirra fór víða. Félagslíf hefur alltaf verið blómlegt. Hver man ekki eftir árs- hátíðunum, bjórkvöldum, Edin- borgarferðinni, ferðum á Flúðir, Þingvelli og Nesjavelli, þar sem stundað hefur verið golf, skógrækt, heitir pottar o.fl. Bókaútgáfa Bókaútgáfa á vegum prentsmiðjunn- ar var mjög öflug um tíma. Meðal annars var Ritsafn Jóns Trausta í átta bindum prentað árlega og fór næstum því inn á hvert heimili í landinu. Einnig voru gefnar út veiði- bækur Stefáns Jónssonar, sem var einn af þeim allra skemmtilegustu náungum sem komu inn í prent- smiðjuna. Margs er að minnast frá þessum árum, sem voru í senn fræðandi og skemmtileg í hópi góðra félaga. Síð- an er mikið vatn til sjávar runnið. Prentsmiðjan lenti í hremmingum, þegar stofnandinn gat ekki fylgst nógu vel með, og menn sem hann treysti fóru illa að ráði sínu. Prent- smiðjan lenti í þroti, en þá sömdu núverandi eigendur, sem allir voru starfsmenn prentstofunnar á besta framkvæmdaaldri, við lánardrottna og tóku reksturinn að sér og keyptu reyndar fyrirtækið. Nú er runnið upp nýtt blómaskeið sem ekki sér fyrir endann á og bjart framundan svo langt sem séð verður. Erfiðleikarnir eru að baki, nýir eigendur, sem halda merki prentgyðjunnar hátt á lofti. Vel þjálfað og menntað starfs- lið með bestu og nýjustu tæki, sem völ er á. Prentsýningar stundaðar grimmt. Þetta er lykillinn að velgengni í viðskiptum og að gleyma aldrei viðskiptavininum, hann er okkar auðlind. • Spyr sá sem ekki veit. Eittlivað virðist vera að dofna yfir stofnuninni því námskeiðin eru blásin af hvert á fœtur öðru. FINNUR EIRÍKSSON Asíðasta ári ætlaði ég að sækja námskeið í vefsíðugerð en daginn áður en það átti að hefjast frétti ég að það yrði ekki haldið. Eg hringdi í Prenttæknistofnun og stúlkan var undrandi að heyra að ég hefði ekki fengið skilaboðin sem hún hafði skilið eftir hjá vinnufélaga mínum. Hvers vegna var ekki hringt í mig? Nú í haust ætlaði ég á námskeið í tölvuumsjón sem átti að halda 3.-7. nóv. en föstudaginn 31. okt. var hringt í mig og mér sagt að hætt hefði verið við námskeiðið vegna ónógrar þátttöku. Það er mjög bagalegt að ekki skuli hægt að treysta þeim upplýsingum sem stofnunin sendir frá sér. Ég hafði gert ráðstafanir til að sækja um- rædd námskeið og lágmarks tillits- semi er að láta vita strax í upphaft að námskeiðin séu aðeins haldin náist ákveðinn lágmarksfjöldi. Það kemur sér illa þegar búið er að skipuleggja tímann með nám- skeiðin í huga að hætt skuli við þau með engum fyrirvara. I mínu tilfelli hefði ég reynt að ná mér í þessa þekkingu annars staðar en var orðinn of seinn því þau námskeið voru orðin full. Því vaknar sú spuming hvort Prenttæknistofnun sé komin að fótum fram og semja ætti við aðra að sjá um fræðslu fyrir þá sem vilja? Félag bókagerðarmanna styður við bakið á þeim sem em að bæta kunnáttu sína hvar svo sem það er gert. Ég get ekki hvatt fólk til að sækja til Prenttæknistofnunar eftir þetta og bendi því á aðra mögu- leika. Húsakynnin hjá Prenttækni- stofnun eru ágæt en fyrirtækið er illa í sveit sett og staðsetningin er ekki góð til að þjóna þeim sem eru að vinna í prentsmiðjum í Reykja- vík og nágrenni, því það er erfitt að fá bfiastæði nema í bfla- stæðahúsi. Flest fólk sem fer á námskeið hjá Prenttæknistofn- un þarf að taka sér frí úr vinnu og fer í hendingkasti á nám- skeiðið og af nám- skeiðinu í vinnuna. Gefur því auga leið að gott aðgengi þarf að vera að stofnun- inni og nóg af bflastæðum sem næst húsinu. Fyrirtæki eins og Prenttæknistofnun á að vera ann- ars staðar en í miðbæ Reykjavíkur og væri mun betra ef það væri í austurborginni því þar er fólkið sem er að vinna við prentiðnað, það er ekki niðri í miðbæ. Ef Prenttæknistofnun vill láta taka sig alvarlega þarf stofnunin að átta sig á að fólkið er ekki til fyrir Prenttæknistofnun, heldur var Prenttæknistofnun sett á lagg- imar fyrir fólkið. A undanförnum árunt hef ég sótt nokkur námskeið hjá Prent- tæknistofnun og voru þau ágæt sum hver og ég þakkaði fyrir þau á sínum tíma en núna er eitthvað mikið að hjá þessu fyrirtæki eins og ég hef lýst hér að framan. • Sendnm öllum félagsmönnum bestu jóla- og nýá rs k i >eðju r B félag bókagerðar- manna PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.