Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 10
■ ■■ FELAGSSTARF Briddsmót FBM, hélt meistaramót í bridds (tvímenning) hinn 14. september og var spilað á fjórum borðum með þátttöku 16 para. Sigurvegarar mótsins og því briddsmeistarar FBM 1997 urðu þeir Rúnar Gunnarsson og Eiður Gunnlaugsson í öðru sæti urðu Njáll Sigurðsson og Bjami Sigursveinsson og í þriðja sæti Jón Úlfljótsson og Hermann Sverrisson. Fengu þeir allir sérstaka verðlaunabikara ásamt fyrstadagsumslagi með frímerki FBM og að auki var veitt með fyrstu \ verðlaunum bókin Prent eflir mennt. 1 mótslok fengu allir \ þátttakendur að gjöf frá félaginu frímerki félagsins á 1 sérstimpluðu umslagi. Mótið fór hið besta fram undir röggsamri stjóm Guðmundar Grétarssonar. • Golfmót Golfmót FBM \ ar lialdið á golfvelli Dalbúa í Miðdal 16. ágúst. Þrátt fyrir úrhellisrign- ingu voru þátttakendur 21 og sennilega var þennan dag ein mesta rigning sumarsins en keppendur létu það ekki buga sig og spiluðu sitt golf eins og ekkert væri. Er menn komu inn í hús blautir og hraktir var tekið á móti þeim með veglegum veitingum er tóku fljótlega úr mönn- um mesta hrollinn. Sigurvegari mótsins og golfmeistari FBM 1997 varð Albert F.lísson og hlaut hann farandbikar FBM ásamt eignabikar fvrir fyrsta sæti án for- gjafar, í iiðru sæti án forgjafar varð Gunnar Gíslason og Halldór Oddssson í þriðja sæti. Með forgjöf varð Ólafur Pálsson í fyrsta sæti, Stefán Stefánsson í öðru sæti og Einar Egilsson í þriðja sæti. Aukaverö- _ laun voru veitt fyrir fæst pútt. lengsta I * teighögg og liögg næst holu. Engin H kvennaverðlaun voru veitt að þessu sinni H þar sem ekkert kvcnfólk lét sjá sig í keppn- H inni. Aðalstuðningsaðili mótsins var Hvít- jH list er veitti fjölda verðlauna og kunnum við þeini bestu þakkir fyrir stuðninginn. Þetta er annað áriö sem við höldum golfmót innan FBM og £ ætlum við að gera þetta mót að ártegum viðburði í starfsemi félagsins. A næsta ári verður annað mót og þá verður það kynnt sem „Miðdalsmótið” og við / væntum þess að sjá fleiri félagsmenn / á golfvellinum að ári. • / 1 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.