Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 23
DÓMUR ■■■ vita um, verður að gera ríkar kröfur til stefnda um það, að hann sýni fram á, að hann hafi gert það, sem í hans valdi stóð, til að gæta fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar í prentsmiðjunni, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Áður er fram komið, að stefndi sá starfsmönnum sínum ekki fyrir andlitshlífum og öndunargrímum og mælti Vinnueftirlit rfkisins fyr- ir um úrbætur 20. nóvember 1989. Framburð framkvæmdastjóra stefnda fyrir héraðsdómi og málatilbúnað stefnda fyrir Hæstarétti verður að skilja svo, að hann hafi ekki orðið við ábendingu Vinnu- eftirlitsins í þessu efni. Þá verður ekki séð, hvenær stefndi hefur sinnt beiðni Vinnueftirlitsins þennan dag um lokuð ílát fyrir notaða klúta eftir hreinsun prentvéla, því að í eftirlitsskýrslu 8. mars 1991 kemur fram, að þau vanti enn. Ekki eru heldur upplýsingar um það í rnálinu, hvort og hvenær stefndi varð við athugasemd Vinnueftirlits- ins 25. mars 1983 um nauðsyn á aflmeiri afsogsblásara á þurrkara við prentvél nr. 5, sem áfrýjandi vann við frá árinu 1982. Þá þurfti Vinnueftirlitið að gera ítrekaðar athugasemdir um úrbætur á loft- skiptakerfi í vinnusal að Bæjarhrauni 20, fyrst 20. nóvember 1989, næst 8. mars 1991, þá 14. nóvember sama ár og loks 10. maí 1993. Það var fyrst í eftirlitsskýrslu 22. júlí 1994, að engar aðfínnslur voru settar fram. Það er annar megintilgangur laga nr. 46/1980 að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sbr. a-lið 1. gr. I 13. gr. er sú skylda hafi talið aðstæður á vinnustað sínum í New York mun betri en hjá stefnda. Fyrir þessu hefur engin grein verið gerð í málinu, en þetta ætti þá að hafa verið áfrýjanda hvatning til að krefjast úrbóta hjá stefnda. Þegar þetta allt er virt verður ekki hjá því komist að láta áfrýjanda sjálfan bera 2/5 hluta tjónsins. IV. I örorkumati Júlíusar Valssonar læknis 24. ágúst 1994 var áfrýjandi metinn 75% öryrki vegna heilaskaða. Þessu mati hefur ekki verið hnekkt. Á grundvelli þess gerði Jón Erlingur Þorláksson trygginga- fræðingur líkindareikning 28. september 1994 um örorkutjón áfrýjanda. Þar eru hafðar til viðmiðunar tekjur hans árin 1989, 1990 og 1991. Höfuðstólsverðmæti vinnu- tekjutaps áfrýjanda var talið nema 18.815.600 krónur lögð á atvinnurekanda að tryggja, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Samkvæmt 50. gr. laganna má aðeins framleiða eða nota á vinnustað efni og vörur, sem geta verið hættu- leg eða á annan hátt stofnað heilsu og öryggi manna í voða, ef þeim starfsaðferðum er beitt, sem tryggja, að starfsmenn séu varðir gegn slysum, eitrunum eða sjúkdómum. Þar sem telja verður, að eftir 1980 hafi vitneskja verið orðin almenn í þjóðfélaginu um hættueiginleika lífrænna leysiefna á borð við þau, sem notuð voru í prentsmiðju stefnda, verður ekki séð, að hann hafi uppfyllt ýtrustu skyldur sínar í þessum efnum. Það leysir stefnda ekki undan ábyrgð, þótt aðstæður hafi ef til vill ekki verið betri að þessu leyti á sambæri- legum vinnustöðum eða Vinnueftirlit ríkisins hafi ekki gripið harka- legar í taumana en raun virðist hafa verið. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu, sem áður er fengin um orsakir heilaskemmda áfrýjanda, verður stefndi því látinn bera fébótaábyrgð á heilsutjóni hans. Eins og mál þetta liggur fyrir verður að fallast á það með héraðsdómi, að ósannað sé, að áfengisneysla áfrýjanda hafi verið í þeim mæli, að hún verði talin eiga þátt í sjúkdómseinkennum hans. Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að líta til þess, að áfrýjanda mátti á sama hátt og stefnda vera ljóst, þegar leið á starfstíma hans, að hann sýslaði með hættuleg efni og full ástæða var til viðbragða hans af þeim sökum. í héraðsstefnu segir meðal annars: „Án þess að sér hafi verið ljós hættan af umræddum efnum, var stefnandi oft drungalegur og sljór við þessa vinnu og segist á köflum hafa átt erfitt með að einbeita sér þegar hann varð fyrir mestri mengun og þetta hafi komið fyrir á hverjum degi nánast. Á seinni árum hafi hann þolað þetta enn verr en áður og fengið af þessu höfuðverk, sem ekki leið strax hjá.“ þá segir í stefnunni, að áfrýjandi hafi sífellt verið að kvarta undan lélegri loftræstingu. Þessi staðhæfing er engum gögnum studd og fær ekki stoð í framburði þeirra fjögurra samstarfsmanna hans, er komu fyrir héraðsdóm. I greinargerð dr. Vilhjálms Rafnssonar 4. ágúst 1993 kemur fram, að áfrýjandi og verðmæti tapaðra lífeyrisrétt- inda 1.128.900 krónum. Við útreikning höfuðstólsverðmætis fram að útreikningsdegi voru notaðir einfaldir vext- ir af almennum sparisjóðsbókum í Landsbanka Islands en eftir það 6% vextir og vaxtavextir. Þá reiknaði trygginga- fræðingurinn I. nóvember 1994 slysdagsverðmæti örorkulífeyris til áfrýjanda frá Tryggingastofnun ríkisins frá og með febrúar 1992 og nam það 1.925.200 krónum. áfrýjandi byggir kröfugerð sína á þessum útreikningum, þar sem slysdagsverðmæti örorkulífeyrisins komi til frádráttar, en í málinu hefur ekki verið gerð grein fyrir öðrum frádráttarliðum. Þá krefst áfrýjandi að auki 2.000.000 króna í miskabætur. Við mat á örorkutjóni áfrýjanda, sem var 46 ára við starfslok hjá stefnda, verða ofangreindir útreikningar hafðir til hliðsjónar. Að teknu tilliti til örorkulífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, skattfrelsis örorkubóta og hagræðis af greiðslu þeirra í einu lagi þykir örorkutjón áfrýjanda hæfilega metið 12.000.000 krónur. Þegar litið er til hinna alvarlegu afleiðinga atvinnusjúkdóms áfrýjanda verða miskabætur ákveðnar 1.200.000 krónur. Samkvæmt framansögðu nemur tjón áfrýjanda 13.200.000 krónum og verður stefndi dæmdur til að greiða honum 3/5 hluta þess eða 7.920.000 krónur með vöxtum frá þingfestingardegi í héraði, eins og nánar greinir í dómsorði. Rétt þykir að staðfesta málskostnaðarákvæði héraðsdóms. Stefndi skal greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir: Dómsorð: Stefndi, Vörumerking hf, greiði áfrýjanda, Pétri Haukssyni, 7.920.000 krónur með vöxtum samkvœmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987frá 6. desember 1994 til uppsögudags þessa dóms en með dráttarvöxtum samkvœmt III. kafla laganna frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaðarákvœði hins áfrýjaða dóms er staðfest. Stefndi greiði 350.000 krónur til ríkissjóðs í málskostnað fyrir Hœstarétti. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hœstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun málflytjanda hans fyrir réttinum, 350.000 krónur. • PRENTARINN ■ 2 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.