Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 12
DD iJ-j'jjJiyJJjjjJíJ'
- húsfyllir í Borgarleikhúsi og I Súlnasal
Félag bókagerðarmanna minntist afmælisins á ýmsan hátt
og hafði undirbúningur staðið lengi. Út komu þrjár bæk-
ur, Samtök bókagerðarmanna í hundrað ár eftir Inga Rúnar
Eðvarðsson. Þar er rakin saga Prentarafélagsins í Reykjavík,
sem stofnað var 1887, Hins íslenzka prentarafélags, 1897,
Hins íslenzka bókbindarafélags (seinna Bókbindarafélags
fslands), 1906, Prentmyndasmiðafélags íslands, 1947, Off-
setprentarafélags íslands, 1951, Grafíska sveinafélagsins,
sem prentmyndasmiðir og offsetprentarar sameinuðu félög
sín í 1973, og loks Félags bókagerðarmanna en þar samein-
uðu bókagerðarmenn félög sín í eitt félag
1980. Einnig Stéttartal bókagerðar-
manna, tveggja binda verk sem Þor-
steinn Jónsson ritstýrði.
Húsfyllir var á afmælishátíð í
Borgarleikhúsinu á afmælisdaginn,
föstudaginn 4. apríl, og var gerður
góður rómur að dagskránni: Sæ-
mundur Ámason, formaður Félags
bókagerðarmanna, flutti ávarp, söng-
hópur Starfsmannafélags Frjálsrar fjölmiðlun-
ar söng lög eftir bókagerðarmenn, Flosi Olafsson leikari
llutti okkur hátíðarhugvekju, Hljómsveit bókagerðarmanna
lék og söng nokkur lög sem að sjálfsögðu vom eftir bóka-
gerðarmenn. Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson,
Öm Árnason og Jónas Þórir fóru með gamanmál og að lok-
um lék Jósep Gíslason, píanókennari og prentsmiður, á pí-
anó. Lúðrasveit verkalýðsins fagnaði gestum með lúðra-
blæstri við komuna og Stefán Ólafsson bauð gesti velkomna
og var kynnir. Að dagskrá lokinni voru gestum bornar léttar
veitingar í anddyri leikhússins, djasstríó Ólafs Stolzenwald
lék og gestir ávörpuðu afmælisbamið og sumir komu auk
þess færandi hendi. Hátíðahöldunum þessa helgi lauk síðan
á laugardagskvöld en þá var sannkölluð afmælisveisla í
Súlnasal Hótel Sögu.
Borgarstjórinn í Reykjavík, lngibjörg
Sólrún Gísladóttir, og eiginmaður henn-
ar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, heiðruðu
okkur með nœrveru sinni. Sœmundur
Árnason, formaður FBM, er hér í
grafalvarlegum samrœðum við þau.
Georg Páll Skúlason, varaformaður
FBM, afhenti borgarstjóranum
nýútkomnar bœkur í anddyri við brottför.
▲ Nýútkomnar bœkur, Samtök bókagerðarmanna í hundrað ár og Stéttartal bóka-
gerðarmanna, voru til sýnis í anddyri Borgarleikhússins.
Forseti Islands, hr. Olafur Ragnar Grímsson, og kona hans, frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir, heiðruðu okkurmeð nœrveru sinni. Sœmundur Arnason, fonnaður
FBM, tekur hér á móti þeim í Borgarleikhúsinu, ásamt konu sinni, Guðrúnu Eyberg.
Svanur Jóhannesson, heiðursfélagi FBM, afhenti forsetanum
nýútkomnar bœkur í anddyri við brottför.
1 2 ■ PRENTARINN