Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 5
Gyllingaráhöld. bókband en þetta hefur ekki verið rannsakað neitt almennilega. J: Þú ert að punkta eitthvað niður i sambandi við þetta. S: Já, ég hef verið að einbeita mér að sögunni svona síðustu tvö hundruð árin, taka fyrir eldri tímann. Eg hef verið að viða að mér bandi frá nítjándu öld og líka þeirri tuttugustu og verið að stúdera hvemig þetta var gert, bæði stíll og tækni J: Og hvernig hefur það gengið? S: Það hefiir gengið ágætlega. Mér hefur tekist að grafa upp töluvert af heimildum en það gengur seint að koma þessu niður á blað, maður hefur engan tíma en draumurinn er að koma þessu út á bók. Eg hef ekkert getað snert á þessu í tvö ár svo það eru einhver ár í þetta ennþá. Ég lagði mig sérstaklega eftir því að finna bækur sem bundnar vora af hinum ýmsu bókbindurum. Það safn er núna í eigu og vörslu Félags bókagerðarmanna og vil ég hvetja bókbindara að auka við það með því að gefa félaginu band eftir sig. J: Hvernig er það, hefur handbókband breyst mikið í gegnum tiðina eða er hœgt að tala um einhverskonarþróun? S: Þetta breytist í lok átjándu aldar. I Hrappsey finnst fyrst dæmi um velskt band, það er skinn á kili og hornum. Magnús Stephensen fékk danskan bókbindara til Leirárgarða árið 1800 til að kenna íslenskum bókbindurum nýjar aðferðir og effir það fór bandið að verða nútímalegra, t.d. tréspjöld að víkja fyrir pappaspjöldum. Breytingarnar náðu yfir nokkra áratugi. Það komu síðan ákveðin tímabil þar sem notuð voru ákveðin skinn og svo komu önnur tímabil með nýjum efnum og nýju útliti. Það varð t.d. breyting um 1950 í sambandi við gyllingu. Þá datt blaðgyllingin niður og rúllugullið varð ríkjandi við handgyllingu og önnur lím komu eins og t.d. heita límið sem fór og hvíta límið kom í staðinn. .!: Svona í lokin, er eitthvað af ungu fólki sem hefur áhuga á handbókbandi og hvernig líst þér á framtíðina íþessu? S: Hún er óviss. Eins og er þá er lítill áhugi á þessu, en verðum við ekki bara að vera bjartsýnir um að það komi einhver sem hefiir áhuga og hæfileika sem vill læra þetta sem listgrein? Það er að gerast hér eins og alls staðar annars staðar, þetta klofnar, þ.e.a.s. handbókband og vélbók- band og þetta er ekki kennt saman nema að mjög takmörk- uðu leyti og í öðrum löndum er handbókband sérgrein í listaskól- um. Við Sigurþór höfum nú setið og spjallað góða stund og ég er miklu fróðari á eftir. Sigurþór er hógvær maður og vill ekki leyfa mér að kalla sig listamann en eftir að hafa skoðað það sem hann er að gera þá ætla ég alla vega að leyfa mér að segja að þarna fer handverksmaður á heimsmælikvarða og í lokin er kannski rétt að minna á norrænu sýninguna „Norrænt bókband“ sem verður í Reykjavík í maí - júní 2005. Handband eftir Sigurþór Jyrir Konunglega bókasafnið i Svíþjóð. smá móttaka þar sem boðið var bókbindurum og bókasöfnurum. I febrúar var síðan opinber sýning á bókinni ásamt öðrum bókum úr eigu safnsins. J: Eg sé að þú ert hér með biblíur sem þú ert að binda inn. S: Já ég er með hér tvær Steins-biblíur og ég hef fengið frá sama aðila Þorláks-biblíu og síðan kemur hann með Guðbrands-biblíu sem hann vill fá í samskonar band og þetta var bundið í á sínum tíma með látúni og tréspjöldum og öllu því sem tíðkaðist á þeim tíma sem þessar bækur voru gerðar. Það er virkilega gaman að fá að fást við þetta. J: Og þetta gamla band, það vefst ekkert fyrir þér? S: Nei nei, ég byijaði að binda svona inn fyrir sjálfan mig og þá skoðaði ég bækur frá þessum tíma og þá fékk ég spjöld af bók sem var bundin inn um 1730 og ég notaði hana sem fyrirmynd. Ég hef bundið inn eina Guðbrands-biblíu áður. J: Hvað ertu lengi að taka svona bók í gegn? S: Það er misjafnt og fer eftir ástandi bókarinnar en bók eins og Guðbrands-biblían tók mig rúma viku. J: Þú þekkir sögu bókbands á Islandi, hvað ncer hún langt aftur? S: Heimildir ná til sextándu aldar en það er eldra en það. Það var bundið inn fyrir tíma prentlistarinnar en því miður er nánast ekkert til af bandi frá þeim tíma. Næstum öll gömlu skinnhandritin hafa verið svipt sínu upprunalega bandi, það eru örfáar bækur sem eru í upprunalega bandinu. Það var á nítjándu öld sem skipt var um band á mörgum þessum bókum og það var gert í Kaupmannahöftt. En það eru til smá heimildir um upphaflega bandið á Guðbrands-biblíu og þannig band breyttist ekkert í tvö hundruð ár. J: Þessi saga hefur ekkert verið skráð neinstaðar? S: Ekki nógu ýtarlega. Guðmundur Finnbogason skrifaði grein um þetta og svo kom út bók fyrir nokkram árum, Prent eflir mennt, þar sem fjallað er urn PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.