Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 2
Eyjólfur Kristinn Alfreðsson, fæddur 17.
desember 1948. Varð félagi 23. maí 1975.
Eyjólfur tók sveinspróf í prentun 1970 og síðan
sveinspróf í offsetprentun 1975. Hann starfaði
m.a. í Grafík, Leturprenti, Odda og Viðey.
Eyjólfur lést þann 27. apríl 2005.
Nýr framkvæmdastjóri
Prentlæknistofnunar
Björn M. Sigurjónsson hóf
störf hjá Prenttæknistofnun í
byrjun ágúst síðastliðins. Björn
lauk B.Sc. prófi í landfræði frá
Háskóla íslands og Mphil
gráðu frá Strathclyde háskóla í
Glasgow. Að námi loknu
starfaði hann sem sérfræðingur
í rannsóknum hjá Ferðamála-
ráði íslands á skrifstofu þess á
Akureyri en réðst sem sérfræð-
ingur í fræðslumálum til
Islandsbanka í ársbyrjun 2001.
Undanfarin fjögur ár hefur
Björn gegnt starfi sölustjóra
einstaklingsviðskipta á útibúa-
sviði íslandsbanka. Meðfram
því sinnti hann einnig stunda-
kennslu við Háskólann á
Akureyri og Háskóla Islands í
markaðsfræðum ferðamála og
skipulagi og stefnumótun
ferðamála. Þá má nefna að
hann tók mikinn þátt í mótun
nýrra námsbrauta í þeim
greinum og gerði tilraunir með
fjarkennslu og vefkennslu.
Þótt Björn hafi ekki reynslu
úr prentgeiranum mun reynsla
hans nýtast vel í starfi fram-
kvæmdastjóra Prenttæknistofn-
unar.
Björn hefur mikinn áhuga á
stangveiði og hestamennsku.
Hann er í sambúð með Berg-
lindi Hallgrímsdóttur og eiga
þau eina dóttur saman. Félag
bókagerðarmanna býður Bjöm
velkominn til starfa.
Fráfarandi framkvæmdastjóri
Prenttæknistofnunar, Ingi Rafn
Olafsson, hefur hafið frekara
nám í Skotlandi. Um leið og
FBM þakkar honum fyrir far-
sælt og vel unnið starf undan-
farin ár óskum við honum
velfarnaðar á nýjum slóðum.
flskorun Plastprents á Prentmet
Laugardaginn 3. september skor-
aði hópur af golfurum í Plast-
prenti á golfara í Prentmeti. Þeir
tóku að sjálfsögðu áskoruninni
og spiluðum við í Miðdalnum
þann dag. Veðrið lék við okkur
eins og alltaf þar og enduðu
leikar með sigri Plastprents, 5
vinningum á móti 3. Eftir keppni
var ekið í bæinn þar sem matur
og drykkur beið okkar í húsnæði
Plastprents. Um það bil 50
manns voru þar saman komin og
skemmtu menn sér fram eftir
nóttu. Allir voru sammála unt að
þetta væri gott framtak og
skemmtilegt og verður gaman að
mæta þeim að ári, en þá skora
þeir í Prentmeti á okkur hér og
sjá þeir þá unt undirbúning.
Sigurður Gunnarsson,
Plastprenti
Lið Plastprents, f.v. Kristján S. Kristjánsson, Ing\’i Pétursson,
Sigurður Gunnarsson, Friðrik Þór Erlingsson, Vilhjálmur Bjarnson,
Bjarki Clausen, Guðlaugur Einarsson, Tryggvi Rúnarsson.
'mWm
\ f MF
Æp JJJi \ | , 1 LÆm
•V-' ... "S ,w/i.
Lið Prentmets, f.v. Bragi Guðmundsson, Rúnar Þór Gunnarsson,
Magnús Arnarson, Haukur Már Harðarson, Jón Þorkell Gunnars-
son, Einar Egilsson, Gunnar Þór Halldórssoti og Helgi Þór
Guðmundsson.
Kíktu á heimasíðu Félags bókagerðarmanna www.fbm.is
2 ■ PRENTARINN