Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 4
Skiplinemap
Jakob Viðar Guðmundsson
Þegar maður heyrir minnst á
skiptinema dettur manni frekar í
hug krakkar um tvitugt sem fara
til útlanda í œvintýraleit en prent-
arar sem starfað hafa í faginu i
áratugi. En slikt gerist nú samt.
Núna er staddur þýskur prentari í
Odda, Matthias Bayer að nafni,
og Ingjaldur Valdimarsson prent-
ari í Odda er í Þýskalandi í
prentsmiðjunni sem Matthias
vinnur í. Mig langaði að forvitn-
ast meira um þetta stórsniðuga
uppátœki og komst þá að því að
hugmyndasmiðurinn á bak við
þetta allt saman er Þorsteinn
Torfason framleiðslustjóri í
Odda. Ég talaði við þá félaga og
byrjaði á þvi að spyrja Þorstein
hvernig þetta hefði allt saman
komið til.
- Mér datt þetta í hug út af
samstarfi við Ameríkanana. Þeir
voru alltaf að benda manni á
ýmsar aðferðir sem þeir höfðu
séð hjá prenturum á Italíu eða
prenturum í Singapore og prent-
urum hingað og þangað um
heiminn. Þetta voru atriði sem
brjóta í bága við reglurnar. Það
eru til reglur í öllu, t.d. um
ákveðinn pappír og um density.
Þú getur lesið þetta og sagt:
Heyrðu, hér segir einhver að
densitýið megi ekki vera hærra
en þetta; og þú getur tekið það
gott og gilt eða prófað einhverjar
aðferðir við að brjóta þessar
reglur. Italar hafa verið að búa
sér til ákveðnar aðferðir eins og
t.d. í sambandi við duo tone
myndir en þá voru þeir ekki að
prenta t.d. svart og duo-litinn og
svo lakk, heldur blönduðu lakk-
inu saman við duo-litinn og þá
var hægt að prenta þetta á tveggja
lita vél en þetta var samt lakkað.
Þetta er svona eitt lítið dæmi. Ef
maður hefói viljað gera þetta þá
hefði þurft að prófa þetta með
alls konar prufum og tilheyrandi
kostnaði, en þarna kemur einhver
maður sem þetta hrekkur uppúr
af því að hann hafói verið ein-
hvers staðar annars staðar og séð
þetta gert og þá fór maður að
velta því fyrir sér hvað hái okkur
hérna á íslandi einna mest. Hér
eru menn ekkert að rótera mikið
og hér eru ekki mismunandi
sérhæfð fyrirtæki. Hér eru allir í
öllu. Erlendis geturðu verið að
vinna hjá prentsmiðju sem er
bara í því að prenta eitthvað
ákveðið og er sérhæfó i því og
þar lærirðu rosalega mikið um
sérhæfnina. Héma lærum við
kannski mikið og hingað koma
alls konar verkefni en hér er
tilhneiging til að menn festist í
einhverju ákveðnu ferli og það er
lítil rótering á fólki.
En hvernig gekk þetta Jyrir sig,
ekki hringdir þú bara i einhverja
prentsmiðju og spurðir hvort þið
cettuð ekki að skiptast á
prenturum?
- Eg talaði við mann sem ég
kynntist þegar ég bjó þama úti og
hann er upplýsingafulltrúi hjá
samtökum iðnaðarins í Suður-
Þýskalandi. Við vorum saman í
nefnd um color management, eða
litaleiðréttingu, á sínum tíma. Eg
hringdi í hann og spurði hvort
hann gæti ímyndað sér eitthvert
þýskt fyrirtæki sem væri til í
frjálsleg skipti, án nokkurra
skuldbindinga og það væri þá
hægt að hætta við ef menn væru
ekki sáttir eða eitthvað annað
kæmi uppá. Til að gera langa
sögu stutta þá kom hann mér í
samband við prentsmiðju þarna
úti og þeir eru mjög ánægðir og
em til í að gera þetta á hverju ári
hér eftir.
Forstjórinn þarna er allavega
mjög ánægður með okkar mann
þama. Við erum ekkert að finna
upp hjólið en við ættum hins
vegar að nýta okkur reynslu ann-
arra iðngreina sem hafa gert
mikið af þessu, eins og til dæmis
matreiðslumenn og hárgreiðslu-
menn, sem hafa gert mikið af því
að senda sitt fólk til útlanda í
þjálfun og hafa einnig fengið gesti
ffá útlöndum og lært af þeim og
em í heimsklassa fyrir vikið.
Matthias kemur í Odda
Prentarinn þýski sem er búinn að
vera í fjórar vikur hjá okkur í
Odda heitir Matthias Bayer og
kemur frá bæ í Suður-Þýskalandi
sem heitir Neckar Bischofsheim.
Þorsteinn túlkaði fyrir okkur. Ég
byrjaði á því að spyrja Matthias
að því hvað hann hefði starfað
lengi við fagið.
- Ég byrjaði að læra 1981. í
Þýskalandi er prentun þriggja ára
nám og ég kláraði '84 og hef
starfað sem prentari síðan.
Er þetta stór prentsmiðja sem
þú starfar i?
- Þarna vinna 65 manns og
þarna emm við með tvær stórar
vélar eins og þið og nokkrar litlar
en aðalmunurinn á fyrirtækjunum
er sá að við erum ekki með svona
stórt bókband eins og þið. Við
erum með mjög lítið bókband,
aðallega brot og heftingu.
Hvernig vél vinnurðu á?
- Yfirleitt er ég á einni af stóru
vélunum og á hverri vakt eru þrír
prentarar á þeim og einn aðstoð-
armaður og þetta er þannig að
það er einn sem stýrir vaktinni
svo við erum alltaf viðbúnir ef
einhver veikist eða forfallast af
einhverjum sökum, þá eru alltaf
tveir lærðir sem geta keyrt báðar
vélar en ég færi mig til á aðrar
vélar ef þannig stendur á.
Hvernig list þér á þig hér i
Odda?
- Það sem fyrst vekur athygli
hérna er hvað allt er hreint og fint
hjá ykkur og ég efa að það finnist
svona hreinleg prentsmiðja í
Þýskalandi. Þið eyðið mun meiri
tíma í þrif en ég á að venjast og
það er frábært að þetta skuli vera
hægt. í Þýskalandi er vinnan
skipulögð þannig að þetta er ekki
hægt.
Eru vinnubrögð hérna öðruvísi
en þú átt að venjast?
- Já. Almenna reglan hjá okkur
í Þýskalandi er sú að þegar verið
4 ■ PRENTARINN