Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 26
Islenskar þjóðsögur, bundnar af sex ustu bókasafnarar landsins um áratuga skeið og fólu henni sjálf- val um útlit bóka sinna. Unnur var frábær handverkskona, en auk þess listræn og hugmyndarík, litaði allan sinn pappír sjálf, gerði við gamlan pappír, minnkaði gyllingarletrið og átti fjölbreytt úrval leturtegunda. Bækur, sem hún batt t.d. i pergament, voru ómetanlegir listgripir, enda var henni oft falið að binda inn bæk- ur, sem opinberir aðiljar ætluðu til stórgjafa handa erlendum höfðingjum. Á sýningunni NORRÆNT BÓKBAND, sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hinn 10. júní sl. og stóð þar til 19. ágúst var til sýnis 81 bók eftir bókbandslistamenn frá flestum Norðurlöndunum. Af þeim eru 24 í svokölluðum heið- ursflokki, sem útvalin dómnefnd ákvað. Þessi sýning var fyrst opnuð í Svíþjóð 20. mars 2005 og hélt áfram ferðinni héðan og lýkur í Oslo og Þrándheimi í Noregi næsta vor. Þetta er frábær listviðburður og hefur verið furðu hljótt um hann í fjölmiðlum. Það ber sannarlega að þakka þeim í JAM-hópnum, sem sjálfsagt hafa átt mikinn þátt í að fá þessa sýn- ingu hingað og einnig þeim opin- beru styrktaraðiljum, sem hafa stutt þennan merkilega viðburð í menningarlífinu. bóklistamönnum hjá Bóklist. Það var sannarlega mikið gleðiefni að skoða hin mörgu og fallegu bóklistaverk íslensku þátt- takendanna á sýningunni. Islend- ingar eru hlutfallslega langflestir þátttakenda og standa öðrum Norðurlandabúum sist að baki. I svokölluðum heiðursflokki, þ.e. meðal 24, sem dómnefndin taldi „besta“ eru t.d. tveir Islendingar: Stefán J. Sigurðsson bókbands- meistari og kennari við Iðnskól- arm sýnir frábæran grip, bókina Undarlegir fiskar eftir Jóhann Hjálmarsson, þetta er erfitt for- mat af bók, en Stefán leysir verkið af hendi af frábærri og listrænni smekkvísi, og Páll Halldórsson frá Bóklist tekst á við svokallaða „hjólböruútgáfú" af Njáls sögu, útg. af Halldóri Laxness 1944 og hlýtur hann að launum 18. sætið hjá dómnefnd- inni en Stefán hreppir hið 9. Svanur Jóhannesson sýndi ein- staklega vel heppnaðan og út- færðan listgrip: Klettabelti fjall- konunnar, heildarsafn ljóða eftir útivistarskáldið Jónas E. Svafár. í útfærslunni birtist allt að því skáldlegt næmi og litasamsetn- ingin á pappaspjöldunum er hrein snilld og segir margt bæði um Svan og höfund ljóðanna. Sigur- þór Sigurðsson sýnir framúr- stefnulegan listgrip: Steinn, sem syngur eftir Jón Óskar. Þetta brot er ekki auðvelt viðureignar, en Bœkur á sýningu hópsins í Þjóðmenningarhúsinu í okt. 2005. listræn útfærsla nýtur sín mjög vel í fullkomnu samræmi við frá- bært handverk Sigurþórs. Barnagælur eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur í frábærri list- túlkun Hildar Jónsdóttur er af- burða fagur gripur, sem myndi sóma sér vel á hvaða listsýningu sem væri. Auk þess langar mig að nefna hið frumlega uppátæki 6 bóklistamanna hjá Bóklist, að taka til bands útgáfu Árna Böðvarssonar og Bjarna Vil- hjálmssonar á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og ná í senn heild- rænum svip og þó frumlegri fjölbreytni með þessu sniðuga verki. Þar eru á ferðinni þau Baldvin Viðarsson, Hinrik Stefánsson, Guðveig Nína Guð- mundsdóttir, Ragnar G. Einars- son, Edda S. Sigurbjarnadóttir og Soffia G. Ólafsdóttir. Aðrir þátt- takendur frá Islandi í sýningunni voru Guðlaug Friðriksdóttir, Hjörleifur Hjörtþórsson og Sigur- geir Orri Sigurgeirsson. Þessi sýning í Þjóðmenningar- húsinu verðskuldar mikið lof og prís fýrir alla íslensku þátttakend- urna og allflesta hina líka. Næst þegar þessir góðu bóklistamenn efna til sýningar á verkum sínum ættu þeir að ráða til starfa góðan kynningarfulltrúa, sem komið getur því á framfæri hve merki- legir hlutir eru hér á ferðinni. Greinin birtist í tímaritinu Skjöldur, nr. 52, 4. tbl. 14. árg. 2005 og er birt með góðfúslegu leyfi greinarhöfundar og ritstjóra þess. 26 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.