Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 9
 Sagnahulur Texti og myndir: Ólafur H. Hannesson Hin árlega skemmtiferð eldri bókagerðarmanna og maka þeirra hófst á Umferðarmiðstöð- inni í Vatnsmýrinni miðvikudag- inn 10. ágúst 2005 kl. 9 árdegis, stundvíslega eins og siður er. Nú var ákveðið að sœkja heim Minjasafnið að Skógum við Eyja- Jjöllin fögru. Ekið var sem leið liggur austur yfir Hellisheiði. Þegar við kom- um upp á Draugahlíðar fyrir ofan Litlu kaffistofuna blasir við skilti frá Umferðarstofu um fjölda þeirra sem látist hafa í umferðar- slysum. Nú var talan 17 á skilt- inu, en aðeins íjórum dögum áður, þegar við fórum á Golfmót bókagerðarmanna í Miðdal var talan 14 á sama skilti. Þetta sýnir hina gífurlegu fórn, sem hrað- akstur á þjóðvegum kostar og er ekki mál að linni? Nú var ekið um Hellisheiði og niður Kamba og þar efst blasti við bráðskemmtilegt útilistaverk, sem §ögur ungmenni höfðu staðið að og léttir mönnum for. Affam var ekið um Ölfusið og framhjá Kög- unarhól, sem er á hægri hönd, þegar komið er að Ingólfsfjalli, þar sem jarðvegurinn hefur losnað af fjallinu og nakið blágrýtið blasir við. Sagt er að Ingólfur landnáms- maður hafi gengið upp á hólinn til að skoða ríki sitt. Að kaga þýðir að skyggnast um. Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri lét brúa Ölfusá við fossinn Selfoss, sem nú er að mestu horf- inn, en aðeins flúðir og klettanef Brosmildir ferðalangar á Hvolsvelli. Ol til minja um fossinn. Við ókum ffamhjá nýjum bústað Guðna Ágústssonar ráðherra, sem talar meitlaða íslensku, kemur alltaf vel fyrir sig orði og gerði veg íslensku kindarinnar glæsilegan. Við ókum yfir nýju brúna á Þjórsá rétt fyrir ofan Urriðafoss. Þar ætlaði Einar Benediktsson að reisa raforkuver 1930, hið fyrsta í Þjórsá, en það verður sennilega það tíunda og síðasta. Segja má að landið angi af sögu liðinna kynslóða og spor íslenskra athafnamanna liggja víða. Gert var smá stopp við þjóð- vega-greiðasöluna Hlíðarenda á Hvolsvelli. Á meðan við sötruð- um gos eða kaffi, eða sleiktum is, gusuðust inn heilir rútufarmar af túristum, sem standa undir góð- um hlut af gjaldeyrisöflun okkar. Ekið var ffamhjá bænum Steinum í Steinahlíð, en bærinn sá kemur mikið við sögu í Para- dísarheimt Kiljans. Einnig var ekið ffamhjá Odda, en þaðan var Sæmundur ffóði, sem sagt er að hafi keyrt biblíuna í höfuð kölska þegar þeir voru að ná landi og þannig sloppið undan honum, en áður hafði Sæmundur lofað kölska sálu sinni, ef hann kæmi honum heim til Odda. Sumir segja að bókarheitið Edda sé komið ffá Odda. Komið var að lengsta og merkasta áfanga ferðarinnar, Skógum og tók þar við glæsilegt íslenskt ævintýri. Safnið að Skógum er eitt hið allra besta á Islandi og mesti dýrgripurinn þar er safnvörðurinn sjálfur, Þórður Tómasson, 88 ára að aldri. Það er Sagnaþulurinn sögufróði, Þórður Tómasson í Skógum. ekki hægt að sjá, að þar fari mað- ur kominn fast að níræðu, slíkur var krafturinn og kynngin í orð- um hans og æði. Þórður gekk með okkur um safnið og sýndi okkur ýmsa merka hluti. Hann sýndi okkur m.a. Guðbrandarbiblíu ffá prent- smiðjunni á Hólum frá árinu 1481. Bókin er “original” eða frumsmíð, sett með blý- og tré- stöfum og þrykkt í orðsins bestu merkingu með bókapressum þess tíma. Bókin er milljónavirði og örugglega ekki föl fyrir neinn pening. Þórður sýndi okkur fjalarkött og hvernig hann veiddi mýsnar. Borðfjöl var reist til hálfs, þungur steinn lagður á fjölina og fjaðurstafur látinn halda fjölinni uppi. Síðan var agn sett við fjöðrina og þegar aum- ingja músin teygði sig í agnið gaf stafurinn eftir og fjölin eða fjalar- kötturinn skall niður með viðeig- andi árangri. Leiftrandi lýsing á kjörum Islendinga á suðurströnd landsins var engu lík í máli Þórðar. Hann sýndi okkur hvernig ullin var unnin. Hann kembdi ullina, teygði lopann og sló snælduna með utanverðu lærinu eða kings- aði hana eins og sagt var í gamla daga, svo hún fór á fleygiferð. Þórður benti okkur á það, að islenska kindin hefði haldið lífi i þjóðinni gegnum aldirnar. Hann kenndi okkur málsháttinn: Ull í fat og mjólk í mat. Annað hefði þjóðin ekki þurft PRENTARINN ■ 9 I

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.