Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 6
Jakob Viðar Cuðmundsson Bókbindarar hafa heldur belur staðið í stórrœðum að undan- förnu og tekið þátt í tveimur sýningum í handbókbandi á þessu ári. Sú fyrri var norrœn farand-bókbandssýning og stóð yfir í Þjóðmenningarhúsinu í sumar og hin síðari var alþjóðleg og haldin núna í haust í Frakk- landi, nánar tiltekið í bœ sem heitir St. Rémy Lés Chevreuses og er rétt fyrir utan París. Bók- bindararnir Ragnar Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir, kona hans, hafa verið fremst í kraft- miklum flokki bókbindara sem hafa staðið í þessu öllu saman. Eg spurði þau fyrst hvernig þetta hefði allt saman byrjað. R: Allt byrjaði þetta með stofn- un JAM-hópsins, árið 1990. Hann hefur starfað óslitið síðan. Arið 2004 voru óvenju margir nemar í bókbandi og mér fannst að þau fengju ekkert að læra eins og við fengum í gamla daga, þannig að ég bauð þeim bara að vera héma einn dag í viku og leika sér og læra meira. Þau voru sjö og síðar bættust tveir við. J: Hvað var þetta stór hópur sem útskrifaðist? R: Hópurinn sem tók prófið var 17 manns og þar af vom fjór- ir frá Akureyri. Þau á Akureyri hafa í rauninni ekki aðstöðu til að vera með okkur. Eru þó búin að koma sér upp einhverju herbergi. J: Og það er búið að vera mikið að gera hjá ykkur i sumar? R: Við stefndum fyrst á að vera með á norrænu sýningunni og þá bundu þau sína fyrstu alskinnsbók og þegar það var búið voru þær bækur sendar til Svíþjóðar en þessi sýning er farandsýning sem byrjaði í Svíþjóð og kom svo hingað. Þegar þetta var búið var bara tekið fyrir næsta verkefni sem var sýningin í Frakklandi en hún var alþjóðleg keppni sem | 6 ■ PRENTARINN Glaðbeittir bókbindarar með bœkurnar sem fóru á sýninguna í Frakklandi. F.v. Baldvin Viðarsson, Soffia Ólafsdóttir, Elísabet Árnadóttir, Guðlaug Friðriksdóttir, Ragnar Einarsson, Helga Sigurðardóttir, Hinrik Stefánsson, Edda Sigurbjarnardóttir og Nína Guðmundsdóttir. haldin er á tveggja ára fresti þar sem 800 keppendur, alls staðar að úr heiminum, fengu sömu bók til að binda inn, bókina Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Næsta keppni verður 2007 og við eram búin að fá uppgefinn titilinn á bókinni sem verður þá, svo við eram svona aðeins farin að hugsa. Markmiðið hjá mér er að reyna að halda þessum hópi saman og efla þetta svo þetta handverk gleymist ekki, því þeim fækkar sem leggja stund á handbókband. G: Það er t.d. enginn nemi í Iðnskólanum núna að læra bók- band. R: Þau vora fjögur i fyrra og þau kláraðu handverksþáttinn þá og era að taka vélbandsþáttinn núna og taka svo prófið, en þau ætla að koma hingað til að æfa sig. J: Svo var heljarinnar mikil sýning í Þjóðmenningarhúsinu. R: Já það var þessi norræna. Hún kom hingað frá Svíþjóð. Þetta er farandsýning, Svíamir störtuðu þessu og síðan kom hún hingað og héðan fór hún til Danmerkur og fer svo til Finnlands og Noregs og við fáum ekki bækumar okkar fyrr en einhvem tíma á næsta ári. G: Krakkarnir fengu að taka bækurnar sem þau áttu á frönsku sýningunni með sér heim og það verður opnuð sýning á þeim í Þjóðmenningarhúsinu líka. R: Effir að norræna sýningin fór höfðu forstöðukonumar í Þjóð- menningarhúsinu ekkert í stóra flna salinn og gripu það því fegins hendi þegar við spurðum hvort við mættum ekki bara setja upp sýn- ingu og þá á vegum JAM-hópsins, þannig að það var alíslensk í október 2005. .J: Segið mér frá Frakklands- ferðinni. R: Þetta var rosalega skemmti- leg ferð og algjör sumarauki. Við vorum 13 manns, þar af 10 bók- Bóhbindarar útrás

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.