Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 25
Bragi Kristjónsson Merkilegt má það heita, hversu hógvœr og lítillát bókbindara- stéttin hefur œvinlega verið í íslensku menningarlíji og listalífi. Bókband var reyndar fyrrum fremur talið til iðna en lista, en samt sem áður hafa íslenskir bókbindararfyrri tíðar bœði verið frábœrir handverksmenn og listamenn. Að ekki sé minnst á allt gamla sauðskinnsbandið, blindþrykkta, sem varði íslenskar bœkur fyrir fúa og skemmdum um margra alda skeið. Kristján Eld- járn hefur reyndar Jjallað örlítið um Arngrím listmálara og bók- bindara í riti sínu um hann. En fjarska litt hefur verið fjallað um bókband eða bókbindara. Það er t.d. dálítið merkilegt, að i hinu annars innihaldsríka verki Böðvars Kvarans um islenskar bækur og bókamenn er ekki minnst einu orði á bókband eða bókbindara. Sýningarhald á bóklistaverkum er í rauninni nýhafið á Islandi, innan við tveir áratugir eru síðan nokkuð reglulegt sýningarhald hófst á vegum svokallaðs JAM- hóps, sem stofnaður var í Reykja- vík 1989. Fram að þeim tíma voru sýndar bækur bókbindara á iðnsýningum, sem haldnar hafa verið reglulega síðustu 100 árin. Þetta er þeim mun merkilegra, vegna þess að nokkrir íslenskir bókbindarar af yngri kynslóðinni hafa náð umtalsverðum árangri og öðlast viðurkenningar á alþjóðavettvangi íyrir verk sín. Snorra-Edda, bundin af Ragnari G. Einarssyni. Sú hugmynd hefur vaknað að bœkur af þessu tagi gœtu verið til sýnis í sendiráðum erlendis, ekki síður en myndir og málverk. Lengstum hefur umhverfið skynjað bókband sem brúkshlut, raðir fallegra, innbundinna bóka í bókasöfnum og á heimilum safn- ara. Fram eftir 20. öldinni líktu flestir bókbindarar hver eftir öðr- um, þetta voru fyrst og ffemst vandaðir handverksmenn, sem skiluðu nettu verki í vönduðu skinnbandi, með fjórum upp- hleypingum, prýtt vandaðri gyll- ingu, letur oft æði stórkarlalegt til að vera sem sjáanlegast. Það er skondin tilviljun, að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu var einmitt á þeim stað, þar sem áður stóðu tugir hillumetra af slíku bókbandi, uppflettirit og fræði, sem nauð- synleg þóttu á lestrarsal þjóð- bókasafnsins, sem var þar fyrrum. Mér finnst það engin goðgá að ne&a hér þann íslenskan bók- bindara, sem átti einna mestan þátt í því að „endurnýja“ islenskt bókband: Unni Stefánsdóttur bókbandsmeistara. Hún var alin upp á hefðbundnu bókbandsverk- stæði undir leiðsögn Jens Guð- björnssonar bókbandsmeistara, sem stofnaði síðar lítið verkstæði ásamt systur sinni Bentínu og lengi ráku þær systur minnstu menningarmiðstöð í Reykjavík i 12 fm. kjallaraherbergi í miðborg Reykjavíkur. Hún hafði veruleg áhrif á handbragð ýmissa góðra bókbindara uppúr 1960 og til hennar leituðu þekktustu og rík- PRENTARINN ■ 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.