Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 3
Á þessu ári eða þann 2. nóvember voru 25 ár síðan við stofnuðum Félag bókagerðarmanna. Þá gengu Hið íslenska prentarafélag, Bók- bindarafélagið og Grafíska sveina- félagið til samstarfs. Það sem gerði þetta nauðsynlegt þá var þróunin í tækni, sem gerði það að verkum að það var ógjömingur að halda iðngreinunum aðskildum og einnig það að félögin voru það lítil hvert um sig að þau gátu ekki uppfyllt þarfir og væntingar fé- lagsmanna. Við sem vorum i for- ystu félaganna á þessum tíma bárum gæfu til þess að lesa í framtíðina að það væri okkur öllum fyrir bestu að ganga sam- stiga til móts við nýja tækni. En hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð félagsins næstu 25 árin? Við í Félagi bókagerðarmanna stöndum enn á ný við þröskuld nýrra tíma í tæknimálum, segja má að við horfum fram á nýja og gjör- breytta veröld, þar sem tækni í okkar iðngreinum fleygir fram með ógnarhraða og ef við gætum okkar ekki með því að höndla tæknina á hveijum tíma verðum við skilin eftir eða hverfum, en aðrir taka við. Jakob Konur höfum áfram hátt! Það hefur verið okkar gæfa að höndla tæknina á hveijum tíma, ekki beijast á móti henni heldur takast á við breytingarnar með því að sjá til þess að okkar félagsmenn ættu ætíð kost á því besta í endur- og viðbótarmenntun og það gerð- um við með því að stofha Prent- tæknistofnun á sínum tíma og hefur hún verið þungamiðjan í endurmenntun okkar félagsmanna ásamt Fræðslusjóði. Þá sjáum við það að hjá félög- um okkar á Norðurlöndum sem og annarsstaðar í Evrópu eru það menntamálin og endurmenntun sem brenna heitast á félögunum og allir eru að huga að nýjum leiðum í samstarfi við önnur félög m.a. til að halda velli í nýju tækniumhverfi. Ymsar blikur eru á lofti innan okkar iðngreina, sem gætu þýtt fækkun starfa en það er m.a. að Plastprent hefiir keypt prentsmiðju í Lettlandi, Oddi á prentsmiðjur í Póllandi og Bandaríkjunum og Edda miðlun á prentsmiðju í Rússlandi. Þýðir þetta að umbúða- prentun sé að fara úr landi og bóka- og blaðaprentun sé á förum Föstudaginn 2. september sóttu fulltrúar úr stjórn Aftenposten Grafiske Klub frá Noregi okkur heim. Morgunblaðið tók á móti þeim og sýndi þeim ffamleiðsluna til Austur-Evrópu. Sé þetta raun- veruleikinn er ekki sjáanlegt að störfum fjölgi, ffekar að þeim fækki og þetta, ef af verður, gerir félagið veikara. Því er það ef til vill nú þannig að effir þessi 25 ár þurfum við að skoða stöðuna aftur, er FBM nægilega sterkt til að takast á við ffamtíðina eitt og sér eða þurfúm við að leita sam- starfs við önnur iðnaðarmanna- félög? Er áhugi fyrir því að athuga nánara samstarf við önnur félög? Nokkur félög og sambönd eru kostir sem við gætum skoðað og stjóm FBM leggur því til að við athugum alla möguleika sem fyrir hendi era og hefúr því stofúað vinnuhóp innan trúnaðarráðs og stjómar, er hefúr það verkefni að kanna ffamtíðarhlutverk FBM. Á FBM að starfa áfram sem landsfélag (óbreytt) - Hvaða möguleikar eru á samstarfi við önnur félög eða sambönd - Nefúdin hafi það hlutverk að skoða alla möguleika - Hver er besta leiðin fyrir félagið og félags- menn - með tilliti til nýrrar tækni og þróunar í grafísku umhverfi. Nóv. 2005. SÁ í Kringlunni og á Hádegismóum. í framhaldi af heimsókn á Morgun- blaðið tók FBM á móti þeim og sýndi þeim félagsheimilið og kynnti þeim starfsemi félagsins. F.v.: Ketil Sandli, Terje Johansen, Sœmundur Árnason, Trond Schei og Tor Egil Solberg. Heimsókn Altenposten Grafiske Klub prentarinn Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hrafnhildur Ólafsdóttir Jakob Viðar Guðmundsson Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Plötuútkeyrsla: Trendsetter Prentvél: Man Roland 4ra lita. Gutenberg Forsíðuna gerði Alda Jenný Rögnvaldsdóttir grafískur hönnuður. Forsíðan hlaut viður- kenningu í samkeppni Prentarans. PRENTARI NN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.