Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 13
er ekki þannig. í dag geta allir prentað vel, vélarnar í dag eru bara þannig og auðvelt að nálgast fjármagn til að koma sér upp góðum græjum. Þetta var öðru vísi héma áður íyrr. Þá var bara ein fjögurra lita vél og hún var í Odda og þeir tóku öll verkin en núna er þetta allt öðru vísi. Eg er búinn að skipta við mörg prentfyrirtæki og það er eitt sem ég tek sérstaklega eftir og það er það hvað það er rosalega hátt hlutfall af gölluðum vörum. Mér finnst einhvem veginn eins og kúltúrinn í prentbransanum sé eins og þetta sé allt í lagi en það mundu engin önnur íyrirtæki láta svona ffá sér eða telja það eðli- legt og segja bara sem svo „Jæja þú færð bara næsta verk frítt eða við prentum þetta bara aftur eða þú færð 70% afslátt". Það er mjög áhugavert að fylgjast með þessu. Það þarf að breyta hugarfarinu. Eg held að ímynd prentiðnaðarins sé mjög slæm. Þegar ég segi fólki að ég sé lærður prentari þá eru fáir sem vita hvað það er og þeir sem halda sig vita eitthvað halda að þetta sé svona „manual" vinna, færibandavinna. Eg man i gamla daga, þá höfðu prentfyrirtæki ímynd sem há- tæknifyrirtæki, ekki ósvipað og Marel og Össur hafa í dag en það er alveg búið að missa þessa ímynd niður. Þetta eru bara stöðnuð vörumerki. Imyndarmál- in em mjög slæm og af þvi hlýtur að leiða að nýliðun í greininni er slæm líka. Ég trúi ekki að hægt sé að fá bestu einstaklingana í fagið eða yfir höfúð að það sé ásókn í að vinna í þessu, því auðvitað vill fólk vinna í störfum sem em „cool“. Ég hugsaði mikið um þetta þegar ég var hjá Össuri því að það er bara framleiðslufyrirtæki, þarna er verið að burðast með tunnur og slíkt og þetta er eins mikil verksmiðja og þú getur komist í og Marel er alveg eins. En samt er búið að búa til þessa ímynd um að þetta sé alveg ofboðslega erfitt og flókið og „cool“. Þetta vantar prentiðnað- inn í dag, aðra ímynd. Taktu eftir hvernig prentsmiðj- ur auglýsa sig t.d. í sjónvarpi og lceland Express blöðum. Þá eru alltaf myndir af prentvélum og einhverjum prent- græjum. Hvenær myndi Perlan eða eitthvert veitingahús auglýsa sig með því að sýna bara myndir af eldavél- inni sem þeir eiga? Svo er eitt annað. Menn em alltaf að tala um góða þjón- ustu „Já komdu til okkar, það er alltaf heitt á könnunni og komdu og ræddu við okkur og við bara skutlum þessu til þín“ og eitthvað svona. Þetta er ekki þjónusta. Það sem vantar er að fólki sé leiðbeint. Stór hluti af gæðavandamálum sem við höfúm verið að lenda í er að við höfum verið að vinna með hönnuðum sem hafa kannski ekki kunnað að hanna fyrir prent- miðla, þ.e.a.s. hafa ekki þekkt nógu vel inn á ferlið. Um daginn var ég að fá nafnspjöldin mín sem vom prentuð beggja vegna og á glans- pappír og það segir sig sjálft að þetta smitar. Þetta kom í ægilega flottum kassa og ég opnaði hann, tók upp eitt spjald og nuddaði það aðeins og sá að þetta var allt ónýtt og það þurfti að prenta allt uppá nýtt. Það var enginn í prentsmiðj- unni sem sagði „Þetta virkar ekkert svona. Annað hvort þarf að lakka þetta, laminera eða setja þetta á annan pappír". Það myndi ég kalla þjónustu en ekki hvort þeir skutla þessu til mín. Þegar ég segi fólki aö ég sé lærður prentari þá eru fáir sem vita hvað það er og þeir sem halda sig vita eitthvað halda að þetta sé svona „manual'1 vinna, færibandavlnna. Það vantar að hafa vit fyrir kúnnanum. Það gera það öll fyr- irtæki sem eru á neytendamark- aði. Mér finnst stundum eins og prentbransann vanti sjálfsvirð- ingu sem kemur með ímyndar- málum. Ef ímyndin væri góð og menn væru að upplifa sig sem mikilvægan klett í markaðsstarfi fyrirtækja þá gætirðu sest niður og sagt við kúnnann „Ég þekki þetta, ég kann þetta og er búinn að gera þetta oft“. Útskýrt málin og hjálpað kúnnanum þótt hann sé kannski ekki alveg sammála þér þegar þú ert að segja honum til. Hann verður miklu ánægðari þegar hann sér að allt kemur rétt út. Þetta gerirðu bara með því að vera sérfræðingur í því sem þú ert að gera og það gerirðu með betri menntunarmálum, þau eru ekki nógu góð. Ef ímyndin væri betri myndi fólkinu í bransanum líða betur, það kæmi fleira og hæfara fólk inn og nýliðun væri meiri. Þjónustan myndi batna og gæðin aukast, fyrirtækin yrðu sterkari og launin myndu hækka. PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.