Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 10
Rjómapönnukökur og kajji að loknum finwn hádegisverði i Skógasafninu. Afslöppun við golfskálann í Miðdal. til að lifa af hörmungar, eldgos og hamfarir. Sú stúlka, sem ekki kunni að kingsa snælduna þótti ekki spennandi konuefni. I þessum málshætti kemur líka fram, að orðið fðt var líka til í eintölu, en það virðist hafa gleymst í kaupæði nútímans. Nú var haldið til kirkju og þar hefst annar kapítuli. Þar lék Þórð- ur við hvern sinn fingur. Hann söng og lék á orgel tvo sálma og lét alla með seiðandi framkomu taka undir fullum hálsi. Þama var fólk af ýmsu þjóðemi og allir hrifust með og hjörtu kirkjugesta slógu í takt. Snæddur var hádegisverður í Safnahúsinu. Boðið var upp á íslenska kjötsúpu, eins og þær gerast bestar, með gnægð af kjöti og íslensku grænmeti, ásamt ný- bökuðu ilmandi brauði. Þessu var fylgt eftir með rjúkandi kaffi og íslenskum rjómakökum. Þetta var íslensk sveitamáltíð, sannarlega einnar messu virði. Menn spjölluðu saman á hlað- inu eftir matinn og ræddu um öfundina, sem þjakar þá sem minna mega sín og græðgina, sem þjáir þá ríku, hvort hún myndi draga okkur niður. Menn sem væru búnir að græða milljarða gætu ekki hætt. Peningahyggjan væri búin að heltaka þá og myndi kannski fylgja þeim yfir móðuna miklu. Menn væru búnir að gleyma hinni einu sönnu hamingju, sem væri góð heilsa og samvistir við sína nánustu, góðir vinir og gleðin, sem sprettur af fegurð ættlandsins. Ég hef selt hann Yngri-Rauð, og er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Þannig kvað góðskáldið Páll Olafsson eitt sinn dapur í bragði, en hann var stundum dálítið blautur. Seinna skutu vinir hans saman og keyptu hest og gáfu honum, sem var nauðalíkur Yngra-Rauð, kannski aðeins ljúfari og þá tók skáldið gleði sína. Stundum sjá menn ekki hvar gleðin og gæfan er, fýrr en um seinan. Þarna hjá Skógum liggur Fimmvörðuháls, sem er leið yfir í Goðaland í Þórsmörk. Þetta er mjög hættulegur fjallvegur, ef ekki er gætilega farið. Örnefnin á leiðinni benda til þess að betra sé að fara varlega: Brattafönn, Heljarkambur, Kattarhryggir o.fl. Þarna hafa orðið mannskaðar. Tvær danskar stúlkur dóu úr kulda, en þær voru í nælonsokkabuxum, sem héldu frostinu að þeim. Menn hafa drukknað í Skógá og fleiri slys hafa orðið. Nú var ekkert annað eftir en að kveðja Skóga og sagnaþulinn Þórð Tómasson, sem er engum h'kur og það er mannbætandi að kynnast slíkum manni. Lokaáfanginn var Golfskálinn í orlofslandi bókagerðarmanna í Miðdal. Þangað var ekið sem leið liggur yfir Þjórsá, upp Skeiðin, beygt hjá Reykjum, yfir Hvítá hjá Iðu, framhjá Skálholti og farinn vegurinn hjá Efri-Reykjum að Miðdal. í golfskálanum fengum við kaffi og meðlæti og síðan var kirkjan skoðuð, sem er í vörslu þjóðminjavarðar og á sér merka sögu. Ekki er vitað hvort Jón Arason átti þar viðdvöl á leið á vit örlaga sinna í Skálholti 1550, en lík hans og sona hans voru þvegin í Vígðulaug, sem er við Laugarvatn, áður en þau voru flutt norður að Hólum. Nú var lestinni snúið suður og haldið til Reykjavíkur. Þegar við komum að vegamótum Suður- lands- og Vesturlandsvegar, þar sem golfvöllurinn í Grafarholti blasir við úr hárri rútunni, var allt fræga, fína, ríka og fallega fólkið að klára 15. holuna, sem er talin ein sú besta í Evrópu. Rútan okkar var óvanalega há, þar sem undir henni eru miklar töskugeymslur og meira segja legupláss fyrir auka bílstjóra, en rútan var byggð til að flytja ferðamenn daglangt og nætur- langt um alla Evrópu. Bílstjóri okkar í þessari ferð hét Runólfur, frá Sæmundi í Borgarnesi, ákaflega öruggur og gætinn bílstjóri, sem ók alltaf á 90-95 km hraða. Fararstjóri var að vanda Sæmundur Arnason formaður, sem sá um allt sem gera þurfti. Hafi þeir báðir þökk fyrir galla- laust verk. Báðir í KR, báðir með Arsenal, báðir í golji með 17 í forgjöf. 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.