Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 14
2. Heimsþing UNI
leggur línur um skípulagningu á heimsvísu
Þátttakendur dreymir um betri heim með öflugum samtakamætti
Georg Páll Skúlason og Sæmundur Arnason
Imagine!
Framtíðarsýn var mótuð á annarri
heimsráðstefnu Union Network
International (UNI) og fyrir ligg-
ur að vilji er til að þróa samtökin
í alþjóðasamtök. Þrjár áætlanir
voru samþykktar á þinginu sem
fjalla um mannsæmandi vinnu,
(decent work), skipulagningu
alþjóðasamtaka og fjölþjóðafyrir-
tæki. Aætlunum verður fylgt
næstu fimm ár eða til næstu
heimsráðstefnu sem fyrirhuguð er
í Nagasaki árið 2010.
Ráðstefnan sem skoraði á at-
vinnurekendur 21. aldarinnar að
enda kapphlaupið á botninn og
tryggja að réttindi launþega séu
virt um ailan heim dró að sér
1335 þátttakendur (704 með
atkvæðisrétt, 376 áhorfendur og
256 gesti) frá 422 verkalýðs-
félögum í 122 löndum, að með-
töldum 14 aðildarfélögum UNI, í
Chicago frá 22. - 25. ágúst 2005.
Þátttakendur frá Islandi voru:
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og
Stefanía Magnúsdóttir frá Lands-
sambandi íslenskra verslunar-
manna, Sæmundur Arnason og
Georg Páll Skúlason frá Félagi
bókagerðarmanna, Helga Jóns-
dóttir og Anna Karen Hauksdóttir
frá Sambandi íslenskra
bankamanna og Þór Ottesen frá
Rafiðnaðarsambandi íslands. En
auk þessara samtaka á
Póstmannafélag Islands aðild að
UNI.
UNI heiðrar fórnarlömb
Haymarket-átakanna
Chicago á langa sögu sem verka-
lýðsborg. 1. maí varð til þar til
heiðurs þeim sem létu lífið í
Haymarket-viðburðunum 1886.
Kröfiiganga verkalýðsins á Hay-
market-torgi i Chicago breyttist í
óeirðir og röð atburða sem leiddi
til þess að 1. maí var gerður að
alþjóðlegum frídegi verkalýðsins.
Nei við Wal-Mart-væðingu
- seljið hlutabréfin!
Wal-Mart sem er með stærstu
fjölþjóðafyrirtækjum í heimi og
með gríðarlega mikla starfsemi í
USA hefur lagt línuna í því að
greiða léleg laun, neita fólki um
að vera í verkalýðsfélagi, brjóta
rétt á verkafólki og verið í farar-
broddi fyrirtækja sem fara illa
með starfsfólk. Fjöldi lagamála er
í gangi gegn fyrirtækinu t.d.
vegna mismununar í launa-
greiðslum til kvenna. Þingið
hvatti verkalýðsfélög til að beita
sér fyrir því að selja öll hlutabréf
sem lífeyrissjóðir eða önnur fjár-
festingarfélög eiga í Wal-Mart.
Hvatt er til þess að aðilar sem
hafi með fjárfestingar að gera
axli þá ábyrgð að ljárfestingar
séu í ábyrgum félögum og íyrir-
tækjum sem virða rétt verkafólks
og sjái til þess að mynda þrýsting
á fyrirtæki sem ekki sinna þeirri
skyldu, með því að selja hluta-
bréf í slíkum fyrirtækjum.
Amerískur vinnumarkaður
ekki til útflutnings!
ítarleg skoðun UNI á stefnu og
aðferðum á amerískum vinnu-
markaði og skýrsla þar að lútandi
kemst að þeirri niðurstöðu að
tímabært sé að hætta við stefn-
una.
Líklegast er besti dómurinn á
stefnuna að fátækt hefúr aukist í
USA á síðustu 30 árum ffá
11,2% árið 1973 í 12,5% árið
2003 þrátt fyrir að þjóðartekjur
hafi aukist um næstum 70%. Það
að 35 milljónir Bandaríkjamanna
lifi við fátæktarmörk og 44 mill-
jónir ráði ekki við að kaupa
sjúkratryggingar sýnir að vinnu-
markaðurinn hefúr brugðist í því
að skipta hagnaði á sanngjaman
og jafnan hátt í samfélaginu.
Stefnan í USA er engin stefna
fyrir aðra í heiminum og heimur-
inn og Amerika geta gert mun
betur.
UNI: Virðisauki fyrir
félagsmenn - heimurinn
vakni gagnvart „mann-
sæmandi vinnu"
Fyrsti ráðstefnudagurinn var
tileinkaður skýrslu UNI um verk-
efni sem unnin eru í hinum ýmsu
greinum sem eiga aðild að sam-
tökunum, ársreikningum og um-
fjöllun um þemað „mannsæm-
andi vinna“ sem þýðir m.a. að
laun, aðstæður, aðbúnaður og
réttindi séu í samræmi við grund-
vallarsamþykktir ILO.
Fram kom í ræðu Philip Jenn-
ings aðalritara UNI, „Leiðin til
árangurs“, að launafólk í 133
löndum væri undir lögum sem
eru fjandsamleg verkalýðsfélög-
um og réttindum launafólks. Víða
væri ekki réttur til að skipuleggja
sig i félögum, dregið væri úr
tækifærum launafólks, öryggi og
mannréttindum.
Þingið hét því að unnið yrði í
því áfram að aðstoða launafólk til
að skipuleggja sig í verkalýðsfé-
lögum og öðlast virðingu i vinn-
unni hjá fyrirtækjum s.s. DHL,
Quebecor, Verizon og Wal-Mart
sem komu ítrekað fram í umræð-
um sem erfið fyrirtæki í sam-
skiptum við verkalýðshreyfing-
una.
Frá Kólumbíu til Nepal til
Burma hefur UNI brugðist við
verkalýðsátökum hratt og örugg-
lega og oft brugðist við með að-
gerðum innan 24 tíma sem var
loforð UNI á 1. heimsþingi í
Berlín árið 2001.
Eitt af aðalverkefnum samtak-
anna á næstu árum verður að
koma réttindum verkafólks á í
Kína. Við þurfúm að finna leiðir
til að vinna í Kína, ekki aðeins
með verkalýðsfélögum heldur
einnig ffjálsum félagasamtökum.
Þátttakendur samþykktu tillögu
þess efnis að aðstoða við að
byggja upp virk stéttarfélög í
Kína og enda misnotkun fjöl-
þjóðafyrirtækja á kínversku
launafólki.
Fram kom í umræðu að mikil-
vægt væri að umbreyta greina-
skiptingu starfsgreina innan UNI
í alþjóðleg stéttarfélög.
Þingið samþykkti samhljóða
skýrslu um verkefni UNI og í
framhaldi af því voru ársreikn-
ingar afgreiddir og tillaga um
aðildargjöld samþykkt.
Breyting á birtingarmynd
alþjóðavæðingar
Fram kom mikil gagnrýni á IMF
og WTO og birtingarmynd
alþjóðavæðingar. Setja þyrfti fólk
í fýrsta sæti.
Þingið samþykkti ályktun sem
kallar eftir hærri viðmiðunum
félagslegra réttinda fyrir alla.
UNl heitir að starfa með öðrurn
aðilum innanlands og á alþjóð-
legum vettvangi við að kynna og
þróa félagslegt öryggi og bæta
14 ■ PRENTARINN