Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 7
Ein af bókunum glœsilegu. Hér er búið að klæða spjöldin með silki. bindarar, þarna í 25 stiga hita alla dagana, í heila viku. Við stíluðum uppá að ná í endann á sýningunni og vorum á henni í tvo daga. Sýningin var haldin í litlu fallegu þorpi u.þ b. 45 mínútna lestarferð frá París og þar voru bækur frá öllum heimshornum. J: Þetta var keppni, var það ekki? R: Jú. J: Og hvernig stóðuð þið ykkur í samanburði við hina? R: Við erum bara mjög sambærileg þegar á heildina er litið; ekkert síðri. G: Við erum vel fyrir ofan meðallag, þó svo að við höfnuð- um ekki í verðlaunasæti. J: Nú fengu allir þátttakendur sömu bókina, hvernig gekk það fyrir sig? G: í ár er hundrað ára ártíð Jules Verne og honum til heiðurs voru allir þátttakendur látnir binda inn bók eftir hann. R: Það voru prentuð 800 ein- tök og allir fengu sömu arkimar og nokkrar myndir sem átti að setja inní hér og þar og Guðlaug fékk hugmynd með litunum á bókunum, einskonar regnboga- þema og það var unnið út frá því. G: Við gerðum það þannig að við tókum litina og síðan leiðina sem hann fór, ferðasöguna; hann fer í kring um jörðina og við stíl- uðum inná tímabil og byrjuðum á London, brúnu bókinni. Síðan fer það yfir í rauðu bókina sem er París, svo er það Ítalía og Suez og svo Indland og Kína og síðan yfir til Bandaríkjana, San Francisco og New York, og þetta endar svo í Edinborg. Alltaf var hann að keppa við klukkuna til að ná réttum tíma. Við erum með klukkuþema sem er gyllt eða þrykkt á. R: Það var ein sem útvegaði klisju af vasaúri og við skikkuð- um alla til að setja hana einhvers staðar á bókina. G: Síðan er þemað ofan á snið- unum sem táknaði filmuna, því að við munum ekkert eftir þessari sögu öðru vísi en sem kvikmynd. Titillinn er eins og filma líka. En hver bók getur auðvitað staðið fyrir sig. R: En svo var verið að kenna meira en bara framhliðina. Þau voru að læra að búa til skinnfals inn í bókina og að klæða spjöldin að innan með silki. Ferðin endaði svo með ágætum á Islandinu góða eftir að búið var að skoða söfn og kennileiti Parísarborgar ásamt kaffibörum og verslunum. J: Flvað er svo framundan? R: Það er norræn keppni eftir þrjú ár og Islendingar verða í forsvari fyrir henni. Hún verður haldin hérna og verður síðan send áfram sem farandsýning. Mér finnst hópurinn sem hefur áhuga á þessu fara stækkandi. G: Það var Islendingur þama úti í París, sem heitir Sveinbjörn Blöndal, sem tók á móti okkur. Hann er mikill bókavinur og hann var að tala um það að Frakkar væru sú þjóð sem mæti bókband hvað mest. I Frakklandi er litið á bókband eins og hverja aðra listgrein. Þeir meta allar þessar skreytingar og allt sem gert er í bókbandi eins og hverja aðra myndlist og viðurkenna þetta sem listform. J: Nú eru tónlistarmenn farnir að nýta sér þetta. Hafið þið séð nýja diskinn með Sigur Rós? G: Já. Eg hugsa að það séu áhrif héðan og veistu vegna Bœkurnar góðu. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.