Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 18
vitað er um, var Andrés Kjerúlf (1822-1892) úr Fljótsdal, en hann fékk sveinsbréf hjá Grími árið 1841. Gísli Sölvason var vinnu- maður og bókbindarasveinn hjá Grími 1845, þá 26 ára. Hann starfaði síðan við smíðar og bjó á ýmsum stöðum. Hann dó 2. ágúst 1865 í smiðju á Þingeyri i Dýra- firði. Að sögn bar dauða hans að með þeim hætti, að hann drekkti sér í vatnsfötu sem þar var í smiðjunni og var höfuð hans niðri í fotunni er að var komið. Vigfús Sigurðsson var hjá Grími 1849-51, eftir að hafa fengið undirstöðukennslu í Kaupangi hjá Erlendi Olafssyni. Sagði Vigfús síðar að tíminn hjá Grími hefði verið nokkuð sem aldrei skyldi verið hafa. Bjó Vigfús síðar um tíma á Akureyri og hafði bókband að aðalatvinnu. Olafur Olafsson frá Fjöllum, síðar Lóni í Keldu- hverfi, var hjá Grími 1852-53, um sama leyti og Arngrímur Gíslason. Ari Jónsson og Þor- steinn Þorsteinsson voru þar samtímis um 1855 og Jón Jó- hannesson og Stefán Daníelsson 1858, en Jón var bróðir konu Gísla á Saurum. Þorgrímur Laxdal lærði bók- band hjá föður sínum og starfaði við það, en hann flutti til Vestur- heims 1873 og lést í Minnesota 1897. Svo er að sjá á auglýsingu frá Grími Laxdal vorið 1862, að hann hafi þá selt bókbandsverk- færi sin er hann flutti að Neðri- Dálkstöðum. Þá voru á Akureyri bókbindar- arnir Jón Borgfirðingur og Frið- björn Steinsson. Jón var Jónsson og frá Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði. Hann dreymdi í æsku um að ganga skólaveginn, en efhi voru ekki til þess. Náði hann þó ágætri sjálfsmenntun með lestri bóka. Um tvítugt fór hann í vinnu- mennsku á Hvanneyri, á Hvítár- völlum og víðar. Haustið 1852 fluttist hann til Reykjavíkur, því þar voru bækurnar og menningin, sem hann sóttist eftir. Ekki tókst honum að komast í skóla, eins og hann vonaðist eftir, en réðst sem prentnemi til Einars Þórðarsonar, en hvarf frá því eftir skamman tima og réðst í þess stað í bók- | 18 ■ PRENTARINN söluferðir fyrir Einar og Egil Jónsson. Jón hafði áður en hann kom til Reykjavíkur, reynt að komast að sem nemi Egils í bókbandi. Hefur hann talið það hið næsta sem hann kæmist daglegri umgengni við bækur, en fékk endanlega höfnun í bréfi frá Agli, dagsettu 5. mars 1852: “Ekki er hægt að verða við bón yðar, mót sannfær- ingu minni, mig minnir ég segði yður í sumar að þér væruð of gamlir og það finst mér enn, til þess að geta lært nokkuð að gagni. Það eru ýmsir sem eru að fala að komast til mín að læra bókband en ég neita öllum, annað hvort tek ég unglingspilt eða full- tíða mann sem kann handverkið þegar ég bæti við mig manni.” Þegar Jón komst ekki í bók- bandsnám í Reykjavík, leitaði hann fyrir sér annars staðar og hafði samband við Erlend Ólafs- son í Kaupangi. Erlendur svaraði Jóni 28. desember 1853: “Ég hefi skilvíslega meðtekið bréf frá yður dagsett 9. okt. þess innifelandi i hvort fáanlegt væri af mér að kenna yður bókband, þar þér eigi fáið niður komist siðra hjá bókbindara þar. Læt yður þess vegna vita að ef þér viljið hætta á það að koma Norð- ur, þá skal ég taka á móti yður í áminstu skyni og þó ég nú ekki geti samið um skilmála, þá hljót- um að gjöra okkar á milli þetta ásættandi. Þá vil ég lofa yður því, að þeir skuli ekki verða svo óaðgengilegir fyrir yður.” Erlendur tók við honum og tók Jón sig upp í júní 1854 og var kominn til Kaupangs 9. júlí. Jón Jónsson hafði tekið upp nafnið Borgljörð, en breytti því í Borg- firðing um haustið. Var hann síðan aldrei nefndur annað en Jón Borgfirðingur. Samhliða náminu fór Jón í bóksöluferðir fyrir Erlend. Haustið 1855 keypti hann af sínum fátæku efhum verkfæri til bókbands. A meðan á náminu stóð var Jón mikið að velta fyrir sér fram- tíðinni, hvar hann vildi setja sig niður og hafði hann helst í huga að halda vestur í Flatey eða aust- ur í Múlasýslur, en þar var eng- inn bókbindari. En þann 14. mai 1856 fór Jón frá Kaupangi til Akureyrar og settist þar að sem bókbindari og bóksali. Fékk hann áður smíðaðar fyrir sig bókapressur og fleiri verkfæri til bókbandsins á Kaup- angi. Samt sagði Jón ekki alveg skilið við Kaupang, þvi hann var þar áfram við bókbandsnámið hjá Erlendi. Voru Jón og Magnús Steindórsson þar samtímis í námi. Um haustið 1856 kom Stefán Stefánsson, sem lengi var sveinn hjá Agli Jónssyni í Reykjavík, að austan til að vera á Akureyri um veturinn. Stefán þótti góður bók- bindari og hafði því möguleika að fá nóg að gera á Akureyri þennan tíma, þótt nógu margir bókbindarar væru þar fyrir. Stefán og Jón Borgfirðingur tóku saman handrit að reglum fyrir bókband sem er varðveitt í af- skrift í Landsbókasafni Islands. Er í þeim reglum lýst aðferðum við þær bókbandsgerðir er tíðk- uðust þá. Arngrímur Gíslason samdi síðar svipað rit, en þó ýtar- legra. Jón fékk sveinsbréf 15. febrúar 1858. Hann batt nokkuð fýrir amtmanninn á Friðriksgáfu, t.d. í apríl 1859, er hann sótti fullt koffort af bókum til amtmannsins og Sveins Þórarinssonar amtskrif- ara. Jón fékk send efni til bók- bandsins frá Páli Sveinssyni í Kaupmannahöfn og fékk hjá honum lista yfir ýmsa máta með að gylla, en ekki í að marmorera því Páll taldi sig ónýtan í því, þar eð hann hefði aldrei lært það, og kunnu það fæstir meistaranna í Kaupmannahöfn. Til gamans má geta þess að veturinn 1861-62 bjó Jón i litlu timburhúsi, þar sem nú er Aðal- stræti, sem varð síðar þekkt sem Nonnahús, en þar ólst upp Jón Sveinsson rithöfúndur. Jón Borgfirðingur var í miklu basli með að láta enda ná saman á Akureyri. Sérstaklega var vetur- inn 1864-65 erfiður, hafði hann lítið að binda þegar út á leið og átti mjög lítið viðurværi handa sínum. Bóksalan hafði einnig gengið skrykkjótt og má um kenna mörgum harðindaárum norðanlands um og eftir 1860. Jón leitaðist eftir því í 10 ár að komast til Reykjavíkur og ritaði Nokkrar bœkur i velsku bandi í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þœr eru merktar á kjöl með nafni Jóns Borgfii'óings og nokkuð áreiðanlega innbundnar af honum i eigið safn, enda bera þœr með sér að vera bundnar af sama bókbindara. um það bæði Jóni Ámasyni og Einari Þórðarsyni, en þeir ýmist hvöttu hann til að setjast að í Reykjavik eða löttu hann þess. Varð það þó úr að Jón Borg- firðingur fluttist til Reykjavíkur í júlí 1865. Hafði hann lítið að gera ffarn á haustið og átti erfitt uppdráttar. Þegar vetraði fékk hann töluvert að binda, helst fyrir Eggert stúdent Briem, sem var á prestaskólanum. 1. desember hóf Jón störf sem lögregluþjónn og starfaði við það þar til 1888. Hann hélt samt áfram að binda fyrir sig og sína og einnig eftir að hann fluttist aftur til Akureyrar 1894. Þótt Jón hafi ekki haft bók-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.