Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 4
Dimmalimm 2006 Björk Bjarkadóttir myndlistar- kona hlaut Islensku myndskreyti- verðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá! sem fram fór í Gerðubergi laugardaginn 25. nóv s.I. Harpa Þórsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd lista- konunnar, sem er búsett í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn. I dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðing- ur, Kalman le Sage de Fontenay grafískur hönnuður og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. Formaður dómnefndar, Aðalsteinn Ingólfsson, ávarpaði gesti og lagði fram álit dómnefndar: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barna- bók sem innihéldi frumsaminn, hugmyndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndimar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók fer í f\ Harpa Þórsdóttir, sem tók á móti verðlaununum fyrir hönd Bjarkar, Aðalsteinn Ingólfsson, formaður dómnefndar og lítil vinkona Bjarkar. Það er gaman að lesa með Dimmalimm! sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síð- an ætlað að hvetja bæði útgefend- ur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dómnefnd- ar að í ár sé meiri fagmennska ríkjandi í myndskreytingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvem þátt í þeim framförum. Það má ekki síst þakka ýmsum forritum sem bjóðast innan tölvu- tækninnar. Um leið virðist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímyndaraflsins, þannig að svipuð höfundareinkenni em á bókum eftir aðskiljanlega höfunda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og málaðar í höndunum, sem höfð- uðu mest til dóntefndar, þar með talin auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómefndar allar götur frá því stofnað var til Dimmalimm- verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sérkennilegan og ísmeygilegan frásagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt utn síður með skemmtileg- um hætti, og hefur vit á að tæpa á margvíslegum þáttum þannig að glöggur lesandi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi. Bókin, sem hér um ræðir er AMMA FER í SUMARFRÍ, texti, myndir og útlit eftir Björk Bjarkadóttur, útgefandi Mál og menning." Forlögin - Prentstaður íslenshra bóka í Bókatfðlndum 2006 Bókaútgáfur ísland Útlönd Samtals Edda útgáfa 40 32.3% 84 67.7% 124 JPV 46 60.5% 30 39.5% 76 Háskólaútgáfan 38 100.0% 0 0.0% 38 Setberg 8 30.8% 18 69.2% 26 Skjaldborg 0 0.0% 25 100.0% 25 Skrudda 10 43.5% 13 56.5% 23 Salka 12 57.1% 9 42.9% 21 Bókaútg. Hólar 21 100.0% 0 0.0% 21 Bjartur 17 85.0% 3 15.0% 20 Hið ísl. bókm.fél. 16 100.0% 0 0.0% 16 Samtals 208 182 390 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.