Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 11
Uppsagnarfrestur Uppsagnarfrestur á vinnu af beggja hálfu, starfsfólks og atvinnurekenda, skal vera sem hér segir: • Fyrstu tvær vikumar í starfi er enginn uppsagnarfrestur • Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurek- anda: Ein vika • Eftir 3 mánuði samfellt hjá sama atvinnurek- anda: 1 mánuður m.v. mánaðamót • Eftir 2 ár samfellt hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót • Eftir 3 ár samfellt hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót Uppsögn skal vera skrifleg. Eins mánaðar uppsagnarfrestur og lengri miðast við mánaðamót. Akvæði greinar 8.8.1. kemur að fuilu í stað ákvæða 1. gr. laga nr. 19/1979 um uppsagnarfrest. Endurmenntun Réttur til endurmenntunar i vinnutíma Bókagerðarmenn skulu eiga kost á að sækja eftirmenntunamám- skeið á vegum Prenttæknistofn- unar til að fylgjast með breytingum í bókagerðargreinum og falla að starfsemi fyrirtækisins. Við það skal miðað að árlega geti þeir varið allt að 24 dagvinnustundum til námskeiðssetu án skerðingar á föstum launum þó þannig að a.m.k. helmingur námskeiðs- stunda sé í þeirra eigin tíma. Jafnt bókagerðarmaður sem og vinnu- veitandi geta haft frumkvæði að námskeiðum. Tími til námskeiðs- setu skal valinn með hliðsjón af verkefnastöðu viðkomandi fyrir- tækis. Trúnaðanráð FBM Framboðsfrestur vegna trúnaðarráðs FBM tímabilið 7. nóvember 2006-31. október 2008 rann út 3. október s.l. Einn listi barst og er því sjálfkjörið í ráðið. FBM óskar nýkjörnum aðilum velfarnaðar í starfi og þakkar þeim sem setið hafa í ráðinu fyrir störf í þágu félagsins. Eftirtalin voru í kjöri: Elín Sigurðardóttir, 365 prentmiðlar Emil H. Valgeirsson, Hvíta húsið Hallgrímur P. Helgason, ísafoldarprentsmiðja Helgi Jón Jónsson, OPM Hinrik Stefánsson, OPM Hrefna Stefánsdóttir, íslenska auglýsingastofan Kristín Helgadóttir, Prentsmiðjan Oddi Kristján S. Kristjánsson, Plastprent Marsveinn Lúðvíksson, Litróf Oskar Jakobsson, Litlaprent Ólafur Sigurjónsson, Hjá Guðjónó Páll Heimir Pálsson, Ásprent-Stíll Reynir Samúelsson, Prentmet Róbert Ericsson, Prentmet Sigrún Karlsdóttir. Prentsmiðjan Oddi Sigurður Valgeirsson, Hvíta húsið Tryggvi Þór Agnarsson, Plastprent Þórgunnur Sigurjónsdóttir, OPM Starfslok Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá sama fyrirtæki, er uppsagnar- frestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara. Framangreind ákvæði gilda einnig ef starfsmaður nær tilskildum aldri á uppsagnarfresti. Varamenn: Gunnar R. Guðjónsson, Morgunblaðið Guðntundur Guðbjömsson, Svansprent Halldór Þorkelsson, Prentmet Kristín Björk Einarsdóttir, Morgunblaðið Reynir S. Hreinsson, Litlaprent Snæbjörn Þórðarson, Ásprent-Stíll PRENTARINN ■ 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.