Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 9
í lögum nr. 129/1997 um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða er valkvæð heimild sjóðfélaga í lífeyrissjóð- um að skipta ellilífeyrisréttindum. Lffeyrisréttindi eru oft verðmæt- asta eign hjóna og því mikilvægt að þau ræði sín á milli hvernig þeim skuli ráðstafað. I eftirfarandi grein verður stiklað á stóru um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að unnt sé að skipta ellilífeyris- réttindum. Einnig eru þeir sjóð- félagar sem eru að íhuga skipt- ingu ellilífeyrisréttinda sinna hvattir til að hafa samband við lífeyrisdeild sjóðsins og þiggja ráðgjöf varðandi málið. Eftirtalin skilyrði þarf að uppfylla: Skipting ellilífeyrisréttindanna tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í • hjúskap, • óvígðri sambúð eða • staðfestri samvist. Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttind- um sínum. Heimilt er að fram- selja til makans allt að helmingi ellilífeyrisréttindanna. Skiptingin skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjúskap- ur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða mun standa. Skipting ellilífeyrisréttind- anna er tvíþætt • I fyrsta lagi er hægt að skipta þegar áunnum ellilífeyrisrétt- indum. • I öðm lagi er um að ræða skipt- ingu þeirra ellilífeyrisréttinda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptingu rétt- indanna hefur verið gert. Skipt- ingin getur því varðað réttindi í nútíð, fortíð og framtíð. Verður nú gerð nánari grein fyrir þess- ari skiptingu og þeim atriðum sem gæta þarf að í framkvæmd. Skipting áunninna réttinda Þessi skipting þarf að eiga sér stað eigi síðar en sjö ámm áður en taka ellilífeyris getur fyrst haf- ist. Það skilyrði er sett í lögunum að heilsa sjóðfélagans dragi ekki úr lífslíkum hans. Aðeins má skipta þeim réttindum sem áunn- ust meðan hjúskapur, sambúð eða samvist varði. Þá er ennfremur sett það skilyrði að heildarskuld- binding viðkomandi lífeyrissjóða hvorki aukist eða minnki við skipt- inguna. Þetta þýðir að sá hluti ellilífeyrisréttindanna sem kemur í hlut makans verður annað hvort skertur eða aukinn og þá í sam- ræmi við aldur og kyn hans. Þegar þessi skipting hefur farið fram er hún ekki afturkallanleg. Skipting framtíðarréttinda Um er að ræða skiptingu þeirra ellilífeyrisréttinda sem ávinnast í framtíðinni og þar til hjúskap, sambúð eða samvist er slitið. Ef um er að ræða samkomulag um skiptingu framtíðarréttinda bera aðilar hvor um sig ábyrgð á því að kynna það fyrir þeim lífeyris- sjóðum sem þeir kunna að hefja greiðslu iðgjalda til síðar. Samningseyðublað Landssamtök lífeyrissjóða hafa látið útbúa samningseyðublað sem sjóðfélagar og makar þeirra geta nálgast á skrifstofu Samein- aða lífeyrissjóðsins. Uppsögn samkomulagsins Vert er að geta þess að þegar um er að ræða skiptingu á núverandi ellilífeyrisgreiðslum og framtíðar- réttindum gerir samkomulagið ráð fyrir því að hvor samningsaðili geti sagt upp ákvæðunum með þriggja mánaða fyrirvara enda standi aðrir samningar eða fyrir- mæli því ekki í vegi. Heimild til töku lífeyris frá 65 ára aldri og 7 ára reglan A ársfundi Sameinaða lífeyris- sjóðsins þann 23. maí s.l. var samþykkt heimild fyrir sjóðfélaga að hefja töku lífeyris við 65 ára aldur, frá 1. janúar 2007. Hér er um mjög jákvæða breytingu að ræða, en hafa ber þó í huga reglur varðandi skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna. Ef hjón ákveða að skipta áunnum lífeyrisréttindum milli sín, þarf ákvörðunin að liggja fyrir 7 árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist í líf- eyrissjóðum beggja aðila. Þetta þýðir að ef heimild til töku lífeyr- is er frá 67 ára aldri hjá lífeyris- sjóðum beggja hjóna þá þurfa þau að ákveða fyrir 60 ára aldur hvort þau ætla að skipta ellilífeyrisrétt- indunum á milli sín. Ef heimild til töku lífeyris er frá 65 ára aldri hjá báðum eða öðru hjónanna þurfa þau að ákveða skiptingu réttinda fyrir 58 ára aldur. Sama á við ef heimild til töku lífeyris er frá 60 ára aldri hjá öðrum aðilanum, þá verður ákvörðun um skiptingu að liggja fyrir þegar þau eru 53 ára. Þeir sjóðfélagar sem eru að íhuga skiptingu ellilífeyrisréttinda sinna eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn sjóðsins og þiggja ráðgjöf varðandi málið. Kristján Örn Sigurðsson Árlegt jólakaffi eldri félaga var haldið fyrsta sunnudag í aðventu 3. desember s.l. Félagsmenn nutu tónlistar sem þeir Jakob Viðar Guðmundsson, prentsmiður, prentari og trúbador og Snorri Amars- son, smiður og trúbador fluttu. Einnig kom Einar Már Guðmunds- son rithöfundur og las uppúr Ijóðabók sinni Ég stytti mér leið fram- hjá dauðanum. PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.