Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 27
smátt bæst við þau kjör sem við búum við í dag. Það er ekki víst að þeir sem yngri eru og vinna í bókbandsstofunum núna geri sér grein fyrir hvað mikil vinna og barátta liggur á bak við þau kjör sem þeir lifa við í dag. Það þykir t.d. flestum sjálfsagt að hafa 5 daga vinnuviku og frí á laugardögum. 40 stunda vinnuvik- an vannst að mestu fyrir baráttu bókagerðarmanna. Lífeyrissjóðir bókbindara og prentara voru stofnaðir 10 árum fyrr en hjá almennu verkalýðsfélögunum. Grétar Sigurðsson var formaður Bókbindarafélagsins þegar það náðist fram. Styrktar- og sjúkra- sjóðir voru stofnaðir mjög fljótt og voru undanfari hins almenna sjúkrasamlags og trygginga í landinu. Margir hafa notið þess í ríkum mæli. Fræðslusjóður og Endurmenntunarsjóður hafa styrkt námskeiðahald og ýmiskonar endurmenntun í sífellt tæknivædd- ara þjóðfélagi. Þá hefur Atvinnu- leysistryggingasjóður verið félög- um okkar góð vöm á atvinnuleys- istímum. Orlofsmálin hafa batnað mikið, bæði það að orlof hefur verið aukið í 25 og 28 daga og þar að auki getur fólk fengið vetrarorlof. Þá hafa verið byggð orlofsheimili sem fólk hefur notað óspart allan ársins hring. Nú em framundan viðsjárverðir tímar í atvinnumálum lands- manna. Menn virðast stundum vera búnir að gleyma því að það kostaði fómir að fá það allt fram sem hér er nefnt. Ég vil því hvetja menn til að halda vöku sinni og standa fast á því sem áunnist hef- ur í gegnum tíðina. Svanur Jóhannesson Heimildir: Fundargerðarbækur bókbindarafélaganna. Fundagerðarbók Félagsbókbandsins. Pétur G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu eftir Harald Jóhannsson (1978). Bókbindarar í Félagsbókbandinu 1911. Frá vinstri: Guðbjörn Guðbrandsson, Guðgeir Jónsson, Björn Boga- son, Ingvar Þorstéinsson. Allir hafa verið formenn samtaka bókbindara. Myndina tók Júlíus Björnsson bók- bindari, síðar rafvirkjameistari og raftœkjakaupmaður í Reykjavík. félagsins í þeirri nefnd sem kjörin var af verkalýðsfélögunum til þess að vinna að undirbúningi að stofnuninni vom Þorleifur O. Gunnarsson og Gísli Guðmunds- son. Þorleifur, sem þá vann hjá Guðmundi Gamalíelssyni, var formaður nefndarinnar. Lífsbaráttan var hörð Pjetur G. Guðmundsson hafði mörg jám í eldinum. en það var ekki alltaf auðvelt fyrir hann og þessa frumherja verkalýðshreyf- ingarinnar að brjótast áfram í lífsbaráttunni. Ég get nefnt ykkur sem dæmi að þessi framsýni maður, Pjetur G. Guðmundsson, sem einnig stóð fyrir því að stofna Verkamannafélagið Dags- brún 9 dögum fyrr en hann stofnaði Bókbindarafélagið, var líka á þessum tíma forsvarsmaóur Pöntunarfélags verkamanna í Reykjavík. Hann var nú lögsóttur vegna fjárhagslegra skuldbind- inga, sem hann tókst á hendur vegna félagsstarfa sinna. Þær skuldbindingar vom aðallega tilkomnar vegna kaupa á heilum skipsfarmi af kolum fyrir Pöntun- arfélagið. Kolin reyndust síðan vera gölluð og var ekki hægt að selja þau nema fyrir minni fjár- hæð en keypt var fyrir. Auk þess var um að ræða húsaleiguskuldir Pjeturs. Óvildarmenn hans létu kaupa upp skuldir hans. Pjetur fékk sér þá lögfræðinginn Jón Laxdal tónskáld til þess að hjálpa sér í þessu máli. Það endaði með því að Pjetur samdi við lánar- drottna sína um að þeir féllu frá aðför að honum, en þeir bundu þá samkomulagið því skilyrði, að hann flyttist úr bænum. Þetta varð til þess að Pjetur fluttist til Bol- ungarvíkur og bjó þar um tíma. Þannig losnuðu afturhaldsmenn- imir í Reykjavík við Pjetur um nokkurt skeið en það var nú ekki lengi. Enn var stofnað félag Hann kom síðan aftur til Reykja- víkur, en þá höfðu orðið mikil umskipti í verkalýðsmálum og öllum þjóðmálum. Pjetur varð eftir þetta ekki lengur í farar- broddi verkalýðshreyfingarinnar, en hann var óefað helsti forystu- maður hennar á ámnum 1905- 1914. Þó skeði það 1934 að hann varð til þess að endurvekja enn einu sinni félagsskap bókbindara þegar félag þeirra hafði ekki verið starfandi um nokkurt skeið. Hann var kosinn formaður nýs félags sem hét þá Bókbindarafélag Reykjavíkur. Nafni þess var síðan Svanur Jóhannesson. breytt upp úr 1950 í Bókbindara- félag Islands og það gert að lands- félagi. Starfaði það síðan óslitið til ársins 1980 að það sameinaðist öðmm bókagerðarmönnum í Félagi bókagerðarmanna. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan á þessum fyrstu ámm frumherjanna. Margar omstur hafa verið háðar og stundum grimmilegar. Stundum höfum við þurft aó láta undan síga og gefa eftir af kröfum okkar, en alltaf hefur samt samtakamátturinn sigrað að lokum og smátt og PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.