Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 12
í Kolding í Danmörku er áhuga- verður skóli sem gaman er að skoða nánar. Þarna hafa nokkrir íslendingar verið við nám og líkað vel. Þeir eru 14 þama núna og ein af þeim er Hrafnhildur Olafsdóttir sem var að vinna á auglýsingadeild Morgunblaðsins áður en hún ákvað að leggjast í víking og innrita sig í þennan skóla. Prentarinn sló á þráðinn til hennar til að forvitnast um lífið og tilveruna þarna úti. Hvers konar skóli er þetta sem þú ert í? Skólinn heitir Ceu Kolding og er stór iðnskóli þar sem kennt er í nokkrum deildum, m.a. mat- reiðsla, bílvirkjun, hárgreiðsla og fleira. Minn skóli er sérskóli innan þessa skóla og heitir Nordic Multimedia Academy NoMA og útskrifar fólk með diplómu í margmiðlun. Hvar er skólinn? Hann er í Kolding sem er 50.000- 60.000 manna bær á Suður- Jótlandi. Hér er rólegt og gott að vera, bærinn er ekki of stór en samt er hér allt til alls, öflugt íþróttastarf, stór verslunarmið- stöð, leikhús, tónleikastaðir og fullt af menningarviðburðum í hverjum mánuði. Hvers konar nám er þetta? Námið er diplómu-nám í marg- miðlun, það er bæði kennt á dönsku og ensku og því skiptast nemendurnir í danskan bekk og alþjóðlegan bekk, þeir eru flestir frá Danmörku, Islandi og Finn- landi. Flest verkefni eru unnin í hópavinnu og tengjast stundum atvinnulífinu, t.d. hönnun á vef- síðum eða gerð sjónvarpsauglýs- inga fyrir fyrirtæki. Nemendur fá oftast frjálsar hendur í nálgun að verkefnum og því er útkoman ansi skrautleg, allt frá myndbönd- um um skaðsemi reykinga til tölvuleikja þar sem markmiðið er að kála kennurunum. Er fólk þarna frá miirgum lönd- um og þá kannski einhverjir fleiri Islendingar? Nemendurnir sem eru núna í skól- anum eru frá Danmörku, Finn- landi, Islandi, Englandi, Færeyj- um og svo komu tveir frá Kína í haust, þannig að hópurinn er nokk- uð fjölbreyttur. Við íslendingamir emm einir 14 í skólanum núna og skiptumst jafnt á fyrsta og annað ár, en þessi skóli liefur verið mjög vinsæll meðal Islendinga og ég held að þeir hafi verið milli 15 og 20 sem útskrifuðust síðasta vor. Hvaö er þetta langt nám? Námið er tvö ár, fyrsta árið eru kennd fjögur fög, hönnun, forrit- un, viðskiptafræði og markaðs- fræði. A síðara árinu velur nem- andinn sér fag til sérhæfingar og skiptist þá námið í hönnun, forrit- un og verkefnastjórnun. Ertu búin aó velja þér eitthvert fag á siöara árinu? Ég valdi mér verkefnastjórnun sem sérhæfingu, fyrst og fremst vegna þess að ég hef lítinn áhuga á forritun og það sem kennt er hér í hönnunartímunum er ég flestallt búin að læra, bæði í prentsmíðinni heima og þar á undan á hönnunar- braut Iðnskólans. Það kom sjálfri mér líka á óvart að ég hefði svona mikinn áhuga á skipulagshliðinni á verkefnunum og þá sérstaklega að ég gæti haldið utan um 60-100 síðna skýrslur og áætlanir um verkefni og munað hvað stendur á flestum síðunum. En það sem gerir þetta svona skemmtilegt er fyrst og fremst bekkjarfélagamir og krafturinn í kennurunum, þeir eru mjög drífandi. Þú vannst hcr heima sem prent- smiöur. Hvaö kom til aö þú dreifstþig til útlanda i nám? Ég var alltaf að leita mér að námi til að bæta við prentsmíðina enda þýðir ekkert að hætta að læra ef maður ætlar að endast í þessum geira. Ég sá auglýsinguna og leist vel á það sem skólinn hafði upp á að bjóða, alþjóðlegan bekk og mikla verkefnavinnu. Þetta nám er frítt, það eru engin skólagjöld og lítill bókakostnaður og lífsins nauðsynjar eru talsvert ódýrari hér í Danmörku en heima á Islandi, ég hefði alveg örugglega þurft að vinna með skólanum hefði ég farið í sambærilegt nám heima. Svo er líka svo auðvelt að flytja til Danmerkur þetta er svip- að því að flytja utan af landi og til Reykjavíkur og tungumálið er ekkert mál, maður er kominn með kartöfluhreiminn á hreint eftir smátíma. Er þetta lánshæfl nám? Námið er lánshæft og duga náms- lánin mun betur til framfærslu hér í Danmörku en þau gera heima á fslandi. Hvernig er fyrir nemendur þarna að verða sér úti um húsnœði? Utvegar skólinn það eða verða nemendur að sjá um það sjálfir? Nemendumir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði. Þeir fá þó oftast hjálp frá einhverjum sem er í skólanum því að á vorin hefur skólinn haldið kynningarfund á Islandi og þar talar vanalega einn nemandi úr skólanum og tekur að sér hlutverkið að vera hálfgerður námsráðgjafi fyrir þá nemendur frá íslandi sem koma í skólann að hausti. Ég tók þetta að mér síð- asta vor og hjálpaði þónokkmm að finna sér íbúð fyrir haustið. Svo þegar fólk er komið út til Kolding þá hjálpast allir í skólan- um við að útvega ódýr húsgögn og sýna nýju nemendunum hvar allt er, enda vomm við í sömu 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.