Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Grænlandsvinurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 7
Desembér 1954 GRÆNLANDSVINURINN Innlimun Grænlands í Danmörku rædd á Alþingi 19. nóvember 1954 Þingsályktunartillögu þá, sem hér er birt aö framan, hefur hr. alþingism. Pétur Ottesen þingm. Borgfirðinga flutt á Alþingi, að efni til, nú um mörg undanfarin ár. En það virð- ist aldrei hafa verið tími til þess að taka hana til endanlegrar afgreiðslu, og það liggur í augum uppi að aðgerðir og vilji undanfarinna ríkisstjórna eða vissra manna innan þeirra Jiafa komið til leiðar þeirri meðferð á þessu máli, því það er alkunna að ríkisstjórnin hefur það jafnan í hendi sinni hvorþ mál eru afgreidd á Alþingi eða látin daga uppi í nefnd. En fösludaginn 19. nóvember á því herrans ári 1954, að afliðnu miðdegi, virðist ríkisstjórnin hafa vaknað af værum blundi og boðaði nú alþingismenn til samkomu á lokuðum fundi á Alþingi, í sameinuðu þingi. Tillaga ríkisstjórnarinnar. Lagði ríkisstjórnin þar fram svohljóðandi: Tillögu til þingsályktunar um atkvæðagreiðslu af hálfu íslands á þingi sameinuðu þjóðanna: Alþingi samþykkir, að utanríkisráðherra gefi sendinefnd íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrirmæli um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu um ályktun gæzluverndarnefndarinnar varðandi það, að Dön- því, að aðalklakstöðvar þess nytjafisks, sem veiðist við strendur bcggja landanna, séu við strcndur íslands. Fiskigrunnið við strendur íslands er samkvæmt þessu uppcldisstöð og fóstra þess íiskstofns, sem gcngur í þéttum torfum upp að Grænlandsströndum. Fiskiflota íslands mundi bíða mikið verkefni á GrænlandSmiðum að' sumarlagi. Nokkuð leikur á tveim tungum um aðra landkosti á Grænlandi. I>ó er það alkunnugt nú orðið, að þar (Cru málmar í jörðu og námu- gröftur þar nokkur rckinn. Kol cru þar á sumum stöðum. Land- búnaður var þar allmikill meðan íslendingar byggðu landið. Uti- gangur var mikill og góður. Hefur þróazt þar ágællega fé það, sent þangað' var flutt frá íslandi fyrir nokkrum árum og lifað bcfur að miklu leyti á útigangi. I>á er þar og loðdýrarækt mikil og gagn- samleg. Gnægð er þar sela og rostunga á ísnum við strendur lands- ins. Hreindýr og sauðnaut þrifast þar vel. Á Grænlandi eru margháttuð framtíðarskilyrði fyrir hrausta og harðfenga menn. Eins og fyrr greinir, má engan veginn slá því lengur á frest, að íslendingar krefjist réttar síns á Grænlandi, liinni fornu nýlendtt vorri, og láLi til skarar skríða. Rétturinn er vor, livort sem litið er á fornstöðu eða nýstöðu landsins í sambandi við' ríkjandi réttarhug- myndir nútímans. um beri ekki lengur að scnda skýrslur um Grænland til Sameinuðu þjóðanna. — Þess er rétt að geta í þessu sambandi, að það hefur verið mjög tíður háttur undanfarinna ríkisstjórna íslands að leggja fram á lokuðum fundum Alþingis, á seinustu stundu, tillögur um ýmis þýðingarmikil þjóðmál, svosem helzt þau er snerta förgun landsréttinda eins og hervarna- mál og ívilnanir handa öðrum þjóðum, ef þær eru af réttri tegund um stærð og fjölmenni. Er svo helzt að skilja að slíkur háttur eigi að vekja traust á þolgæði og þrautseigju sem og viðsýni hinnar íslenzku þjóðar. En nú brá svo við að þingmenn vildu ekki þekkjast þessi sérkennilega lýðræðislegu tilmæli ríkisstjórnarinnar og báru við því, að á lokuðum fundum Alþingis væri aldrei stafur bókaður um afstöðu þingmanna í neinu máli og gæfist þeim því kostur að ljúga hver upp á annan skoðunum og ummæl- um að fundi loknum. Þrátt fyrir hina miklu virðingu sína fyrir lýðræðinu, sá ríkisstjórnin sig tilneydda, að ákveða opin fund um málið og skyldi hann hefjast kl. 9 um kvöldið. Setti forseti S.þ. Jörundur Brynjólfsson siðan fund á til- skyldum tíma og lýsti fundarefni og því með að einungis ein umræða skyldi standa um málið. — í því sambandi má geta þess að frumvörp um eyðingu minks eða minkaeldi hafa rétt á minnst 9 umræðum og athugun fjölda nefnda þar á milli og á slíkt mál því rétt á miklu af tíma þingsins heilan vetur eða meira. — En nú stóð svo illa á að flýta þurfti málinu alveg sérstak- lega, því þingmenn hafa frí frá þingstörfum á laugardögum og sunnudögum en niðurstöðu atkvæðagreiðslu um málið þurfti að símsenda til New York til fulltrúa ísl. hjá Sam- cinuðu þjóðunum ,um miðdegi á n. k. mánudag, svo hann vissi hvað hann ætti að gera er málið kæmi til endanlegrar afgreiðslu á þingi S.Þ. og atkvæði hans yrði þar með ekki ógilt. En mönnum til glöggvunar er rétt að geta þess, að máls- atvik eru þau, að ríkisstjórnin hafði ekki getað komið því við að taka mál þetta fyrir til umræðu, þvi það var ekki fyrr en 11. nóv. s.l. ,að miklar umræður urðu um tillögu fulltrúa Dana í verndargæzlunefnd S.Þ. um að Dönum gæfist leyfi til þess að hætta að gefa nefndinni skýrslu um stjórn sína á Grænlandi, vegna þess að 5. júní 1953 hefði gengið í gildi ný stjórnarskrá í Danmörku, þar sem ákveðið hefði verið að Grænland skyldi ekki lengur teljast dönsk nýlenda, heldur v^eri það nú „amt“ í því kóngsins víðlenda riki, Danmörku. Manni skilst að ástæðan fyrir þessari tillögu Dana væri sú að nú væru þeir, með því að innlima Grænland, búnir að útrýma þar fátæktinni, berklunum og kynsjúkdómunum, sem landlægir hafa verið þar, svo hrylling vekur.

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.