Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 4
Skoðonarferá
170 manns mættu í Smáralindina
Skoðunarferð í Smáralind var farin á vegum BVFÍ föstu-
daginn 2. mars 2001. Met)>átttaka var í þessa ferð og voru
um 170 manns, segi og skrifa eitt hundrað og sjötíu manns
sem mættu í ferðina. Þessi þáttaka fór fram úr öllum vænt-
ingum og varð næstum til vandræða. Fólk safnaðist saman í
matsal Istaks, sem er aðal verktakinn á staðnum, Jtar sem
boðið var upp á smá hressingu. Þar fór byggingarstjórinn
Sveinn Jónsson frá verkl'ræðistofunni Hönnun hf., sem sér
um byggingareftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd verk-
kaupa, yfir helstu kennitölur mannvirkisins og hina ýmsu
þætti sem snúa að þessu verki. Að því loknu fór Kolbeinn
Kolbeinsson staðarstjóri ístaks yfir framgang verksins og
sýndi fundarmönnum nokkrar myndir af byggingunni á hin-
um ýmsu stigum framkvæmdarinnar. I hans máli kom fram
að mjög mörg mismunandi burðarkerfi voru notuð í verk-
inu, allt eftir [>ví hvað hentaði best hverju sinni og til að
flýta framkvæmdatímanum sem mest. Að lokinni kynning-
unni var fólkinu skipt upp í sex hópa og fyrir hverjum hópi
fór starfsmaður byggingareftirlitsins sem leiddi hvern hóp
um svæðið og sýndi þeim framkvæmdirnar. Skoðunarferð-
inni lauk svo um kl. 18:30.
Stjórn BVFÍ vill Jtakka öllum sem komu í Jtessa ferð en ]>ó
sérstaklega framkvæmdastjórn Smáralindar, Sveini, Kol-
beini og öllum öðrum sem komu að undirbúningi og fram-
kvæmd þessarar skoðunarferðar fyrir leiðsögnina og veit-
ingarnar.
Stjórn BVFÍ
Tæknifræðingar fórnarlömb
mannræningja!
Mikill fjöldi Dana vinnur fjarri
heimalandinu. Af J>eim eru tæknifræð-
ingar og verkfræðingar fjölmennastir
eða um 2000. Þessar stéttir verða
einnig oftast fórnarlömb mannræn-
ingja. Aðallega er um að ræða tækni-
menn sem vinna óbyggðum í Afríku og
Suður - Ameríku. Danska verk- og
tæknifræðingafélagið IDA hefur gefið
út leiðbeiningar um hvað skuli koma
fram í ráðningarsamningum hjá Jjeim
sem vinna á þessum slóðum. Þó er
tekið fram að séu menn tryggðir gegn
mannránum skuli þess vandlega gætt
að ]>að komi hvergi fram opinberlega,
slíkt sé örugg tilvísun á mannrán.
Þrír danskir taíknifra;ðingar hafa
verið í haldi mannræningja í frum-
skógum Bangladesh frá í byrjun febr-
úar.
Réttindi skipahönnuða
Formaður og framkvæmdastjóri TFÍ áttu
nýlega fund með Sturla Böðvarssyni sam-
gönguráðherra. Réttindamál skii>ahönn-
uða voru meðal J>eirra mála sem rædd
voru. I framhaldi af fundinum var ráð-
herra sent bréf ]>ar sem ítrekuð var nauð-
syn þess að settar verði reglur um hæfnis-
kröfur skipahönnuða í samræmi við
ákvæði 6. greinar laga nr. 35 frá apríl
1993. Oskað er eftir að skipaður verði nýr
starfshópur til að vinna að framgangi
málsins.
Tæknidagar 2001
Vinna vegna tæknidaga 2001 er í l'ullum
gangi. TFI mun í samvinnu við VFI standa
að sýningu í Perlunni helgina 25. -27 maí.
Gert er ráð fyrir um 15- 20 sýnendum J>ar
sem meðal annars fjallað verður um um-
hverfismál, endurvinnslu og orkunýtingu.
Staðsetning Reykjavíkurflugvallar
Mikil umræða var um staðsetningu
Reykjavíkurílugvallar fyrir kosning-
arnar 17 . mars s.l. TFÍ tók þátt í
J>eirri umræðu að nokkru leyti. í sam-
vinnu við VFÍ, Arkitektafélag íslands,
Félag Landslagsarkitekta og Félag
Skipulagsfræðinga sendi TFI frá sér
ályktun um málið. Ekki var tekin af-
staða til staðsetningar ílugvallarins
heldur kom fram í ályktuninni að
ekki Legju fyrir allar upplýsingar og
því ekki hægt að taka afstöðu í mál-
inu. Fulltrúar félaganna kynntu af-
stöðu sína til málsins á fundi í Ráð-
húsinu 14. inars og sóttu tæplega 100
manns fundinn.
Mikil fjölgun ungfélaga
Nemendur sem lokið hafa fyrsta ári í
tæknifræði geta orðið ungfélagar í
TFl. Ungfélagar fá Verktadtni sent
heim auk }>ess sem þeim er frjálst að
sækja fundi félagsins. Frá áramótum
hafa um 20 tæknifræðinemar gerst
ungíélagar í TFÍ. Hægt er að fá um-
sóknareyðublöð á skrifstofu félagsins.
Ungfélagaaðild að TFÍ er ókeypis.
Jóhannes Benediktsson, formaður TFl•
4