Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 9
Spurning mánaðarins
hjá SV:
Eru styrkir úr vísinda-
og starfsmenntunarsjóðum skattskyldir?
Svar: Styrkir úr vísinda- og starfmenntunarsjóðum eru
almennt ekki skattskyldir. Þess vegna er ekki greidd
staðgreiðsla skatta af þeim. Styrkirnir eru hins vegar
framtalsskyldir og þarf að gera grein fyrir þeim á skatt-
fraintali og sýna fram á kostnað á móti styrknum. Hins
vegar hefur Yfirskattanefnd fellt þann úrskurð að
greiða skuli skatt af styrkjum til tölvulcaupa. 1 úrskurð-
inum gætir mikillar þröngsýni en j>ess má geta að styrk-
ir lil kaupa á bókum um tölvur eru ekki skattlagðir.
Erfiðlega hefur gengið að fá úrskurðinum linekkt. Auk
]>ess hafa skattayfirvöld í einhverjum tilvikum reynt að
skattleggja dagpeningagreiðslur. Rétt er Jiví að benda
styrkþegum á þetta og leita til skrifstofu Stéttarfélags
verkfræðinga í vafatilvikum.
Frá Orlofssjóði Stéttarfélags verkfræðinga
Undirbúningur vegna sumarúthlutunar er í fullum
gangi. Boðið verður upp á leigu á nýju sumarhúsi í
Hraunhorgum í Grímsnesi, íbúð að Bifröst, íhúð að
Gufuskálum, íbúð á Súðavík, íbúð á Akureyri og
sumarhús við Egilsstaði. Þá verður gefinn kostur á að
leigja íbúð á Spáni. Auk þess verður hægt að kaupa
greiðslumiða á Eddu hótel. Bæklingur með umsókn-
areyðuBlaði hefur verið sendur félagsmönnum.
Minnt er ó að umsóknarfrestur rennur út 5. apríl
Stjúrn OSV
Tilkynningar frá SV
Kjarakönnun 2001
Yerkfræðingar eru minntir á að skila inn spurninga-
listum kjarakönnunar 2001.
Mikil þÚtttaka tryggir áreiðanlegri niðurstöður.
Orlofssjóður SV
Minnt er á að umsóknarfrestur fyrir sumarúthlutun
er til 5. apríl.
Aðalfundur SV
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður hald-
inn föstudaginn 6. apríl kl. 17:00.
Fundarboð með dagskrá verður sent félögum SV.
Félagsmenn eru hvattir t iI að fjölmenna.
Stjórn SV
105 Rvík • sími 575 OOOO • fax 575 0010 • www.sindri.is
♦ Viðhaldsfrítt
♦ Einföld uppsetning
♦ Fjölbreyttir útlitsmöguleikar
♦ Uppfyllir íslenskar öryggiskröfur