Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 8
V Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Næsti fundur verður haldinn seinni hluta júnímánaðar. Sjóðurinn vex stöðugt og er það umhugsunarefni að ekki skuli fleiri sækja um styrki. Hver einstaklingur safnar 130.000:- kr. í réttindum á hverju ári. Aftur er farið að greiða styrki til tölvukaupa en fyrst um sinn einungis til þeirra sem ekki hafa fengið slíka styrki áður. Há- marksstyrkur til tölvukaupa er eitt hundrað þúsund krónur. Eldri regla um greiðslu helmings upphæðar reikn- ings vegna tölvukaupa hefur verið felld úr gildi. Sjóðsfélagar er hvattir til að sækja um styrki til sjóðsins. Eins og áður hefur komið fram er búið að hækka hámarksupphæð styrkja og er nú möguleiki á að fá allt að 390.000 krónur í styrk. Starfsmenntunarsjóöur hjá Reykjavíkurborg Næsti fundur verður haldinn seinni hluta júnímánaðar. Stjórn sjóðsins er að skoða úthlutunarreglur með endur- skoðun í huga. Væntanlega verður búið að hækka upphæð hámarks- styrkja til samræmis við reglur hjá vísindasjóði þegar þetta birtirst á prenti. Umsóknir um styrki eru of fáar og því eru verkfræðingar hvattir til að sækja um. Styrkir eru veittir til tölvukaupa, bókakaupa og til að sækja námskeið og ráðstefnur innan- lands og utan. Kjarakönnun 2001 Búið er að senda út spurningalista vegna kjarakönnunar 2001. Mikil þátttaka gefur áreiðanlegri niðurstöð- ur og eru verkfræðingar hvattir til að taka þátt í könnuninni. Niðurstöður hennar hafa löngum gagnast verk- fræðingum vel í kjarabaráttu sinni. Þeir sem skila inn svörum eiga mögu- leika á að vinna til þátttökuverð- launa. Þau eru frá f'yrirtækinu Tal hf. Þjónustusvæði Tals hefur stækkað mikið og er nú orðið jafnstórt þjón- ustusvæði Landssímans. Reikisamn- ingar erlendis og svo kallað Heimskort Tals gera kleift að nota Tal-síma í nær öllum löndum heims. Hvatningarverð- laun hafa verið dregin út. Þau eru Nokia 5110 sími með 1.000.- kr TAL- frelsisinneign alls að verðmæti 9.900.- kr. Nafn aðalverðlaunahafa verður dregið úr öllum svörum sem berast. Aðalverðlaunin eru Nokia 3210 sími með 6.000.- kr. TALfrelsisinneign alls að verðmæti 19.900.- kr. Verkfræðingar! Munið að skila inn útfylltum spurningalistum vegna kjarakönnunar 2001 Af samningamálum Viðræður við ríki og Reykjavíkurborg ganga hægt. Búið er að vísa báðum deilunum til ríkissáttasemjara. Hald- inn hefur verið óformlegur fundur þar sem kynntar voru kröfur Stéttar- félags verkfræðinga. Helstu kröfur eru: Síkkun á launarömmun, sömu greiðslur í lífeyrissjóð óháð sjóðsað- ild, aukinn réttur til endurmenntunar og endurskoðun stofnanaþátts kjara- samnings. Mjög mismunandi er hvernig stofnanir raða störfum í launaramma og launa- flokka. Verkfra;ðingar sem hyggjast ráða sig hjá ríki og Reykjavíkurborg eru eindregið hvattir til að leita sér upplýsinga um röðun hjá viðkomandi stofnun áður en þeir ráða sig þangað til vinnu. Verið er að hefja viðræður við launa- nefnd sveitarfélaga. Þau sveitarfélög sem hafa gefið launanefndinni umboð til að semja við Stéttarfélag verkfræð- inga eru: Akureyrarbær, Húsavíkur- bær auk héraðsnefndar Þingeyinga og heilbrigðiseftirlits Kópavogs, Hafnar- fjarðar og Garðabæjar. Stjórn SV

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.