Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 22

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 22
Hogbúnaður ísland er hentugt þróunarumhverfí Ingvar Kristinsson formaður Samtaka íslenskra h u g b ú n a ð a rf ra m I e i ð e n d a : Ingvar Kristinsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri GoPro Land- steina Group hf. er formaður Sam- taka íslenskra hugbúnaðarframleið- enda. Iiann segir hér frá stöðu hug- húnaðariðnaðarins og hvert stefnir á því sviði í íramtíðinni. Hvað er SÍH? Samtök íslenskra hugliúnaðarframleið- enda (SIH) er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Saintökin voru stofn- uð fyrir rúmum fjórtán árum af hugbún- aðarfyrirtækjum til að gæta hagsmuna þessarar nýju greinar. Helsta markmiðið var að herjast gegn ríkisva;ðingu í upplýs- ingageiranum, til dæmis hjá Reiknistofu bankanna og Skýrsluvélum ríkisins. Ingv- ar segir að í dag séu baráttumálin önnur og taki til hagsmuna hugbúnaðarfyrir- tækja í sinni víðustu mynd. A árinu 1999 voru um 2200 störf í hug- búnaðargerð og ráðgjöf hér á landi. Sama ár voru útflutningstekjur greinarinnar rúmir tveir milljarðar króna og hlutfall hugbúnaðarins í þjóðartekjum fer vax- andi. Ingvar segir að starfsmönnum innan hugbúnaðargeirans hafi ekki einungis fjölgað jafnt og þétt, heldur hafi velta á hvern starf'smann aukist umtalsvert. „Pað er ekki vegna þess að taxtarnir hafi ha-kk- að, eins og sumir myndu kannski vilja halda fram. Okkur hefur tekist að búa til lausnir sem hægt er að selja oftar en einu sinni, Jietta er Jiví hrein framleiðniaukn- ing.“ Umtalsverðar tekjur af útflutnmgi Utflutningur á luigliúnaði hófst árið 1990 og hefur vaxið jafnt og Jiétt, var sem fyrr segir rúmir tveir milljarðar níu árum síð- ar. Það er athyghsvert að Ingvar telur að toppinum sé náð. „Það kærni mér ekki á óvart að tekjur af útflutningi yrðu ekki inikið meiri en þetta. Astæðan er sú að mörg íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru að Ingvar Kristinsson verkfræðingur byggja upp fyrirtæki erlendis. Varan sjálf, hugbúnaðurinn, er aðeins um 10% af heildarfjárfestingu viðskiptavinarins. Fram til Jiessa hafa íslensk fyrirtæki verið að selja allan pakkann frá Islandi, þ.e. viiruna, ráðgjiif, kennslu og þjónustu. Þetta er semsagt að breytast. Velta fyrir- tækjanna er að aukast en útflutningur sem Idutfall af veltu er að minnka. Það lilutfall náði hámarlti 1997 en hefur síðan |>á verið að núnnka og }>að er ekkert óeðlilegt við það. Eg get tekið sem da;mi að GoPro Landsteinar Group á fyrirtæki í Svíþjóð sem er með 550 manns í vinnu, fyrirta;ki í Danmörku sem er með 140 manns í vinnu og á Jersey er Jiróunareining með 50 starfsmenn. Hvert land kostar 500 milljónir Hvar byrja menn útrásina í hugbúnaðarlðnaðinum? „Öll útrás byggir á öflugum heimamarkaði og fjárhagslegum styrk fyrirtældsins. Að koma sér fyrir á markaði í hverju laiidi fyrir sig kostar um 500 milljónir króna. Utrás íslenskra fyrirtækja hefur í flestum tilvikum hafist í Skandinavíu og færst J>að- an yíir til Bretlands, Frakklands og Þýskalands. I Daniniirku, Svíjijóð, Noregi og Finnlandi er einungis 2% af upplýsinga- tæknimarkaðinum í Evrójiu en Jiessi markaður er nógu stór fyrir okkur. Það má geta Jiess að Bretar kaupa tvöfalt meira af lausnum í upplýsingata;kni en Þjóðverjar og meira en Þýskaland og Frakkland til samans. Mörg íslensk fyrirtæki sem liafa náð langt í útrásinni hafa byrjað í Danmörku. Menning og löggjiil' er svijiuð og hér. Fyrir- ta;kii> |>ar eru mjög viðráðanleg að stærð en samt 10-15 sinnuin sta;rri en stærstu fyrirtæki hér á landi. Starfsumhverfi er svipað og va;ntingar starfsmanna. Þá eru samgöngur injiig góðar á niiUi Islands og Danmerkur. Flest íslensk hugbúnaðarfyrirtæki starí'a á sviði viðskiptahugbúnaðar sem ha;gt er að laga að þörfum viðkomandi fyrirtækja eða stofnana. Stiiðug vöruþróun og vel skilgreind sölukeðja eru lykilatriði. Fyrir- tækið verður að vera í samstarfi við aðUa 22

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.