Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 14
Tækniskóladagurinn Tækniskóli Islands ásamt Hollvinafélagi TI stóð fyrir fjöl- breyttri dagskrá sunnudaginn 4.mars til kynningar á náms- framboði skólans og tengslum hans við íslenskt atvinnulíf. Tæknifræðingafélag Islands kynnti starfsemi sína þennan dag. Mikill áhugi var hjá nemendum og sendu 17 aðilar inn umsókn sem ungfélagar. Talið er að gestafjöldi hafi verið á milli 800 og 1000. Nemendur einstakra deilda voru í forsvari kynninga eigin námsbrauta en alls er hægt að ljúka námi frá TI með 15 mismunandi lokaprófum frá 7 deildum. Gestum stóðu til boða 11 fyrirlestrar um sérhæfð við- fangsefni. Fyrrum nemendur greindu frá lokaverkefnum sínum frá TI og má þar nefna verkefni um lagningu járn- brautar til Keflavíkur, flutning Reykjavíkurflugvallar, fyr- irtækið X-18, hreyfilhitara og snurvoðarvindu. Þá komu einnig fyrirlesarar úr atvinnulífinu og fjölluðu um tengsl Tækniskólans við fyrirtæki, neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík, nýjustu tækni í læknisfræðilegri myndgreiningu, TETRA fjarskiptatæknina og um TI sem lifandi skóla í breytilegu umhverfi. Óli Jón Hertervig. Engjateigur 7 og kaupin á hlut Lífeyrissjóðs verkfræðinga í Engjateigi 9 Engjateigur 7 eflir félagsstarfið! Á aðalfundi VFÍ 1999 var samþykkt „að fela stjórn félagsins að kanna möguleika á nýtingu lóðarinnar að Engjateigi 7 með þeim hætti sem best samræmist langtíma-hagsmunum félagsins" eins og segir m.a. í samþykktinni. I framhaldi af samþykktinni skipaði stjórn VFI sér- stakan starfshóp sem samdi útboðsgögn. I framhaldi af því leitaði starfshópurinn til tveggja verktakafyrirtækja, Islenskra aðalverktaka hf. og Istaks hf. um tilboð í byggingu skrifstofuhúsnæðis. I útboðsgögnum var gert ráð f'yrir nokkrum valkostum sem ekki verður gerð grein í'yrir hér. Niðurstaða starfs- hópsins var að tilboð aðila væru svo lík að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra en stjórn VFI taldi að ef' aukin nýting fengist á lóðina umfram 0,51 væri tilboð Istaks hagstæðara. Því var gengið til samninga við Istak um bygg- ingu skrifstofuhúsnæðis þar sem hlutur VFI yrði 11% eignarinnar og gæti VFI valið sér stað í húsinu þegar teikningar lægju fyrir. Nú eru framkvæmdir hafnar við bygg- ingu sem er 2519,0 m2 og er nýtingar- hlutfall lóðarinnar 0,60 eða um 15% meira en áætlað var. Auk þess er 1093,6 m2 bílageymsla í húsinu. Stjórn félagsins ákvað á sama tíma og samningar voru gerðir og í samra;mi við yfirlýsingu á aukaaðalfundi að tekjur af eignarhluta VFI í Engjateigi 7 rynnu til félagssjóðs. Þessar tekjur eru áætlaðar á þessu ári um 4.0 milljónir en leigu- greiðslur vegna húsnæðisins hófust 1. september 2000. Kaup á hlut Lífeyrissjóö verkfræð- inga í Engjateigi 9 - góð fjárfesting! A tveimur aukaaðalfundum 1999 var samþykkt að VFI nýtti sér forkaupsrétt á eignarhluta Lífeyrissjóðs verkfræðinga í Engjateigi 9 (30,98%). Kaupverðið var 60.675.000 kr. og fjármagnað þannig að Lífeyrissjóður verkfraiðinga lánaði 42.955.000 kr. til 20 ára og greiddi }>riggja ára húsaleigu fyrirfram af vest- urhluta 1. hæðar og geymslum í kjall- ara. Útborgun var 10.000.000 kr. greiddar úr hússjóði og félagssjóði. Rök sem lögð voru fram fyrir kaup- unum á sínum tíma eru í fullu gildi. Fasteignamat hefur hækkað um 34% frá því kaupin voru gerð og tekju- og greiðsluáætlunin sem lögð var fyrir aukaaðalfund í september stenst að öðru leyti en því að á sl. ári reyndist óhjákvaímilegt að ráðast í viðhald á þaki hússins og stigagangi. Vitað var að ráðast þyrfti í þessar í'ramkvæmdir en vonast hafði verið til að ekki þyrfti að ráðast í þa;r eins fljótt og raun varð á. Fyrir liggur að koma lyftu í húsið um leið og fjárhagsstaða hússjóðs leyf- ir. Eignin Engjateigur 9 gef'ur okkur tækifæri til að ba?ta enn þjónustuna við félagsmenn, efla ímynd VFI og treysta tengsl og eí'fa samstarf við önnur félagasamtök. A næstu vikum hyggst stjórn VFI leggja í'ram hugmyndir um framtíðar- notkun Engjateigs 9. Logi Kristjánsson, framkv.stj. VFL 14

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.