Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 3
LEIOARINN
Tæknidagar 2001
Tæknidagar VFl og TFI bera að þessu
sinni yfirskriftina: Umhverfi - Heimili -
Tækni og verða í Perlunni 26. og 27. maí
n.k. Undanfarin fjögur ár hafa félögin
staðið fyrir Tæknidögum sem vakið hafa
verðskuldaða athygli. Að þessu sinni
verður sjónum beint að samspili umhverf-
is og heimilis og hvernig haígt er að heita
hugviti og tækni við að leysa umhverfis-
vandamál.
Markmiðið með Tæknidögum VFI og
TFI er að vekja athygli á störfum tækni-
manna í þjóðfélaginu og auka áhuga nem-
enda í grunn- og framhaldsskólum á
raungreinum.
Vorfundur Kvennanefndar VFÍ:
Stjórnun j'rá ýmsum sjónarhornum
Vorfundur Kvennanefndar VFI verður
haldinn í lok aprílmánaðar.
Efni fundarins verður stjórnun frá
ýmsum sjónarhornum. Horfl verður á
stjórnun úl frá sjónarmiðum stjórnunar-
ráðgjafa og stjórnenda hjá ríkis- og
einkafyrirtækjum. Fundurinn verður
nánar auglýstur síðar, m.a. á heimasíðu
VFÍ.
Suðurlandsskjálftarnir 2000
Neyðarnofnd VFI stendur fyrir ráðstefnu
um Suðurlandsskjálftana á síðasta ári.
Ráðstefnan verður haldin dagana 3.-4.
maí. (Sjá auglýsingu á hls.27)
Aðalfundur SV
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga
verður haldinn föstudaginn 6. apríl kl.
17:00. Fundarboð með dagskrá verður
senl félögum SV.
Félagsmenu eru hvattir til að fjölmenna.
Samlokufundir
Félagsmenn eru minntir á Samlokufund-
ina sem eru að öllu jöfnu haldnir á veg-
um VFI og TFl fyrsta fimmtudag livers
mánaðar kl. 12:00-13:00. Þar flytja
gestafyrirlesarar erindi um áhugaverð
efni af ýmsu tagi. A fundunum er félags-
mönnum hoðið upp á samlokur og
drykki. Utanfélagsmenn geta keypt veit-
ingar á vægu verði.
Tölvupóstföng
Félagsmenn eru minntir á að senda
upplýsingar um tölvupóstfiing sín lil
skrifstofunnar, audur@vfi.is eða
audur@tfi.is
Skilafrestur
Næsta tiiluhlað Verktækni kemur út 30.
apríl n.k. Þeir sein vilja koma efni í
blaðið eru heðnir um að koma j>ví til rit-
stjóra eigi síðar en 18. apríl.
Tölvupóstföng félaganna
Verkfræðingafélag Islands: vfi@vfi.is
Tæknifræðingafélag Islands: tfi@tfi.is
Stéttarfélag verkfræðinga: sv@sv.is
Orkuveita
Reykjavíkur
RAFTÁKN ehf
VERKFRÆÐISTOFA
Glerárgötu 34 • IS-600 Akureyri
Sími 464 6400 • Fax 464 64 I
Hugbúnaður
Þetta tölublað Verktækni er nokkru
stærra en lesendur eiga að venjast.
Það kemur til af ]>ví að ákveðið var að
helga blaðið að nokkru leyti hugbún-
aðargerð eins og sjá má á viðtölum og
greinum sem er að finna aftast í blað-
inu. Blaðnefnd Verktækni hefur lengi
baft áhuga á gefa út a.m.k eitt „þema-
blað“ á ári. Hvort kalla megi þetta
blað svo hátíðlegu nafni skal ósagt lát-
ið en vonandi kunna lesendur, hvort
seni þeir starfa á sviði hugbúnaðar
eða ekki, að meta þessa umfjöllun.
Hugbúnaðariðnaðurinn varð fyrir
valinu vegna þess að síðastliðið haust
var stofnaður hugbúnaðarhópur inn-
an VFI og mun slíkur hópur einnig
vera í undirbúningi innan TFI. Þeim
sem vilja fá upplýsingar um hugbún-
aðarhópana er bent á að hafa sam-
band við skrifstofu VFÍ/TFÍ.
I viðtalinu við lngvar Kiástinsson,
sem er formaður Samtaka íslenskra
hugbúnaðarframleiðenda, kemur
fram að á árinu 1999 voru um 2200
störf í hugbúnaðargerð og ráðgjöl' hér
á landi. Sama ár voru útflutningstekj-
ur greinarinnar rúmir tveir milljarðar
króna og hlutfall hugbúnaðarins í
þjóðartekjum fer vaxandi. Starfs-
mönnum innan hugbúnaðargeirans
hel'ur ekki einungis ljölgað jafnt og
]>étt, heldur hefur velta á hvern
starfsmann aukist umtalsvert. 1 sama
viðtali kemur einnig fram sú skoðun
að innan þessarar greinar séu of
margir, sem eru með litla sem enga
menntun, að fá allt of há laun. -
líeyndar spáir Ingvar því að þetta
konii til með að breytast.
Helgi Þorbergsson, dósent í tölvun-
arfræði við 111, tekur í sama streng og
Ingvar hvað launakjörin varðar. I við-
tali við Helga kemur fram að skortur
á fólki sem er menntað á þessu sviði
hefur valdið því að fáir kjósa að fara í
framhaldsnám og það veldur mönnum
innan lláskólans verulegum áliyggj-
um.
Ef litið er á annað efni í blaðinu má
sjá að af nógu er að taka af vettvangi
félaga verkfræðinga og tæknifræðinga.
Reyndar varð raunin sú að vegna
]>lássleysis varð umfjöllun um nokkra
viðburði í félagsstarfinu, m.a. Sam-
lokufundi um skipulagsmál og sam-
keppni á fjarkskiptamarkaði, að bíða
næsta blaðs.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri.
VERKTÆKIMI
Engjateigi 9 ■ 105 Reykjavík
Sími: 568 8510 • Simbréf: 568 9703 ■
Tölvupóstur: sigrun@vfi.is ■ sigrun@tfi.is
B/að/'ð VERKTÆKNI er gefiö út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi islands og er dreift ókeypis til
félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Blaönefnd: Einar H. Jónsson (TFÍ), Árni Geir Sigurðsson (SV) og Kristinn Andersen (VFÍ) auk ritstjóra.
Leyfilegt er aö birta efni úr Verktækni ef heimildar er getiö. Skoöanir sem settar eru fram í blaöinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Grafik hf. ■ Aðstoð viö útgáfu: Hænir sf. Sími: 533 1850 • Fax: 533 1855 utgafa@haenir.is
3