Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 11
VFf Undirbúningur aðalfundar VFÍ Undirbúningur aðalfundar VFÍ hefur tekið nokkurn tíma í vinnu stjórnar að undanförnu og á það einkum við um frágang ársreikninga og annarra aðalfundargagna. I skýrslu for- manns kemur m.a. fram að nettó- fjölgun félaga á árinu var sú mesta í meira en áratug og er það þakkað m.a. átakinu til „útrásar" félagsins. Fjárhagur félagsins stendur á traust- um grunni og allt útlit fyrir að VFI verði öflugra en nokkru sinni fyrr þegar kemur að 90 ára afmælinu á næsta ári. Umræða um Reykjavík og flugvöllinn Nokkru fyrir kosningarnar um flug- völl í Reykjavík var stjórn félagsins boðið að koma inn í umræðu arki- tekta, skipulagsfræðinga o.fl. um flugvallarmálið. Stjórnin tók þátt í að móta sameiginlega ályktun sem ítrekaði nauðsyn þess að ákvarðanir í þessu máli verði teknar að undan- gengnum ítarlegum og faglegum út- tektum á þeim kostum sem liggja þurfa fyrir, en að öðru leyti var ekki tekin afstaða varðandi þá kosti sem boðnir voru í kosningunni. Formað- ur VFI kynnti þessi sjónarmið um nauðsyn faglegra forsendna málsins á fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur skömmu fyrir kosning- arnar. Frá RVFÍ Helga Jóhannsdóttir, formaður RVFÍ, sendi stjórn VFÍ bréf þar Iram kom einróma stuðningur RVFI við drög að samkomulagi um sam- starf IEEE og VFÍ. í framhaldi af þessu var samkomulagið undirritað af formanni VFÍ og sent IEEE. Bergur Jónsson, formaður Orða- nefndar RVFI, sendi stjórn bréf þar sem VFÍ og RVFÍ var þakkaður 350 þús. kr. fjárstuðningur við starf orðanefndarinnar en styrkurinn var veittur í tilefni 60 ára afmælis nefnd- arinnar. Kristinn Anderscn c HENCO ALPEXRÖR FRÁ Fyrir hita- og neysluvatslagnir VOTTAÐAFRB VATNSVIRKINN EHF. KYNNIR NÝTT LAGNAEFNI FYRIR NEYSLUVATNS — OG HITALAGNIR Kostir pexröra og jámröra eru sameinaðir í Álpexröram sem gerir þau að áhugaverðum kosti fyrir nýlagnir og endurlagnir á hita- og neysluvatnskerfum. Það sem aðgreinir álpexrörin frá öðru lagnaefni á markaðnum er að sömu rörin og sömu samtengingar era notaður fyrir neysluvatnslagnir, ofnalagnir og gólfhitalagnir. Rörin eru framleidd bæði í rúllum t.d. fyrir huldar lagnir og í fimm metra stöngum (harðari rör). Hægt er að velja um skrúfuð eða pressuð tengi við álpexrörin. Alpex rörin sameina kosti járnröra og plaströra. Hér er um að ræða nýja kynslóð af rörum sem hafa marga kosti og henta vel við íslenskar aðstæður. Þeir kostir sem rör til notkunar við hita- og neysluvatnskerfi þurfa að hafa eru stuttur uppsetningartími, þægilegar og auðveldar samsetningar, öruggt og endingargott efhi sem ekki tærist. Álpex rörin uppfylla framangreinda eiginleika. ÁLPEXRÖRIN samanstanda af tveimur lögum af pcxrörum þ.e. af krossbundnu HDPE (high density polyethylene) álröri og límingu á milli álrörs og plaströrs. Með því að hafa álrörið á milli plastefnanna ákvarðast hitaþenslan á álrörinu en ekki plaströrinu og álpexrörin þola þannig einnig meiri hita og þrýsting heldur en hefðbundinn pexrör. Hitaþenslan á álpexrörum er mun minni en á hefðbundnum plaströram eða svipuð og á koparrörum. PEXRÖR PÉTTING ÁLRÖR PÉTTING PEXRÖR Sjk VATNSVIRKINN ehf. ^|r Ármúla 21 • 128 Reykjavík Sími 533 20 20 • Fax 533 20 22

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.