Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 23
sem skapar landfræðilega nálœgð við við- sldptavininn. Þá þarf einnig trúverðugan samstarfsaðila sem viðskiptavinirnir treysta. Sem dæmi má nefna að við gerð- um á sínum tíma samning við IBM. Þegar fyrirtæki ná stöðu hjá fjölþjóðlegum fyrir- tækjum sem eru traust á markaðinum fara menn að hlusta." Framsæknar lausnir Er eitthvað sérstakt hér á landi sem vekur áhuga þessara stórufyrirtœkja? „Það hefur komið í ljós að íslensku lausn- irnar eru framsæknar. Þær hafa verið þróaðar mjög nálægt viðskiptavinum sem eru tilhúnir að prófa eitthvað nýtt. Er- lendis er það iðulega þannig að kalla þarf saman stóran hóp til að vinna að málun- um. Hér er staðan allt önnur, hthr hópar ná utan um verkefnin. Eg get nefnt sem dæmi þegar sldlgreina átti skjalastjórnun- arkerfi fyrir Stjórnarráðið 1993. Það voru yfirleitt fumn einstaklingar sem sátu þá fundi. Erlendis hefði shkt verkefni kallað á miklu fjölmennari fundi og við slíkar að- stæður verður ákvarðanataka mun erfið- ari. Islensku lausnirnar henta vel því þær er síðan hægt að skala upp og nota í stærri verkefni. Verklagið og ferlanir eru ná- kvæmlega þeir sömu í þessu htla umhverfi hér og í stærri þjóðfélögum. Þá sldptir núklu máh að tæknistig hér er hátt, tölvur á hverju borði og mikil Internetnotkun auk þess er vilji til að læra og nýta þessa tækni. I þessu felast tældfæri íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja." Starfsumhverfi á íslandi Hverju þarfað breyta í starfsumhverfi fyrirtœkjanna hér svo þau vaxi og dafni? „Við horfum upp á það að mörg fyrirtæki kjósa að færa móðurfélagið til annarra landa, dæmi eru Netverk og Bakkavör. Ein ástæðan er sú að þegar leitað er eftir fjármagni erlendis er oft þrýst á um þetta. Mildlvægur hður í að skapa fyrirtækjum aðstæður til að halda höfuðstöðvunum hér er að leyfa bókhald í annarri mynt en ís- lenskum krónum, td dæmis Evrum og að skrá megi hlutabréf í þeim gjaldmiðh. Einnig þarf að huga að skattamálunum, t.d. eignaskattinum. Þá er skattaleg óvissa starfsmanna mikil ef þeir þurfa að starfa í öðrum löndum tímabundið. Fyrirtældn hafa ekld heimild til að greiða staðarupp- bót nema í þrjá mánuði annars eru þessar greiðslur skatdagðar sem hlunnindi. Aug- ljósa hluti eins og þennan verður að laga. Þá verður að koma á tvísköttunarsamn- ingum við núldu fleiri ríki, við eigum enn töluvert langt í land í samanburði við ná- grannalöndin hvað þetta varðar. Fyrirtækin verða áfram íslensk því að- eins að hluthafarnir telji það hagkvæmt. Þróunareiningar fyrirtækjanna verða það örugglega því umhverfið er ákjósanlegt eins og áður sagði en það verður að skapa rekstrarlegt umhverfi sem fyrirtældn geta vaxið og dafhað í. Það eru mikhr mögu- leikar tengdir því að skapa vettvang fyrir erlend fyrirtæld að setja upp þróunarein- ingar hér á landi í samstarfi við íslensk fyrirtæki." Menntamálin Talað er um að það vanti hœft og vel menntað starfsfólk í tœknigreinum, stendur þetta hugbúnaðariðnaðinum fyrir þrifum? „Við höfum einstakt þróunarumhverfi hér á landi en gera þarf úrbætur í menntunarmálunum. Forgangsatriði er að laða fleiri til náms í taiknigreinum og raungreinum. Því miður hefur Háskóli Islands ekki lagað sig að breyttu um- hverfi. Til dæmis eru síurnar í verk- fræðideildinni of miklar að mínu mati og þess vegna forðast nemendur verk- fræðina. Það er umhugsunarefni fyrir Háskóla Islands hversu hratt Háskólinn í Reykjavík sækir fram. Það er enda- laust hægt að deila um hvort nemendur þaðan séu betri eða verri. Staðreyndin er sú að nemendur úr Háskólanum í Reykjavík nýtast mjög vel í ákveðnum verkefnum. Að mínu mati láta allt of margir stúdentar glepjast af húmanísku greinunum og tel ég þar með viðskipta- fræði og lögfræði. Það vantar sárlega í skólakerfið að vakin sé athygli og áhugi á tæknigreinunum. Það hefur ekki tek- ist að gera stærðfræði og raunvísindi áhugaverð fyrir fjöldann. Hvað hugbúnaðariðnaðinn varðar er nóg framboð af áhugafólki sem hefur hætt í námi og farið að grúska í tölvum. Það er hægt að nýta krafta þeirra á til- teknum sviðum en ekki öðrum. Ef hér á að byggja upp og leggja áherslu á þró- unareiningar fyrirtækjanna þurfum við fólk með langskólamenntun." Of há laun Eruð þið þá að greiða ofhá laun vegna þessa? „Já, það er staðreynd að það eru of margir með litla sem enga menntun sem eru að fá allt of há laun. Það er ekki skynsamlegt til lengri tíma og reyndar verður þetta ekki með þessum hætti til langframa. Hugbúnaðargeirinn á eftir að ganga í gegnum sín þrengingarskeið. Þá mun þetta fólk lækka í launum og jafnvel verða sagt upp. Fyrirtækin reyna að halda í menntunina því það er hún sem gefur mönnum færi að takast á við nýjungar." Hindrar viöskipta- hugbúnaðurinn þig í að mæta kröfum markaðarins? Gefur núverandi hugbúnaður þér aðgang að þeim upplýsingum sem þú þarfnast til að þjóna viðskiptavinum og takast á við samkeppnina? Damgaard Axapta er framúrskarandi viðskiptalausn sem opnar þér leið að betri upplýsingum og einfaldar þér að taka upp Netviðskipti. Damaaarú Rxapta Hugur hf. • Hlíöasmári 12 ¦ Simi 540 3000 • www.hugur.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.