Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 30

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 30
 CMMI# Mán. PM Gallar Kostnaður 1 29.8 593.5 61 5,440,000 2 18.5 143.0 12 1,311,000 3 15.2 79.5 7 728,000 Taila 1.0 Rifkinsgreining á upplýsingagrunni SEI Aukning 1->2 2->3 3->4 4->5 Framleiðniaukning 40-50% 20-30% 10-15% 5-10% Aukin vörugæði 50-55% 30-35% 5-10% 1-5% Tafla 2.0 Vænt vörugæði og framleiðni m.tt )repa í CMMI Mælingar CMMI mælingar eru tvenns konar, ann- ars vegar innri mæling, sem notuð er til að meta ávinning af endurbótum og grundvalla nýja endurbótaáætlun og hins vegar ytra mat sem framkvæmt er af þriðja aðila til að gefa tilvonandi sam- starfsaðilum vísbendingar um innra ástand á framleiðsluferlum viðkomandi fyrirtækis. Mælingarnar geta verið mis umfangsmiklar en þær fara allar þannig fram að ástandið á CMMI ferlum er met- ið á formlegan vel skilgreindan hátt. At- hugað er hvort að grundvallarmarkmið- um sé náð og eru niðurstöður settar fram tölulega gagnvart hverju ferh. Þannig má greina hvort verklag innan ferils sé óskil- greint, skdgreint að hluta eða að fullu skilgreint. Mælingin bendir á hvaða ferla þarf að endurbæta og hvaða verkliði inn- an þeirra. Tölulegum niðurstöðum um stöðu ferlanna má varpa yfir á þrepalík- an til að skýra heildarástandið innan fyr- irtækisins. Til að komast upp á efri þrep er nauðsynlegt að ferli á neðri þrepum séu að fullu uppfyllt. Endurbætur Endurbótaáætlun þarf ekki nauðsynlega að byggja á þrepauppbroti CMMI heldur eru þrepin fyrst og fremst leiðbeinandi. Áherslur fyrirtækja geta að einhverju leiti verið óhkar og endurbætur þurfa að endurspegla slíkan áherslumun. Endur- bótaáætlun grundvahast fyrst og fremst á markmiðum viðkomandi fyrirtækis. Ekki er forsenda í'yrir notkun líkansins sú að stefnt sé að vottun. Markmiðin gætu til að mynda verið þau að auka framleiðni, auka arðsemi, auka vöruga;ði eða öryggi svo dæmi sé tekið. Líkanið aðstoðar fyrirta;kin við að ná skdgreind- um markmiðum og hámarka ávinning af endurbótum. Reynsla af notkun Taíla 1.0 sýnir niðurstöður rannsókn- ar sem byggir á verkefnagrunni2 SEI og fór fram á vegum sjálfstæðs ráðgjafar- fyrirtækis (Rifkin). Bornir voru sam- an forritunar- og prófanafasar nokk- urra verkefna innan fyrirtækja á ólíku þrepi í CMMI. Niðurstöður sýndu að framleiðni og gæði margfölduðust eftir því sem fyrirtækin stóðu ofar á CMMI. Tafla 2.0. Byggir á gagnagrunni SEI og sýnir væntan ávinning við að flytjast á milli þrepa í CMMI. Mesta ávinnings má vænta þegar fyrirtækin eru að vinna að grundvallar endurbótum t.d. á þrepi eitt eða tvö. Sömu rannsóknir sýna einnig að gera megi ráð fyrir 27 mánuðum í að komast úr þrepi eitt yíir á þrep tvö og 18 mánuðum að flytjast á úr þrepi tvö yfir á þrep þrjú'. Samantekt Líkanið er þróað til að leggja grunn að endurbótum í hugbúnaðarframleiðslu. Það hefur verið notað um allan heim með miklum árangri. Sem dæmi um notkun á CMMI voru skráðar í gagna- banka SEI í janúar síðastliðnum, nið- urstöður úr 1798 ma;lingum á 1380 stofnunum og ma;ld voru 7393 verk- efni. Þetta er þó ekki ta;mandi listi yfir þá sem notuðu líkanið til mælinga í desember 2000 þar sem ekki er nauð- synlegt að skrá slíkar upplýsingar í grunninum. Styrkur CMMI felst í nákvæmri grein- ingu á stöðu fyrirta;kja, bœði vanda- málum þeirra og styrkleikum. Styrkur- inn felst einnig í CMMI leiðbeiningum (e. Roadmap) sem styður við mark- miðasetningu og endurbótaferlið. Síðast en ekki síst er mikilvægt að ár- angursmat, samanburður á milli fyrir- tækja og framvinduupplýsingar eru byggðar á tölulegum niðurstöðum úr mælingum. Dæmi um CMMI notendur á Islandi er Hugbúnaðarsvið Nýherja. Fyrirtækið tók líkanið í notkun um mitt síðasta ár og byggir nú innra endurbótastarf á CMMI ferli s(;m er byggt upp á eftirfar- andi hátt: Skref 1. CMMImæling Skref 2. Endurbótaáætlun sem byggir áCMMI Skref 3. Framkvæmd endurbóta Skref 4. Farið aftur í skreí' eitt. Vonandi eru lesendur einhvers vísari um CMMI líkanið en leita má nánari upplýsinga hjá hugbúnaðarsviði Ný- herja. Tilvísanir www.sei.cmu.edu 1 SEI er þróunar- og rannsóknarsetur sem var stofnsett árið 1984, er fjár- magnað af bandaríska ríkinu og starfar náið með varnarmálastofnun Bandaríkjanna, skammstafað DoD. 2 Gagnagrunnur SEI inniheldur gögn frá fyrirta;kjum um allan heim sem framkva;mt hafa innri eða ytri CMMI mælingu og upplýsingar um einstök verkefni. Upplýsingarnar eru notaðar til að meta ástand á markaði og gera samanburðarrannsóknir. 3 Industry average Elín Kristjana Sighvutsdóttir, Gœðusljóri Hugbúnaðarsviðs Nýherja, Borgartúni 37, 105 Reykjavík. eks@nyherji.is 3°

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.