Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 20
Hvað er upplýsingatækniiðnaður?
Skilgreining á upplýsingatækniiðnaði get-
ur verið erfið, sérstaklega í Ijósi þess að
starfsgreinin er í svo örri framþróun. Til
dæmis hefur upplýsingatækniiðnaðurinn
þá sérstöðu að geta tekið sér bólfestu án
fyrirvara innan fyrirtækja í hefðbundnum
greinum atvinnulífsins. í því felst nýsköp-
unarmáttur en í leiðinni skilgreiningar-
vandi.
í tölfræðilegri úttekt sem gerð var árið
1998 að tilstuðlan Norræna ráðherraráðs-
ins var upplýsingatækniiðnaður skil-
greindur sem fyrirtæki sem vinna við
framleiðslu í upplýsingatækni annars veg-
ar og hins vegar við þjónustu í upplýs-
ingatækni. Til UT-framleiðslu teljast þau
fyrirtæki sem vinna við framleiðslu á tölv-
um, símtækjum, sjónvarps- og útvarps-
tækjum. Til þjónustuhlutans teljast heild-
sölufyrirtæki með tölvur og hugbúnað,
skrifstofuvélar, heimilistæki, útvarps- og
sjónvarpstæki. Einnig teljast til UT-þjón-
ustu fyrirtæki sem veita síma- og fjar-
skiptaþjónustu. Síðast en ekki síst er
hugbúnaðargerð og ráðgjöf varðandi vél-
og hugbúnað talin til upplýsingatækni-
þjónustu. Flest fyrirtæki innan Samtaka
iðnaðarins samkvæmt þessari skilgrein-
ingu starfa við hugbúnaðargerð og ráð-
gjöf.
Veltan: Á árinu 1999 velti UT-iðnaðurinn
hér á landi rúmum 52 milljörðum króna.
Veltan var mest í heildsötunni eða rúmir
23 milljarðar. í síma- og fjarskiptaþjón-
ustu var veltan tæpir 15,5 milljarðar og í
hugbúnaðargerð og ráðgjöf rúmir 13 millj-
arðar sem var um 77% aukning milli ára.
Starfsmenn: Árið 1999 störfuðu 4.500
manns við UT-iðnað, fimm hundruð fleiri
en á árinu á undan sem var 12,5% fjölg-
un. Fjölgunin var nær öll í hugbúnaðar-
gerð og ráðgjöf eða rúmlega 400 störf. í
heild störfuðu þar um 2.200 manns árið
1999.
Heimild: Vefur Samtaka iðnaðarins og
Samtaka íslenskra hugbúnaðarframleið-
enda: http://www.ut.is/
20