Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 28

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 28
Hogbónaðor CMMI fyrir hugbúnaðarframleiðslu Greinin fjallar um CMMI- Capa- bility Maturity Model Integrated sem kemur í'rá Software Engineer- ing Institute (SEI)1 - Carnegie Mellon University (CMU). Leitast verður við að lýsa helstu þáttum CMMI líkansins og hvers má vænta af notkun þess við framleiðslustýr- ingu í hugbúnaðargerð. Forsaga CMMI Hugbúnaðarframleiðsla er ung iðn- grein og var framleiðslutæknin lengst aí' lítt þróuð. Rannsóknir undanfar- inna ára sýna að framleiðslugallar, af- skriftir, hár kostnaður, óvissar áætl- anir og handahófskennd vinnubrögð hafa eiukennt iðnaðinn. Krafan um breytingar og endurbætur á fram- leiðsluferlum kom í upphafi einkum frá aðilum utan greinarinnar, s.s. frá bandaríska hernum og öðrum stórum kaupendum á hugbúnaði. Þessir aðil- ar höfnuðu ríkjandi starfsháttum í iðninni og hófu að versla einvörðungu við áreiðanlega aðila. Þeir vildu fá verkfæri til að meta stöðu va:ntanlegra samstarfsaðila og í samvinnu við bandaríska ríkið og háskólaumhverfið var lagt af stað í að byggja líkan sem átti að nota til að meta og bæta á- standið í hugbúnaðarframleiðslu. Megin markmiðið með þróun CMMI líkansins var að skilgreina leiðir til að bæta hugbúnaðarframleiðslu, auka vöruga;ði og búa til samra;mdan mæli- kvarða til innri og ytri mælinga. Yfirlit yfir CMMI Líkanið er notað til að meta verk- fræðilega stöðu hugbúnaðargerðar og til að greina bæði veikleika og styrk- leika í framleiðslunni. Fullur stuðn- ingur er veittur við allt endurbóta- starf, allt frá madingum og greiningu til framkvæmdar endurbóta og vottun- ar. Líkanið gefur leiðbeinandi tillögur um brýnustu endurbætur sem byggðar eru á úttektum og mæliniðurstöðum um stöðu viðkomandi fyrirtækis. CMMI samanstendur af ferlum sem er raðað niður á þrepalíkan. A hverju þrepi í CMMI er leitast við að ná ákveðnum markmiðum og vandamál sem va:nta má að gefi mestan ávinning eru tekin fyrir á þrepi eitt og svo koll af kolli. Pannig eru mikilvægustu ferl- in neðst á þrepi eitt og veigaminnstu ferlin eru á efri þrepum. Mat á þroska fyrirtækja m.t.t. CMMI grundvallast á greiningu á ferlum fyr- irtækisins. Þegar búið er að mæla og meta ástand ferlanna má varpa niður- stöðunum yfir á þrepalíkanið til að skýra heildarástand. Kjarni líkansins eru ferlin en þrepin auka stuðning við endurbætur, grundvalla vottunarkerfi og gefa heildaryfirlitsmynd yfir þroska fyrirtækjanna. Þrepakerfið er gjarnan notað til að skýra ástand á markaði, við markmiðasetningu og til að bera saman stöðu fyrirta;kja. CMMI Ferlin Útgáfa 1.0 af CMMI inniheldur 24 ferli af fjórum mismunandi tegundum. Mynd 1.0 listar upp ferlin og sýnir hvernig þau dreifast á ))rej)in í CMMI. Athugið að einungis eitt hugbúnaðar- verkfræðilegt í'erli er skilgreint á lagi eitt, stýring þarfa. A þrepi eitt er lögð áhersla á að ná tökum á verk- efnastjórnun og utanumhald um af- urðir og gögn. Það er í'yrst á þrepi tvö sem hugbúnaðarverkl'ra;ðileg ferli eru sett í brennidepil. A J)repi fjögur og fimm starfa einungis mjög þroskuð í'yrirtæki og ])ar er áhersla lögð á ferlastýringu. CMMI I Þrep Lýsing Tegund Ferlar 5 Bestað Ferlastjórnun Ferlastjórnun 24 23 Gallamat á ferlum Innleiðing nýjunga 4 Stýrt Ferlastjórnun Ferlastjórnun Ferlastjórnun 22 21 20 Ferlastýring Tækninýjungar Uppsetning á ferlastýringarumhverfi Ferlastjórnun 19 Kennsla Verkefnastjórnun 18 Áhættustjórnun Verkefnastjórnun 17 Aðlögun verkefnis að lífhring og ferlum Ferlastjórnun 16 Innleiðing ferla Ferlastjórnun 15 Skilgreining á ferlum og lífhring 3 Skilgreint Hugbúnaðarverkfræði 14 Vörupróf Hugbúnaðarverkfræði 13 Útfærsla Hugbúnaðarverkfræði 12 Sannprófun Hugbúnaðarverkfræði 11 Samantekt framleiðsluvöru Hugbúnaðarverkfræði 10 Val og ákvarðanataka Hugbúnaðarverkfræði 9 Þarfagreining Verkefnastjórnun 8 Aðföng Stoðferli 7 Utanumhald um gögn Stoðferli 6 Útgáfustyring 2 Endurtakanlegt Verkefnastjórnun Verkefnastjórnun 5 4 Gæðaeftirlit Verkáætlanagerð Verkefnastjórnun 3 Framvindueftirlit og stýring með verkefnum Verkefnastjórnun 2 Mælingar og greining Hugbúnaðarverkfræði 1 Þarfagreiningarstýring 1 Frumstætt Mynd 1.0 28

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.