Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 26

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 26
Mynd 2 : Lýsing verkþáttar í þarfagreiningarvinnuferli RUP Hugmyndafræði RUP Notkunardæmi(Use Cases) eru forsenda allra vinnuferla í RUP. Það hefur sýnt sig að þau eru góð leið til þess að hafa stjórn á og afmarka þær þarfir sem liggja til grundvallar hugl)únaðinum. A endanum eru notkunardæmi samningur milli hughúnaðarfyrirtækis og verk- kaupa/fjárfestis um virkni hughúnaðar- ins. Einn meginkostur notkunarda;ma er að lýsa afmörkuðum þáttum hughúnað- ar á auðveldari hátt, en þegar hefð- hundin þarfagreining, í formi samfellds texta, er notuð. Notkunardæmi eru einnig hentug eining til verkefnastjórn- unar. RUP er ítrað hugbúnaðarf'erli. Reynslan hefur sýnt að þegar hughúnað- arverkefni eru leyst með svokölluðu fossaferli, þar sem fyrst er þarfagreint, síðan hannað, smíðað prófað og gang- sett, gerist það oft, að þeir sem taka við hughúnaðinum segja „ Þetta er gott, en___þetta þarf að vera öðruvísi". Þetta leiðir til þess að fara þarl' aðra ferð í gegnum fossalíkanið. Þannig kemur fram óvænt ítrun, sem kann að hafa í í'ör með sér kostnað sem verkefnið stendur ekki undir. Með ítruðu hughúnaðarferli er gert ráð í'yrir að forsendur hreytist og ein- ungis greint, hannað, smíðað og gang- sett, það sem yfirsýn er yfir á hverjum tíma. Verkefnið er því hyggt upp með ítrunum þar sem fossaferlið er endur- tekið á skilgreindan hátt, með það að markmiði, að eyða J>eirri óvissu sem veg- ur þyngst hverju sinni. Skipulag ítrunar er sett fram í ítrunaráa:tlun, en eitt af hlutverkum verkefnisstjórans er að skipuleggja hverja ítrun innan þeirrar verkefnisáætlunar sem na;r til heildar- verkefnisins og skilgreinir þá fjármuni og mannafla sem settur er í verkefnið. Mikilvægt er að taka eftir að í hverri ítrun er unnið í mörgum vinnuferlum samtímis (sjá Mynd 1). Þarfagreining, hönnun, smíði og prófanir eru þannig í gangi samhliða, gegnum alla ítrunina. Vinnumagn innan hvers vinnuferlis er þó mismunandi eftir stöðu verksins á hverjum tíma. Vinnuferlin haí'a því á- hrif hvert á annað og auka á þekkingu á viðfangsefninu meðan á ítruninni stend- ur. Leitast er við að ljúka ítrun með út- gáfu af hughúnaðinum og prófa hana með viðtakendum. A þennan hátt er komið til móts við breyttar þarfir og nýjar hugmyndir og taka þær með í skipulagningu á næstu ítrunum verkefn- isins. Grundvallarhugmyndin er því að vinna ekki með stærri hluta af kerfinu en hægt er að hafa yí'irsýn yfir hverju sinni. Notkunardæmi henta mjög vel til þessarar afmörkunar. Eftir hverja ítrun er staða verkefnisins metin á skilgreind- an hátt og leitast við að sjá fyrir hvort verkefni eigi á hættu að sprengja þá ramma sem því hafa verið settir og hregðast við því áður en miklir fjármun- ir haí'a í'arið í súginn. RUP setur arkitektúr í fyrirrúm. Honum er lýst með UML ritum sem unn- in eru í hönnunarumhverfi eins og t.d. RationalRose frá Rational. Lögð er áhersla á að hyggja hughúnaðinn upp í kringum vel skilgreindan arkitektúr með skilgreindum tengslum milli þeirra í- hluta sem mynda hughúnaðinn. Strax í upphafi verkefnisins er leitast við að koma upp frumgerð arkítektúrsins, sem síðan er bætt utaná með ítrunum. Áhættuþættir eru unnir fyrst til að sann- reyna hvort arkitektúrinn standi undir væntingum í því verkefni sem verið er að leysa. RUP stýrir verkefnum með því að skilgreina alltaf næstu skref verkefnis- ins. Megináhersla stjórnunar verkefna í RUP felst í að eyða áha;ttuþáttum eins lljótt og ha;gt er, þannig að ha;gt sé að bregðast við og jafnvel stöðva verkefni áður en í óefni er komið. Aha;ttulisti er því eitt af stjórntækjum verkefna í RUP. Af öðrum stjórntækjum má neína verk- efnaáa;tlunina sem skilgreinir heildar- ramma fyrir verkefnið og ítrunaráætl- unina sem skilgreinir námkva;mlega )>að sem vinna á í viðkomandi ítrun. RUP skilgreinir aðferðir til þess að hægt sé að fylgjast með framgangi og gæðum verk- efna og skilgreinir hvað þurfi að vera uppfyllt til að vörðu í ferlinu sé náð. RUP er ekki gæðakerfi, en skilgreinir hugbúnaðarferlið eins og ga;ðakeríi og tryggir skjölun, rekjanleika og mælan- leika verkefna. RUP hentar því mjög vel sem grunnur að innleiðingu og vott- unar á gæðakerfi eins og t.d. CMM eða ISO9001. Innleiðing RUP RUP skilgreinir hvernig hægt er að að- laga ferlið að þörfum bæði stórra og lít- illa fyrirtækja. Innleiðing RUP í hug- búnaðarfyrirtæki felst í því að byggja svokallað fyrirtækjalag oí'an á RUP vef- inn, þar sem búið er að velja þá þætti sem ætlunin er að nota og útfæra þá á þann hátt sem hentar viðkomandi f'yrir- tæki. Þetta er hægt að gera á einfaldan hátt t.d. sem Word skjal með tenglum í RUP, eða á umfangsmeiri hátt með því að byggja upp sérstakan vef fyrir hug- búnaðarferli fyrirtækisins. Þess má geta að sniðmat af fyrirtækjavef fylgir með RUP. Mælt er með því að innleiðingin fari fram með forverkefni, þar sem valdir eru þeir þættir í RUP sem vinna á með og þeir reyndir. Verkefnið er byggt uj>p af ítrunum, svo hægt sé að hreyta áherslum eí' með þarí' á skilgreindan hátt. Eftir að forverkefni lýkur, er verkefnið metið og ákveðið hvað tilheyri fyrstu útgái'u aí' hugbúnaðarferli fyrirtækisins. Þáttak- endur forverkefnisins leiða síðan na;stu verkefni sem hugbúnaðarferhð er notað við. Þannig byggist smám saman upp þekking a nýju hugbúnaðarferli og þeirri hugmyndafræði sem að baki þess liggur. Samhliða innleiðingu hugbúnaðarferl- isins þarf að huga að þeim verkfa;rum sem notuð eru í hugbúnaðarferlinu. Rational í'ramleiðir ýmsar vörur á j>essu sviði. Þar má nel'na: RequisitePro til skráningar á þörfum og til að tryggja rekjanh;ika frá kröfum til hughúnaðar. RationalRose til líkanagerðar og til þess að lýsa arkítektúr kerfa með UML. RationalClearCase til samstæðustjórnun- ar. RationalClearQuest til hreylinga- stjórnunar og RationalRobot til sjálf- virkra j)rófana. 26

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.