Dagfari - 01.03.1998, Page 13

Dagfari - 01.03.1998, Page 13
„Valdið til að afhenda landsréttindin er ekki til í landinu, nema sjálftekið vald landráðamanna, heldur hyggist sjálfstæði landsins einmitt á því að einginn sá hópur sé til eða geti orðið til með löglegum hætti, hvaða umboð sem hann kann að hafa frá þjóðinni að öðru leyti, sem geti samið um, verslað með eða með nokkumi heimild látið af hendi landsrétlindi vor, fullveldi og sjálfstæði." „Ef afsal íslenskra landsréttinda væri samþykt á alþíngi, þá mundi orðið „íslenskur alþíngismaður“ óhjákvæmilega taka við af kvislíngsnafninu sem mesta smánaryrði heimsins í vitund allra frjálshuga manna.“ „Aniendíng Islands til hernaðarþarfa stórveldis, einsog Bandaríkjanna, þýðir að Island hlýtur að verða vígvöllur í næsta stríði þessa stórveldis, hvenær sem það verður og gegn hverj- um sem það kynni að verða háð.“ „Það eina sem mönnum er einhver hugsanleg vernd í ef stríð verður aftur er að vera sem fjærst hernaðarstöðvum.“ „ísland getur einga utanríkisstefnu haft nema styrkja þann málstað sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir að heimurinn skipi sér í tvær stríðandi blakkir, tvær ljandsamlegar ríkjasam- steypur sem leitist við að úlþurka siðmenningu heimsins. Það eina sem í okkar valdi stendur er að bjóða sameinuðu þjóðunum fram alla vora krafta og alla vora getu, þó smá kunni að vera, til þess eins að koma í veg fyrir að þær andstæður skapist, það stríð hefjist sem aðeins gelur orðið lokastríð gegn mannkyn- inu.“

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.