Dagfari - 01.03.1998, Síða 15

Dagfari - 01.03.1998, Síða 15
líkur væru til að við þyrftum að fást við ríkisleyndarmál í því starfi. Þennan passa dró ég nú hróðugur fram og ítrekaði ósk mína um að fá far með vélinni.Tveim tímum síðar steig ég svo um borð í þotu á leið til Islands. Lagt af stað Farþegarnir reyndust aðeins vera fimm talsins auk mín. Þó var þetta stór þota. Nánar tiltekið voru þetta tveir flotaforingjar, tveir höfuðsmenn og einn hershöfðingi. Ég settist niður og þorði varla að draga andann. Þetta voru stórlaxar sem gátu látið steikja mig á teini ef ég svo mikið sem deplaði auga á röngum tíma. Það var vissulega undarleg ráðstöfun að nola peninga skattborgaranna til að senda sex menn heimsálfa milli í risa- þotu. Fyrir framan okkur stóðu tveir vopnaðir sjóliðar á verði og bak við þá var tjald dregið þvert yfir vélina. Þeir komu mér fyrir sjónir sem sú manngerð sem drepur samkvæmt skipun án þess að hika andartak og hreykir sér af því að þurfa ekki nema eitt skot. Hvað var eiginlega á seyði? Hvað var hulið bak við þetta tjald? Ég ákvað að halla mér aftur á bak og láta sem minnst á mér bera. Leikið ykkur bara eins og ykkur lystir. Ég skal láta ykkur alveg í friði. Ég er bæði blindur og heyrnarlaus. Ég fór ekki einu sinni með þessari vél. Ég synti bara til íslands. Heimferðin Ferðin til Islands var með öllu tíðindalaus. Annar varð- maðurinn starði sífellt á mig eins og hann væri að bíða eftir því að ég gæfi honum bara eina örlitla afsökun fyrir að beita vopn- inu. Að lokum tók þotan að lækka flugið og innan stundar fann ég frosna jörð heimalandsins undir hjólunum. Við lentum á braut sem kölluð er „heita brautin“. Hún liggur fjarri flugstöð- inni og er noluð fyrir vélar með vopnasendingar og annan „nauðsynlegan“ farangur.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.