Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 9

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 9
7 frægð og frama? Hvað verður um afrekshug og lík- amshreysti ? Æskan Ieitar að atvinnu og leitar að skemmtun. Hún leitar að frægð og fullnægju. Hún leitar þekk- ingar og skilnings á lífinu og gátum þess. Hún leitar að gæfu. — Fyrir það verður ekki æskan sakfelld. Það er ekki hennar sök, þó að orðið hafi stórfelld- ar breytingar á atvinnulífi og hugsunarhætti síöustu ára og þeim kröfum, sem gerðar eru til lífsins. Allt eru þetta verk eldri kynslóðarinnar. Það er hún, sem skapað hefur nútímann meö öllum hans göllum og gæðum. Samfara atvinnubreytingunum eru aðrar breyting- ar, breytingar á heimilislífinu, þannig að heimilisfeð- ur, svo sem verzlunar- og skrifstofumenn, verkamenn og sjómenn eru fjarri heimili sinu allan daginn eða tímum saman. Sama máli gegnir stundum um mæð- urnar. Foreldrarnir geta þá ekki leiðbeint börnum sínum, nema lítið, eða gefið þeim reynslu. Af þessu leiðir hnignun heimilishyggju og heimilisástar. Heim- ilin verða æskunni minna virði, en þau voru gamla fólkinu. Mér dettur í hug saga af roskinni konu, sænskri. Hún var á ferð með járnbraut ásamt dóttur sinni ungri. Telpan spurði móður sína, hvaða hreysi væri þarna meðfram línúnni. »Það er líklega eitthvert heimili«, svaraði móðirin. »Heimili«, spurði barnið, »hvað er heimili?« Þetta er sönn saga, því miður allt- of sönn. Mörg af börnum og unglingum nútímans vita ekki hvað heimili er og þekkja ekki fegurð þess lífs, sem lifað er á gæfusömu heimili. Hvílík vöntun! Hér er að finna ræturnar að mörgum stærstu mein- um nútímans. Hér er að finna orsök til upplausnar og rótleysis þess, er einkennir þenna tíma. í kjölfar þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.