Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 9
7
frægð og frama? Hvað verður um afrekshug og lík-
amshreysti ?
Æskan Ieitar að atvinnu og leitar að skemmtun.
Hún leitar að frægð og fullnægju. Hún leitar þekk-
ingar og skilnings á lífinu og gátum þess. Hún leitar
að gæfu. — Fyrir það verður ekki æskan sakfelld.
Það er ekki hennar sök, þó að orðið hafi stórfelld-
ar breytingar á atvinnulífi og hugsunarhætti síöustu
ára og þeim kröfum, sem gerðar eru til lífsins. Allt
eru þetta verk eldri kynslóðarinnar. Það er hún, sem
skapað hefur nútímann meö öllum hans göllum og
gæðum.
Samfara atvinnubreytingunum eru aðrar breyting-
ar, breytingar á heimilislífinu, þannig að heimilisfeð-
ur, svo sem verzlunar- og skrifstofumenn, verkamenn
og sjómenn eru fjarri heimili sinu allan daginn eða
tímum saman. Sama máli gegnir stundum um mæð-
urnar. Foreldrarnir geta þá ekki leiðbeint börnum
sínum, nema lítið, eða gefið þeim reynslu. Af þessu
leiðir hnignun heimilishyggju og heimilisástar. Heim-
ilin verða æskunni minna virði, en þau voru gamla
fólkinu.
Mér dettur í hug saga af roskinni konu, sænskri.
Hún var á ferð með járnbraut ásamt dóttur sinni
ungri. Telpan spurði móður sína, hvaða hreysi væri
þarna meðfram línúnni. »Það er líklega eitthvert
heimili«, svaraði móðirin. »Heimili«, spurði barnið,
»hvað er heimili?« Þetta er sönn saga, því miður allt-
of sönn. Mörg af börnum og unglingum nútímans vita
ekki hvað heimili er og þekkja ekki fegurð þess lífs,
sem lifað er á gæfusömu heimili. Hvílík vöntun!
Hér er að finna ræturnar að mörgum stærstu mein-
um nútímans. Hér er að finna orsök til upplausnar og
rótleysis þess, er einkennir þenna tíma. í kjölfar þess