Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 11
9
' En eitt vil ég segja ykkur, sem alið í brjósti þessa
logandi þrá. Fjarlægðin og fegurðin í ókunna landinu
jáfnast ekki á við sveitina ykkar.
»Ljóða geymir Ijúflingsmál
léttan hreim um dalinn.
Finn eg streyma og fylla sál
fögnuð heima alinn«.
Þó að leiðin ykkar liggi um glæstar borgir og fögur
lönd með háum skógum og sléttum ökrum, þá fær
þetta aldrei sama gildi fyrir ykkur og græn engi og
snævi þakin fjöll eða gráar heiðar á íslandi. Brenn-
heit sól og sumarblær koma aldrei í staðinn fyrir
bjarma af miðnætursól eða andvarann, sem líður um
heimkynnin.
Vegir æskunnar eru fleiri og vandrataðri nú en
nokkru sinni fyrr. Það er því þörf á leiðarvísum.
Skólarnir eiga að vera þeir vitar, sem forða æskunni
frá blindskerjum, og gefa svör við þeim gátum, sem
hún glímir við, og nútíminn varpar að hverjum hugs-
andi manni. Takist ekki skólunum það, eru þeir dauð-
ir. — En þessar menningarstofnanir eiga að gera
meira, og ég vona að þær geri meira. Þær eiga að gefa
heimilunum aukið áhrifavald.
Ég vona að ég hneyksli engan, þó að ég segi: Raun-
verulegt föðurland okkar er ekki ísland allt, heldur
heimilið, átthagarnir með fossum og lækjum, grösum
og runnum í laut og á hól. Föðurlandsástin birtist
ekki í stórum orðum eða stjórnmálastefnum, heldur
tryggð við heimkynnin. Manngildið fer ekki eftir
frægð og embættum, heldur drengskap og fögru eftir-
dæmi i daglegu lífi og einföldum störfum.
Við lifum á merkilegum framfaratímum. Frelsi og
þroskamöguleikar blasa við hverjum einasta manni.