Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 15
13
hvaða skoðanir Hebrear og grannþjóðir þeirra hafa
haft á perlum og gimsteinum á dögum Krists.
Hómer nefnir skrautmuni öðru hverju í kviðum sín-
um, og sést þar ljóst, hversu skrautgripir Grikkja
voru einfaldari og fábreyttari en djásn »Zionsdætra«.
Hómer og Jesaja spámaður lifðu báðir um 700 f.
Kr. Þessvegna er gaman að bera saman lýsingu spá-
mannsins á kvenfólkinu í hans föðurlandi, við lýsingu
Hómers á dýrasta kvenskartinu, sem hann gat hugs-
að sér.
Jesaja segir 3, 16—24):
»Og Jahve sagði: Sökum þess að dætur Zionar eru
drembilátar og ganga hnakkakertar, gjóta út undan
sér augunum og lifa í götunni og láta glamra í ökla-
spennunum, þá mun drottinn gjöra kláðugan hvirfil
Zionar dætra og Jahve gjöra bera blygðan þeirra. Á
þeim degi mun Jahve burt nema skart þeirra: ökla-
spennurnar, ennisböndin, hálstinglin, eyrnaperlurnar,
armhringana, andlitsskýlurar, motrana, öklafestarnar,
beltin, ilmbaukana, töfraþingin, fingurgullin, nef-
hringana, glitklæðin, nærklæöin, möttlana og pyngj-
urnar, speglana, líndúkana, vefjarhettina og slæðurn-
ar«.
í átjánda ljóði ódysseifskviðunnar lýsir Hómer gjöf-
um biðlanna til Penelópu, konu Odysseifs, þannig:
»Sendi nú hver þeirra sinn kallara til að sækja gjaf-
irnar. Einn færði Antoníusi stóran, piýðilegan mött-
ul, allavega litan, á honum voru ekki færri en tólf
krókapör úr gulli, sem féllu í fallega beygðar lykkjur.
Annar færði Eurymakkusi haglega tilbúna hálsfesti
úr gulli, hún ljómaði eins og sól, því kaflarnir í milli
voru af lýsigulli. Tveir sveinar færðu Evrydamanti
vönduð eyrnagull með þremur tölum í; skein af þeim
mikil fegurð. Einn sveinninn kom með hálsgjörð heim-