Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 16
14
an frá höfðingjanum Písander Polyktorsyni, það var
hin fegursta gersemi; og sína gjöfina færði hver af
Akkeum, voru það allt fagrar gjafir.«
Víðar í fornritum eru gimsteinar nefndir. Bezt
þekkjum við sögu þeirra af ritum rómverska sagna-
ritarans Pliniusar, sem fórst í gosi Vesúvíusar 79 e.
Kr.
Síðan er hljótt um gimsteinana í bókmenntum Evr-
ópu fram á elleftu öld. En þá er aftur tekið að gefa
þeim gaum og rita um þá á Vesturlöndum, og síðan
hafa þeir aldrei gleymzt í Evrópu. Harla mjög hafa
skoðanir manna á gimsteinum verið blandnar hjátrú,
eins og ég á eftir að víkja nánar að. En nú á dögum
er áhugi vísindamanna vaknaður á sögu þeirra og
gerð. Ennfremur fást nú ýmsir við að rannsaka efna-
fræðislega hvaða hæfa kunni að vera fyrir trúnni á
læknandi áhrif þeirra.
Meðal búddhista gengur sú sögn, að undir tré vizk-
unnar hafi staðið hásæti úr demanti, hundrað fet að
ummáli. í hásæti þessu sat Búddha og fékk þar hinar
æðstu opinberanir spekinnar. Nú á tímum er hásæti
þetta hulið sandi og mold, svo að ekkert mannlegt
auga fær það lengur litið.
Demantamir, sem hafa verið taldir tákn hreinleik-
ans, virðast hafa verið þekktir lengi á Austurlöndum,
áður en þeir bárust til Evrópu. Samkvæmt þjóðsögun-
um hafa þeir verið þekktir á Indlandi frá elztu tím-
um, en í Evrópu er þeirra fyrst getið fyrir ca. 2000
árum.
Harka demantsins og skærleiki hafa fyrst og fremst
gefið honum gildi. Og sá máttur, sem honum hefir
verið eignaður, stendur í sambandi við þessa eigin-
leika. öðrum steinum fremur á hann að veita eigend-